Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Í HNOTSKURN
»
Degi eftir að FL Group
kaupir 6% hlut í móður-
félagi American Airlins sel-
ur félagið Sterling fyrir 20
milljarða.
»
Samanlögð velta félag-
anna innan Northern
Travel er um 120 milljarðar.
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
EIGENDUR hins nýstofnaða
Northern Travel Holding stefna að
því að skrá félagið á markaði innan
tveggja ára, samkvæmt upplýsing-
um Pálma Haraldssonar, stjórnar-
formanns félagsins. Fons eignar-
haldsfélag í eigu þeirra Pálma og
Jóhannesar Kristinssonar verður
stærsti hluthafinn í Northern Trav-
el Holding með 44% hlut. Tilkynnt
var um kaup félagsins í gær á
danska lággjaldafélaginu Sterling
af FL Group fyrir um 20 milljarða.
Aðrir eigendur í Northern Travel
eru FL Group, með 34%, og fjár-
festingafélagið Sund með 22%.
?Það hefur verið langur aðdrag-
andi að þessu máli og samnings-
gerðin hefur verið mjög flókin. Ég
er afskaplega ánægður með þá nið-
urstöðu sem fékkst. Ég held að hér
sé verið að búa til mjög spennandi
fyrirtæki, sem verður leiðandi á
Norðurlöndum í lággjaldaflugi,
leiðandi í smásölu á ferðaþjónustu
og mjög stórt á leiguflugsmarkaðn-
um í Bretlandi,? sagði Pálmi í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Í október í fyrra seldi Fons
Sterling til FL Group á 14,6 millj-
arða króna, en hið nýja félag,
Northern Travel Holding, kaupir
nú sem fyrr segir Sterling á 20
milljarða króna, rúmu ári síðar.
Pálmi var spurður hvort hann teldi
að raunvirði félagsins hefði vaxið
sem þessu nemur, á svo skömmum
tíma. ?Já, það held ég. Menn sjá
það nú bara á afkomutölum hjá FL
Group eftir þriðja ársfjórðung, sem
birtar voru fyrir skömmu, þar sem
kemur fram að afkomubatinn hjá
Sterling á milli áranna 2005 og 2006
er á bilinu 6 til 8 milljarðar króna og
ég held að þær tölur tali bara sínu
máli,? sagði Pálmi.
Sterling flýgur til Íslands
?Það er alveg ljóst að Sterling mun
fljúga fyrir þetta nýja félag, bæði til
Egilsstaða og Akureyrar. Sterling er
með einn yngsta flugflota í Evrópu,?
sagði Pálmi. Hann sagði að sama gilti
um sænsku ferðaskrifstofuna Ticket.
Þar yrði áframhaldandi vöxtur hjá fé-
laginu.
Hannes Smárason, forstjóri FL
Group, segir að með stofnun North-
ern Travel verði til nýtt og spennandi
afl á ferðamannamarkaðnum á Norð-
urlöndunum. Með sölu á Sterling
skapist betri tækifæri til að nýta
tækifæri á starfssvæði hins nýja fé-
lags.
Nýr ferðarisi stefnir á
skráningu á markaði
FL Group, Fons og Sund stofna félag um kaup á Sterling fyrir 20 milljarða
      L52159 FL Group selur | Viðskipti
STOFNAÐ 1913 352. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
FÖNK AÐ EILÍFU
MINNING UM DRAMATÍSKAN JAMES
BROWN OG AMEN EFTIR EFNINU >> 39
GLEYMDAR GYÐJUR
SNORRA-EDDU Í TÓNUM
TRÚIÁGYÐJUR
GJÖRNINGUR >> 18
MARGIR Danir gera allt of miklar kröfur
til sjálfra sín og afleiðingin er streita og
alls kyns kvillar af hennar völdum. Kemur
þetta fram í
nýrri könnun
en höfundar
hennar líkja
streitunni við
viðvarandi
landfarsótt.
Streita er sá
kvilli sem ein-
kennir lífið nú á dögum og hún verður sí-
fellt verri og verri. Er það niðurstaðan af
Gallup-könnun, en 70% svarenda kváðust
þjást af streitu í vinnunni.
Rúmlega tíundi hver kvaðst hafa verið
frá vinnu dögum saman vegna streitu og
fylgikvilla hennar. Vinnusálfræðingurinn
Jørgen Møller Christiansen telur að 10?
12% Dana þjáist af alvarlegri streitu og
um 30% að því marki að kanna þurfi það
nánar. ?Í mörgum fyrirtækjum er komið
til móts við fólk með því að kenna því að
takast á við streituna en líklega væri ár-
angursríkara að huga betur að aðstæðum
á vinnustað. Mestu skiptir að krefjast ekki
meira af fólki en það getur með góðu móti
orðið við,? segir Christiansen.
Streitan
eins og
landfarsótt
Um 70% Dana segjast
þjást af streitu í vinnunni
Washington. AFP, AP. | Stjórn George W.
Bush Bandaríkjaforseta lagði til í gær-
kvöldi að ísbirnir yrðu settir á lista yfir
dýr í útrýmingarhættu.
Stjórnin sagði að ísbirnir væru taldir í
hættu vegna loftslagsbreytinga í heim-
inum, mengunar og ofveiði. Er þetta í
fyrsta skipti sem stjórn Bush viðurkennir
að dýrategund kunni að vera í útrýming-
arhættu vegna loftslagsbreytinga.
Talið er að í heiminum séu um 20.000?
25.000 ísbirnir, þar af 4.700 í Alaska. Sér-
fræðingar hafa spáð því að ísbjörnum
fækki um 30% á næstu 45 árum.
Stjórn Bush 
vill friða ísbirni
???
FISKSALA tekur jafnan kipp milli jóla og ný-
árs enda eru landsmenn þá flestir búnir að fá
nóg af þungmeltu kjöti og þrá að fá eitthvað
léttara í kroppinn. Stundum bregður svo við
að skortur verður á fiskmeti enda ekki mörg
skip sem landa strax eftir hátíðirnar.
Feðgarnir á Von GK 113, þeir Eyþór Áki
Sigmarsson skipstjóri og hásetinn Sigmar Ey-
þórsson, létu ekki sitt eftir liggja og lögðu af
stað á miðin um klukkan fimm árdegis og
lönduðu í Sandgerði síðdegis í gær. Fiskiríið
var ekkert merkilegt, sagði Sigmar enda
haugasjór og leiðindabræla. Þó náðust tvö
tonn af þorski og ýsu úr sjó. 
Hjá fiskbúðakeðjunni Fiskisögu var fisk-
salan mun meiri en væntingar stóðu til og mun
meira seldist hjá Fylgifiskum en í fyrra. Óskar
Garðarsson, framkvæmdastjóri Fiskisögu,
sagði erfitt að fá fisk og hann væri líka dýr.
Staðan hefði verið ágæt í gær en óvíst hvert
framboðið yrði í dag. 
Morgunblaðið/ÞÖK
Fiskurinn er léttari í kroppinn
Moskva. AP. | Ríkissaksóknari Rússlands
kvaðst í gær hafa hafið rannsókn á því hvort
Leoníd Nevzlín, fyrrverandi aðaleigandi
olíufyrirtækisins Yukos, væri viðriðinn
morðið á Rússanum Alexander Lítvínenko,
fyrrverandi njósnara sem dó af völdum
geislavirks eiturs í London 23. nóvember.
Saksóknarinn sagði að Nevzlín og fleiri
Yukos-menn, sem rússnesk yfirvöld hafa
lýst eftir, kynnu að hafa fyrirskipað morðið.
Saksóknarar væru að undirbúa hugsanlega
framsalskröfu. Nevzlín er í útlegð í Ísrael.
Alex Goldfarb, vinur Lítvínenkos, sagði
saksóknarann fara með ?tómt bull? því að
rússnesk stjórnvöld hefðu fyrirskipað
morðið.
Bendla Yukos-
menn við morð
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48