Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 124. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
framsokn.is
Árangur áfram
- ekkert stopp
SAUMAKONUR
GUÐRÚN OG YLFA ERU ÁHUGA-
SAMAR UM SAUMASKAP >> 22 
ÍVAR INGIMARSSON
HJÁ READING
BESTI TÍMINN
MEÐ LIÐINU >> ÍÞRÓTTIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ÍBÚAR við Njálsgötu mótmæla nú stað-
setningu heimilis fyrir heimilislaust fólk á
Njálsgötu 74 og eru ósáttir við afgreiðslu
málsins hjá Reykjavíkurborg. Hafa þeir
einnig áhyggjur af öryggi barna í hverfinu.
En hvernig er reynslan af sambærilegu
heimili á Miklubraut 20? Í þau sex ár sem
heimilið hefur verið starfrækt hefur aldrei
komið upp vandamál milli nágranna og
vistmanna, að sögn Þóris Haraldssonar,
dagskrárstjóra hjá Samhjálp, sem rekur
heimilið. Átta karlmenn eiga lögheimili í
húsinu og eru þeir tvígreindir, þ.e. alkóhól-
istar á háu stigi með geðsjúkdóma og flest-
ir að auki með minniháttar þjófnaðarmál að
baki. Hafa þeir ótakmarkað ferðafrelsi að
heita má. Þórir tekur fram að hér sé ekki
um skammtímavistun að ræða og heim-
ilismenn missi ekki plássið þótt þeir komi
heim undir áhrifum áfengis.
?Þetta eru ekki einstaklingar sem trufla
umhverfi sitt,? bendir Þórir á.
Hann segir heimilið á sínum tíma hafa
verið kynnt nágrönnum í hverfinu án þess
að nokkur hefði sett sig upp á móti því. Og
nábýlið hefur allar götur síðan gengið vel,
segir hann. Þórir hefur samt vissan skiln-
ing á áhyggjum fólks af fyrirhuguðu Njáls-
götuheimili en segir þær sprottnar af
ákveðinni vanþekkingu á eðli starfsemi af
þessu tagi. Mistök Reykjavíkurborgar hafi
falist í því að ræða ekki við íbúana og út-
skýra hvað til stóð áður en málið fór í blöð-
in.
Góð reynsla af heimilunum í borginni
Ellý Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri hjá
velferðarsviði Reykjavíkurborgar, bendir á
að bréf til íbúa hafi verið sent í apríl þar
sem umrædd fyrirætlan hafi verið kynnt og
auk þess sé fyrirhugaður kynningarfundur
með íbúum. ?Við höfum fimm ára góða
reynslu af heimili fyrir heimilislausa ann-
ars staðar í borginni þar sem gott samstarf
hefur verið við íbúa,? segir hún. ?Það þarf
að leysa vanda heimilislausra í Reykjavík,
sem eru um 40?60 talsins, og eitt þeirra úr-
ræða sem við höfum upp á að bjóða er
heimili til lengri tíma. Úttektir hafa sýnt að
slíkt fyrirkomulag eykur lífsgæði þessara
einstaklinga.?
Tíu heimilismenn eiga að vera á Njáls-
götu 74 og er ráðgert að heimilið taki til
starfa á næstu mánuðum, að sögn Ellýjar.
Morgunblaðið/RAX
Heimilislausir Tíu manns verða á Njáls-
götu 74 þegar þar að kemur.
Heimilið
vanda-
málalaust
Vistmenn trufla
ekki umhverfi sitt
JÓN Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
segist ekki sjá í fljótu bragði að mögulegur sam-
runi Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls á Reyðar-
firði, og Alcan, móðurfélags álversins í Straums-
vík, muni hafa mikil áhrif hér á landi. Hvort
fyrirtæki sé með sína samninga við íslensk
stjórnvöld og orkufyrirtæki og við þá verði hald-
ið.
Alcoa tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði að
leggja fram formlegt tilboð í allt hlutafé Alcan,
væntanlega í dag, upp á 33 milljarða dollara, eða
um 2.100 milljarða íslenskra króna.
Munu skoða áformin á Íslandi
Kevin Lowery, upplýsingafulltrúi Alcoa, sagði
við Morgunblaðið að meginmarkmiðið með yf-
irtökutilboði Alcoa væri að ná fram samlegðar-
áhrifum og auka um leið vöxt og tækifæri á
heimsvísu. Samruni ætti ekki að hafa mikil áhrif
á einstaka staði eins og Ísland. Hins vegar yrði
sameinað fyrirtæki að skoða sérstaklega hvort
ástæða væri til að breyta áformum um ný álver á
Íslandi eða stækkun á þeim sem fyrir eru, of
snemmt væri að segja hvort einhverjar breyt-
ingar yrðu gerðar á skipulögðum verkefnum.
Kemur ekki verulega á óvart
Jón Sigurðsson segir að fregnir gærdagsins
hafi ekki komið sér verulega á óvart. ?Ég efast
ekki um að einhver spennandi færsla á tækni-
fræði og þekkingu á milli fyrirtækjanna getur
átt sér stað þegar fram líða stundir, sem snertir
bæði mengunarvarnir og fleiri þætti, og er já-
kvæð,? segir Jón. Hann kveðst ekki telja að sam-
runi muni hafa áhrif á áform Alcoa á Húsavík
eða áform Alcan um stækkun í Straumsvík . Um
aðgreinda samninga sé að ræða og frá sjónarhóli
stjórnvalda séu þetta aðgreind mál. ?Við munum
tryggja að þetta verði engin valdasamþjöppun
gagnvart okkur,? segir Jón. | Miðopna
Yfirtaka Alcoa á Alcan
hefði ekki mikil áhrif hér
?Við munum tryggja að þetta verði engin valdasamþjöppun gagnvart 
okkur,? segir Jón Sigurðsson um mögulegan samruna fyrirtækjanna
Í HNOTSKURN
»
Alcoa og Alcan hafa rætt um hugs-
anlegt samstarf í hátt í tvö ár.
»
Formlegt yfirtökutilboð Alcoa er
væntanlegt í dag og er um að ræða
svonefnt fjandsamlegt tilboð, því Alcoa
ætlar að snúa sér beint til hluthafa.
»
Með samruna fyrirtækjanna yrði til
stærsta álfyrirtæki í heimi en sam-
anlögð álframleiðsla þeirra í fyrra var
7,8 milljónir tonna.
ÞRÁTT fyrir að fólk á torfæru-
hjólum sé upp til hópa til fyr-
irmyndar og aki ekki um nema á
sérmerktum svæðum virðist sem
ávallt þurfi nokkrir að eyðileggja
fyrir fjöldanum. Þessi mynd var
tekin á göngustíg skammt frá
Reynisvatni og má glöggt sjá að
þar er ólöglegt að vera á slíkum
hjólum.
Hrafnkell Sigtryggsson, for-
maður Vélhjólaíþróttaklúbbsins,
segir að sem betur fer hafi ut-
anvegaakstur farið minnkandi.
Hann bendir hins vegar á að iðk-
endum mótorsports hafi fjölgað
gríðarlega á umliðnum árum ?
ekki síst í ár ? og því hljóti dæmi
um slíkt að koma upp. 
Klúbburinn hefur barist öt-
ullega gegn utanvegaakstri og
hvetur Hrafnkell vegfarendur til
að kalla lögreglu til, verði þeir
varir við lögbrot af þessu tagi.Morgunblaðið/Ingó
Fullkomin
óvirðing
TÖLUVERT virðist nú um sand-
síli við Vestmannaeyjar, en þar
hefur sílið lítið sem ekkert sézt
undanfarin tvö ár. Fyrir vikið
hefur lundinn ekki komið upp
ungum tvö síðastliðin ár.
Bragi Steingrímsson var á
handfærum um helgina og fékk
nokkuð af smáufsa sem var full-
ur af síli. ?Þetta var svona 8
sentimetra langt síli og á svæð-
inu innan við Elliðaey voru lóðn-
ingar, sem bentu til þess að þar
væri síli á ferð. Það var líka
töluvert af svartfugli og lunda í
þessu. Hvað þetta er mikið veit
ég ekki, hvort þetta er nóg til að
bjarga fuglinum, til að lundinn,
svartfuglinn, rytan og krían nái
að koma upp ungum. Það hefur
gengið illa undanfarin ár. Von-
andi er nóg af síli á ferðinni
núna,? segir Bragi. Í gær sáu
menn svo miklar lóðningar af
sandsíli við eyjarnar og var mik-
ið af súlu í því og hvalur líka. 
Mjög lítið hefur verið um síli
við landið tvö síðustu árin og
varp fugla, sem eru háðir því í
fæðuöflun hefur því misfarizt að
stórum hluta. Sandsílið hefur
lítið verið rannsakað, þrátt fyrir
að það sé mikilvæg fæða fyrir
sjófugla og fiska. Ekki liggur
því fyrir hvers vegna lítið hefur
verið um sílið að undanförnu.
Sandsíli við Eyjar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52