Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 1. 12. 2007 81. árg. lesbók JONATHAN LETHEM KRAKKARNIR Í HVERFINU URÐU LÖGGUR, BÓFAR EÐA RITHÖFUND- AR SEGIR SKÁLDIÐ FRÁ BROOKLYN » 4 Hún er ekki þessi hefðbundna bomba, þokki hennar læðist aftan að manni » 7 Morgunblaðið/Einar Falur Kristín Marja „Um daginn fékk ég á tilfinninguna að ég hefði verið í fangelsi í ellefu ár og loksins fengi ég hvíld frá þessu fólki,“ segir Kristín Marja í viðtali um nýja skáldsögu sína, Óreiðu á striga, sem er sjálfstætt framhald bókarinnar um Karitas án titils. » 12 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Ívan Túrgenev er kannski ekki jafnþekktur og Tolstoj og Dostojevskíj enhann talar ekkert síður til okkar enþeir. Um það bera fjórar smásögur eftir hann, sem koma nú út í íslenskri þýðingu, vitni. Bókin heitir einfaldlega Fjórar sögur og inniheldur hina aðdáunarverðu og áhrifamiklu sögu Dagbók óþarfs manns ásamt Múmú, Asja og Fyrstu ástinni. Þýð- endur eru Þórarinn Krist- jánsson, Áslaug Agnars- dóttir og Aðalgeir Kristjánsson en Árni Berg- mann ritar formála. Túrgenev talar ekki síst til nútímalesanda vegna þess að í sögum hans er ekki að finna neina sterka boðun, eins og Árni Bergmann rekur í formála sínum virðist Túrgenev ekki hafa haft jafn sterka pólitíska, trúarlega eða heimspekilega sannfæringu og til dæmis Tol- stoj og Dostojevskíj. Hinn óþarfi maður er týndur í tímanum, veit ekki sitt rjúkandi ráð, finnur ekki neinn tilgang eða merkingu, lifir í stanslausum efa um sjálfan sig – hann er ná- skyldur okkur. Hávallaútgáfan á þakkir skildar fyrir útgáf- una. Hinn óþarfi maður MENNINGARVITINN ÆVISAGAN Í ÁR! Hér segir Sveinn í Kálfskinni frá því þegar hann: – var fóðurmeistari á dönskum búgarði og vann með amerískum indíánum á Keflavíkurflugvelli – var tekinn í landhelgi í Jórdaníu á ólöglegri siglingu á seglbretti – svaf í svítu á diplómatahóteli í Berlín og lá úti í grenjandi stórhríð, einn og týndur uppi á öræfum Íslands – ók í brynvörðum bíl um Bronx og Harleem og sat á spjalli við þriggja kvenna ættarhöfðingja í Afríku – bjó til bæði flugvöll og stöðuvatn upp á eigin spýtur – seldi ferðamönnum allt frá slori og fjósalykt upp í þyrluferðalög. holar@simnet.is M bl 8 72 92 4 Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu ævisögu Sveins í Kálfskinni; ævintýramannsins sem aldrei hefur séð eftir neinu og ætlar, hvað sem hver segir, að byggja kláfferju upp á Vindheimajökul áður en yfir lýkur. 3. sætið á metsölulista Mbl. – ævisögur!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.