Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 15
lesbók
LISTMÁLARI hefur yfirgefið borg-
ina og sest að í hjólhýsabyggð í skógi
undir eldfjalli, þar sem Sandá liðast
um sveitina og rennur út í jökulfljót.
Það kemur lesendum Gyrðis Elías-
sonar ekki á óvart að hitta fyrir
þennan útlaga sem flytur einsemdina
með sér úr mannmergðinni og mátar
hana við dreifbýlið, sveitina, náttúr-
una. En hér hefur höfundur bætt enn
einum skikanum við þann sagna- og
ljóðaheim sem hann hefur sett sam-
an í fjölmörgum bókum á liðnum ár-
um; heim sem hefur mikla sérstöðu í
íslenskum bókmenntum. Hægt er að
ímynda sér að einhver muni í fram-
tíðinni reyna að ?kortleggja? þennan
heim ? ef til vill með flóknu kerfi
millivísana sem og ábendinga um
skírskotanir í önnur bókmenntaverk,
þjóðsögur, tónlist og fleiri menning-
arafurðir sem getið er í textum Gyrð-
is. 
En þessi lýsing getur gefið ranga
hugmynd um þá nóvellu sem hér um
ræðir, því hún virðist við fyrstu
kynni hrein og bein; frásögninni
vindur fram hægt og skýrt, fyrst er
staldrað við sumardvöl málarans í
grennd við aðra hjólhýsabúa, sem
hann umgengst þó lítt, en í seinni
hluta er komið fram á haust og hann
einn eftir á svæðinu. 
En hvað er maðurinn að gera
þarna ? mála? Já og nei. Hann virðist
hafa misst ástríðuna fyrir list sinni á
liðnum árum og hefur líkt og flæmst
út úr fyrra lífi sínu án þess að skýr-
ingar fáist á því. Við lesum um minn-
ingar hans frá æsku en þögnin um
?millitímann? í lífi mannsins hvílir yf-
ir sögunni og lesandanum þar með.
Vonbrigði og sorg hafa sest að í lífi
sögumanns og hann einangrað sig.
Sonur hans kemur í heimsókn en fer
fljótt aftur og hann virðist hafa misst
samband við dóttur sína. Söguheitið
er tvírætt, því nánasta fortíð manns-
ins er eyðileg að hans mati; síðustu
árin hafa verið ?sandár?; ævin renn-
ur úr greipum hans.
Sagan er þannig ferð um slóðir
einsemdar en þar með er ekki sagt
að hún sé þungbúin. Gyrðir hefur
einstakan hæfileika til að skapa til-
finningu fyrir tómleika, eins konar
auðu rými, sem hann tekur síðan að
vinna með og þó asalaust þannig að
lesandi undrast þegar ljóst verður að
sviðið er orðið krökkt af lífi. Þetta
gerist samfara því að maðurinn finn-
ur aftur til nautnar við að mála; hann
er gagntekinn af trjám; skóg-
armaður einnig í þeim skilningi; og
kemur sjálfum sér á óvart með því að
gerast ?náttúrumálari?. Margt er á
seyði; draumar sækja á manninn og
kannski draugar líka; dularfull kona
er á sveimi í skóginum. Þetta þýðir
ekki að hann sleppi úr útlegð sinni ?
raunar kemur ítrekað fram að hon-
um líði eins og hann sé í útlöndum.
Verkið er öðrum þræði lofsöngur
til málaralistarinnar og ekki úr vegi
að geta þess að það er tileinkað af-
bragðsgóðum málara, föður skálds-
ins, Elíasi B. Halldórssyni, sem lést
fyrr á þessu ári. Fyrir vikið skapast í
sögunni margvísleg og heillandi sam-
ræða myndlistar og orðlistar ? og
tónlistin er ekki langt undan, eins og
undirtitill verksins bendir til. Gyrðir
?teiknar? og ?málar?, skóginn, ána
og allan þennan náttúruheim á kyrr-
látan en seiðandi hátt. En þar kemur
einnig fram að sumt birtist skýrast í
tungumálinu. ?Stundum vildi ég að
hægt væri að mála vindinn? hugsar
listmálarinn, ?ósýnilega sveipi hans
og hringiður. Hvernig hann smýgur
innan um trjástofnana einsog glær
reykur, þýtur óséður yfir fullþroskað
gras svo það gengur í bylgjum.? Les-
anda hnykkir við þegar hann áttar
sig á því að sögumaður, eða öllu held-
ur höfundur, hefur í raun ?málað?
vindinn og gert það mætavel. 
En hann málar líka með þögninni
og galdur Gyrðis tengist áðurnefndu
samspili tómleika og hins ríkulega
lífs sem streymir fram jafnt úr orð-
um sögunnar sem og því er býr á
milli þeirra eða bak við þau. Eitt
áhrifamesta orð sögunnar er á loka-
síðunni, það er orðið ?var?.
Með hinu listilega sjónarhorni
málarans tekst höfundi að skapa per-
sónu sem er á hljóðlátri heljarþröm
en miðlar þó til lesandans veröld sem
er full af merkingu og fegurð og dul-
magni. Í sögulok hugsar málarinn
um ?óminnisrökkrið, þangað sem öll
óunnin listaverk hverfa og bíða þess
að einhver fæðist sem geti dregið
þau fram úr sortanum ? það er þetta
rökkurbelti sem umlykur jörðina og
allir sem skapa leita í. En sumir
finna ekkert nema rökkrið sjálft??
Það á ekki við um höfund þessarar
pastoralsónötu; í henni hljóma marg-
ir litir.
Skógarmaður 
Skógarmaður ?Gyrðir ?teikn-
ar? og ?málar?, skóginn, ána og
allan þennan náttúruheim á
kyrrlátan en seiðandi hátt.? 
Ástráður Eysteinsson
BÆKUR
Nóvella
Eftir Gyrði Elíasson,
Uppheimar 2007, 118 bls.
Sandárbókin: Pastoralsónata 
Benni Hemm Hemm ?Ég held að mér finnist hvert einasta smáatriði við þessa plötu vera al-
gjörlega fullkomið.? 
Hlustarinn
E
mperor Tomato Ketchup með hljóm-
sveitinni Stereolab er ein af mínum
uppáhaldsplötum. Ég held að mér
finnist hvert einasta smáatriði við þessa plötu
vera algjörlega fullkomið. Í fyrsta lagi er titill
plötunnar súrealísk snilld og umslagið er al-
veg magnað.
Platan byrjar á dæmigerðu Stereolab inn-
göngustefi sem er eins allan tímann og svo
hlaðast raddir og fleiri og fleiri hljóðfæri ut-
aná hann alveg endalaust. Annað lag plöt-
unnar, Cybele´s reverie, er eitt besta popplag
sem ég hef heyrt á ævinni. Það er líka besta
lagið í öllum heiminum til að setja í græjurnar
í bílnum ef eitthvað vantar uppá stemmn-
inguna. Svo rúllar platan áfram í gegnum há-
vær rokklög, fallegar gítarballöður, trommu-
heila- og hljómborðalúppur, og hvert einasta
lag er frábært.
Takttegundirnar, hörðu fornhljóðgervlarnir,
öll gítarsándin og trommuleikurinn, frábæru
söngkonurnar og tvítyngdu textarnir náðu
allri minni athygli þegar ég heyrði þessa plötu
fyrst. Og ég er enn gáttaður á snilldinni 11 ár-
um síðar.
Benedikt H. Hermannsson tónlistarmaður.
Lesarinn
M
argir krimmalesendur þekkja þá ör-
væntingarfullu tilfinningu sem fylgir
því að hafa lesið allt eftir uppáhalds-
höfunda sína og þurfa að leita að nýjum með
misjöfnum árangri. Ég var til dæmis ósköp
kátur eftir að hafa klárað allt eftir Ian Rankin
þegar mér var vísað á Peter Robinson, annan
Breta, sem skrifar af vaxandi næmi og leikni
um ýmsar birtingarmyndir hins glæpa-
samlega hugarfars á landsbyggðinni, svona
mitt á milli Edinborgarbálks Rankins og Ox-
fordkrimma Colins Dexters. Ég var líka hepp-
inn að ramba á fyrstu bók Michaels Robot-
hams, The Suspect; þar fer margslungin gáta
og feikivel skrifuð, en önnur bók hans, The
Drowning Man, er ekki jafn sannfærandi. Ég
hef verið að kynna mér bækur tveggja banda-
rískra kvenna úr stétt glæpasagnahöfunda:
Karin Slaughter skrifar mergjaða og stundum
sjokkerandi smábæjarkrimma sem einkennast
ekki síst af óvenjulegri persónusköpun og fara
gjarnan í óvæntar áttir. Tess Gerritsen keyrir
hins vegar æsileg spennuplott sín af miklum
hraða, stundum á kostnað trúverðugleika. Það
er athyglisvert við sögur þessara tveggja
kvenna að þær eru mun ofbeldisfyllri og ganga
lengra í lýsingum á blóðsúthellingum og lim-
lestingum en flestir karlhöfundar. Ekki þorir
maður fyrir sitt litla líf að draga nokkrar
ályktanir af því.
Árni Þórarinsson rithöfundur.
Árni ?Ég var líka heppinn að ramba á fyrstu bók Michaels Robothams, The Suspect; þar fer
margslungin gáta og feiki vel skrifuð.? 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16