Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERÐ á mat- og drykkjarvör- um lækkaði um 0,9% milli mán- aða. Þetta kemur fram í mæl- ingum Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs í apríl 2007. Hjá Guðrúnu R. Jónsdóttur, deildarstjóra vísitöludeildar Hagfræðistofunnar, fengust þær upplýsingar að áætlað hefði verið að afnám vörugjalda 1. mars sl. myndi skila sér í 1,3% verðlækkun á mat- og drykkjar- vörum. Segir hún það að stórum hluta ganga eftir og að það séu vörur sem báru vörugjöld sem séu að lækka. Meðal vöruliða sem báru vörugjöld voru kaffi og te, kakó, gosdrykkir, kolsýrt vatn, niðursoðnir ávextir, ávaxtasafar, ís, hnetusmjör og sætt kex. Tekur Guðrún fram að ætla megi að tekið geti verðlækkun á mat- og drykkjarvörum tvo til þrjá mánuði að skila sér að fullu. Bendir hún á að ávallt séu árstíðabundnar sveiflur í mat- vöruverði. Aðspurð segir Guðrún lækk- un tolla á kjötvörum, sem einnig varð 1. mars sl., ekki enn hafa komið fram í mælingum Hag- stofunnar. Að mati greiningardeildar Glitnis hafa aðgerðir stjórn- valda skilað sér nokkuð vel í verðlækkun matvæla. Verð- lækkun hjá veitingahúsum vegna lækkunar virðisauka- skatts var aftur á móti hverf- andi en greiningardeildin hafði gert ráð fyrir lítillegri lækkun þar. Að mati greiningardeildar Glitnis hafa aðgerðir stjórnvalda skilað sér vel í verðlækkun matvæla Afnám vörugjalda virðist skila sér vel til neytenda          ",,-."$$   !/ 0 0   1 / 0                        !   "#$ "%$ "&$ "'$ "($ ""$ "$$ Morgunblaðið/Ásdís HENNÝ Hinz, verkefn- isstjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir ánægjulegt að sjá að afnám vörugjalda sé að skila sér býsna hratt, miðað við að talað hafi verið um að það tæki tvo til þrjá mánuði. „Við gefum okkur að það geti eitthvað dregist fram í þennan mánuð að það skili sér að fullu.“ Segir Henný það aftur á móti nokkur von- brigði hve seint og illa lækkun virðisauka- skattsins skili sér í verði veitingahúsa. „Þau standa sig alls ekki,“ segir Henný. Áætlað hafði verið að lækkun virðisaukaskattsins hefði tæplega 9% áhrif til lækkunar á veitingalið vísitölunnar. Við síðustu mælingu á vísitölu neysluverðs í mars hafði verðlag á veitinga- húsum aðeins lækkað um 3,2% frá því í febr- úar. „Við hefðum viljað sjá að í síðustu mæl- ingum kæmi fram lækkun. Það er alveg klárt að þetta er bara breyting á virðisaukaskatt- inum og hún á náttúrlega að skila sér beint út í verðlag til neytenda. Þannig að þarna er mis- brestur,“ segir Henný og rifjar upp að all- nokkuð hafi verið um þetta fjallað í síðasta mánuði. „Flestir höfðu vonast eftir því að menn myndu taka við sér í mánuðinum, en það er ekkert að gerast og það er mjög miður,“ segir Henný Hinz að lokum. Veitingahúsin valda vonbrigðum Henný Hinz LÆKKUN á matvælaverði skilar sér misjafnlega í þeim fimm versl- unarkeðjum sem verðlagseftirlit ASÍ hefur haft til skoðunar að und- anförnu með það að markmiði að skoða hvernig lækkanir á virðis- aukaskatti og vörugjöldum 1. mars sl. hafi skilað sér út í verðlag til neytenda. Verslunarkeðjurnar sem til skoðunar voru eru Hagkaup, Nóatún, Kjarval og klukkubúðirnar 10–11 og 11–11. Þegar verðbreytingar eru skoðað- ar á tímabilinu frá febrúar og fram í mars má sjá að verðlækkanir í fyrr- greindum verslunarkeðjum voru á bilinu 4,4% til 8,5%. Vegin verð- lækkun var minnst i verslunum 10– 11 eða 4,4% milli mánaða. Mest verðlækkun var í 11–11 þar sem vegin verðlækkun var 8,5% milli febrúar og mars. Þetta kemur fram í niðurstöðum verðmælinga verðlags- eftirlits ASÍ sem samtökin birtu á vef sínum í gær. Rifjað er upp að til þess að fylgjast með verðþróun í verslunum fyrir breytingu hafi verð- lagseftirlitið hafið verðmælingar í desember sl. Frá desember 2006 til febrúar 2007 var vegin verðhækkun í fyrr- greindum verslunarkeðjum mest í verslunum 10–11 eða 4,3%. Í Kjarval hækkaði verð um 2,7% milli mánaða og í 11–11 um 2,1%. Vegin verð- breyting í Hagkaupum var 1,6% á tímabilinu og minnst hækkun var í verslunum Nóatúns eða 1,3% frá því í desember og fram í febrúar. Í frétt ASÍ er tekið fram að ekki sé um verðsamanburð á milli versl- anakeðja að ræða heldur sé einungis lagt mat á verðbreytingar innan hverrar keðju fyrir sig. Skilar sér misjafnlega Lækkun matvælaverðs í verslunum vinna í rafmagninu. Verkefnið minnir um margt á björgun Sam- herjaskipsins Baldvins Þorsteins- sonar sem strandaði í Meðallands- fjöru í mars 2004. Til stendur að flytja Wilson til Hafnarfjarðar og hugsa upp næstu skref þar. Það er ekki hlaupið að því að koma stærðar flutningaskipi af strandstað. Fyrir utan viðgerðir á vettvangi hefur þurft að undirbúa sjálfan dráttinn með því að bora sérstakar holur í lítil sker úti í sjó aftan við skipið en í þau verða fest stýritóg til að fyrirbyggja að skipið snúist í vindi þegar tekið verður í Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is EFTIR fjögurra mánaða legu á strandstað við Hvalsnes er loksins komið að stóru stundinni. Reynt verður að draga flutningaskipið Wilson Muuga á flot í kvöld eða annað kvöld. Fimmtudagurinn kemur líka til greina ef veðrið er ómögulegt hina dagana. Ef ekki tekst að draga skipið út að þessu sinni verður beðið fram í maí eftir næsta stórstraumsflóði og víst er að tíminn vinnur ekki með skipinu sem sætir miklu sjávarálagi í fjörunni. Reyndar var óvenjugott veður á strandstað í gær og voru þeir all- fegnir karlarnir sem eru að vinna í skipinu. Ríflega tugur manna hefur beinlínis búið í skipinu undanfarnar vikur og lagt nótt við dag að þétta vélarrúm og tanka, að ógleymdu lestargólfinu þar sem mestar skemmdirnar urðu. Um leið og fjar- ar út sæta menn færi og vinna í kringum skipið utan frá en drífa sig síðan um borð aftur þegar flæðir að. Þeir fóru heim í tveggja daga páskafrí en síðan var haldið áfram að vinna. Í meginatriðum er skipið svo gott sem tilbúið til „brottfarar“ en síð- ustu daga hefur verið unnið að því að prófa þéttingar í hólfum og það. Þegar drátturinn hefst er skip- ið sem múlbundið við skerin og þarf að draga það út um einskonar hlið á milli þeirra. Ekki nóg með þetta, því tvö stýritóg eru líka á hvoru borði að framanverðu og ná upp í klappir við ströndina og loks er fimmta tógið fest í stefnið og bund- ið við land. Með þessum hætti er skipinu „miðað“ út á hárnákvæman fyrirhugaðan feril þegar það verð- ur dregið út. Það eina sem nú þarf til að fullkomna verkið er hægviðri, en undanfarnar vikur hefur verið heilmikill sjógangur og læti við skipið. Morgunblaðið/ÞÖK Wilson Muuga tilbúið fyrir brottför af strandstað Kláfferð Vinnumenn í Wilson notast við kláf til að komast um borð. Stjórnendur Árni Kópsson, Hjörtur Emilsson og Guðmundur Ásgeirsson stýra verkum um borð í Wilson Muuga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.