Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 151. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
EINHJÓLAÆÐI?
EKKI Á ALLRA FÆRI EN Á
KANNSKI EFTIR AÐ SLÁ Í GEGN >> 19 
SINFÓNÍAN OG 
PINK FLOYD
VEGGURINN
DÚNDURFRÉTTIR >> 36
FRÉTTASKÝRING
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
SKORTUR á leguplássum og mannekla á
Landspítala ? háskólasjúkrahúsi á hvoru-
tveggja þátt í því að gripið er til gangainn-
lagna á sjúkrahúsinu. Meira en tugur
manna, að meðaltali, liggur dag hvern á
göngum LSH að sögn Jóhannesar Gunn-
arssonar, lækningaforstjóra LSH. Lækna-
ráð ályktaði nýverið um málið og sagði for-
maður þess í Morgunblaðinu að málið
snerist um einkalíf sjúklinga og öryggismál
LSH.
Jóhannes segir að verst sé þegar fólk
tefjist dægrum saman á bráðamóttöku án
þess að vera lagt inn á sjúkrahúsið. Stefnan
er að sjúklingar liggi ekki lengur á bráða-
deild en fjórar klukkustundir en sú er ekki
raunin í reynd. ?Það eru alveg dæmi um að
fólk hafi verið þarna hálfu og heilu sólar-
hringana á göngunum hjá okkur þegar
verst er,? segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirs-
son, yfirlæknir deildarinnar. Starfsfólk
þurfi að forgangsraða eftir veikindum þess
fólks sem á deildina kemur og í þetta fari
mikil orka og vinna. Mest sé álagið þó á
sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra. 
Skapa smithættu
Aukin smithætta er einn fylgifiska þess
að hafa veikt fólk liggjandi á göngum, en
það getur einnig verið bagalegt ef rýma
þarf húsnæðið í skyndi. Það er líka ljóst að
friðhelgi einkalífs sjúklinga sem liggja á
göngum LSH er takmörkuð.
Lög um réttindi sjúklinga tóku gildi árið
1997. Í 17. grein laganna segir m.a. að koma
skuli fram við sjúklinga af virðingu og að
heilbrigðisstarfsmaður skuli gæta þess að
framkvæma nauðsynlega meðferð með
þeim hætti að utanaðkomandi aðilar sjái
ekki til. Jóhannes kveðst taka undir það að
gangainnlagnir séu ekki sæmandi. ?Einkalíf
fólks er fótum troðið,? segir Jóhannes. Að-
spurður segist hann telja gangainnlagnir
brot á lögum um réttindi sjúklinga. 
Um lausnir á málinu segir Jóhannes að
slíkt verði að vinna til lengri tíma. Skort hafi
ýmsar mótvægisaðgerðir sem þyrftu að
vera mun öflugri. Nefnir hann göngudeildir
sérfræðinga við spítalann, sjúkrahótel í ná-
grenni hans, aukna heimaþjónustu og bætt-
an félagslegan stuðning. 
Á göngum Meira er um gangainnlagnir á
hjartadeild en á öðrum deildum LSH.
Einkalíf
fótum
troðið
Yfir 10 sjúklingar á
göngum LSH daglega
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson 
gunnarpall@mbl.is
HELMINGI fleiri íslenskar konur á fimmtugs-
aldri greinast með langvinna lungnateppu en
karlar í sama aldursflokki. Þetta er niðurstaða
nýrrar íslenskrar rannsóknar sem kynnt er í
Læknablaðinu í dag. 
Rannsóknina unnu Bryndís Benediktsdóttir
heimilislæknir, Gunnar Guðmundsson, sérfræð-
ingur í lyflækningum, lungna- og gjörgæslu-
lækningum, Kristín Bára Jörundsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, William Vollmer tölfræðingur,
og Þórarinn Gíslason lungnasérfræðingur.
Lungnateppa er samheiti yfir teppusjúkdóma
í lungum, s.s. langvinna berkjubólgu, lungna-
þembu og lokastig astma. Sígarettureykingar
eru algengasta orsök sjúkdómsins og til þeirra
má rekja 80-90% allra þekktra tilfella. Í samtali
við Morgunblaðið bendir Þórarinn á að í flestum
löndum sé staðan sú að karlmenn fái frekar
sjúkdóminn en konur. Ástæðuna megi rekja til
þess að karlar reyki þar meira og starfi á stöð-
um þar sem meiri mengun sé til staðar. Hann
telur líklegast að miklar reykingar íslenskra
kvenna séu aðalorsakavaldur þegar kemur að
mikilli tíðni lungnateppu meðal kvenna. ?Konur
reykja minna en karlar en þær reykja jafn oft.
Þær virðast hins vegar þola tóbaksreykinn verr
en karlarnir.? 
Búist er við því að lungnateppa verði þriðja
algengasta dánarorsök í heiminum árið 2020. | 4
Íslenskar konur frá frek-
ar lungnateppu en karlar
Miklar reykingar íslenskra kvenna taldar aðalorsök lungnateppu hjá þeim 
Í HNOTSKURN
»
18% þátttakenda í rannsókninni
reyndust með landvinna lungna-
teppu. 
»
8,1% kvenna á milli fertugs og fimm-
tugs reyndist með langvinna lungna-
teppu en 4,8% karla á sama aldri. 
?ÉG vona bara að þeir komist
heilu og höldnu þarna suður eft-
ir. Þá geta þeir farið í slipp og
gert við það sem er eftir að gera
við. Þeir verða tvo eða þrjá mán-
uði að gera við botninn. Þá getur
þetta orðið bærilegasta skip aft-
ur,? sagði Guðmundur Ásgeirs-
son, fyrrum útgerðarmaður Wil-
son Muuga, í þann mund sem
skipið skreið út úr Hafnarfjarð-
arhöfn um klukkan sex í gær.
Tæplega hálft ár er liðið frá því
það strandaði við Hvalsnes.
Að sögn Guðmundar ætlaði
líbanski skipstjórinn að prufu-
keyra vélarnar í 6-8 klukku-
stundir og ef ekkert amaði að
hugðist hann taka stefnuna bein-
ustu leið til Trípólí í Líbanon. 
Skipið sem nú ber nafnið Kar-
im fékk takmarkað siglingaleyfi
í gærmorgun og gildir það ein-
ungis til siglingar til Trípólí, að
sögn Guðmundar.Morgunblaðið/Golli
Getur orð-
ið bærilegt
Eftir Friðrik Ársælsson og
Grétar Júníus Guðmundsson
TILRAUNIR Seðlabankans til að
hafa hemil á verðbólgu með vaxta-
hækkunum hafa sýnt að þetta tæki
bankans dugir skammt. Þetta er
mat Samtaka atvinnulífsins.
Framkvæmdastjórn SA átti fund
með forsætis- og utanríkisráðherra
í gær og lagði þar áherslu á að rík-
isstjórnin tæki á þeirri sjálfheldu
sem stjórn peningamála og hag-
stjórnin hefðu ratað í að mati sam-
takanna. Telja þau að aðgerðir
Seðlabankans hafi skaðað atvinnu-
lífið án þess að
skila árangri á
móti. Atvinnulífið
geti ekki þolað þá
skertu sam-
keppnisstöðu sem
of há verðbólga,
viðvarandi háir
vextir og óhófleg-
ar gengissveiflur
hafi skapað.
?Niðurstaða okkar er sú að það
stjórntæki sem Seðlabankinn býr
yfir, vextirnir, hefur alls ekki dugað
og þessar gengissveiflur eru mjög
skaðlegar. Þetta er bara eitthvað
sem atvinnulífið getur alls ekki
búið við,? segir Vilhjálmur Egils-
son, framkvæmdastjóri SA.
Áhrif á gengi og hagvöxt
Krónan veiktist um rúm 2% í
gær í kjölfar skýrslu Hafrann-
sóknastofnunar, sem kynnt var
um síðustu helgi. Greiningar-
deildir viðskiptabankanna spá
veikingu krónunnar og minni
hagvexti verði farið að tillögum
Hafró, að hluta eða að öllu leyti. 
Stjórn peningamála
komin í sjálfheldu
Vilhjálmur 
Egilsson
ÖKUMAÐUR sem lögreglan á Sel-
fossi stöðvaði á 148 km hraða á Suð-
urlandsvegi við Ingólfshvol hafði
neytt amfetamíns og kannabisefna,
að því er þvagsýni sem maðurinn var
látinn gefa leiddi í ljós. 
Að sögn lögreglu vaknaði grunur
hjá lögreglumanninum sem stöðvaði
ökumanninn um að hann kynni að
vera undir áhrifum og var hann því
færður á lögreglustöð. Í kjölfarið var
gerð húsleit á heimili hans og fannst
þar lítilræði af fíkniefnum í neyslu-
skömmtum auk þess sem hald var
lagt á skotvopn. Í gær lá ekki fyrir
hvort maðurinn hefur leyfi fyrir því. 
Þvagsýnið veitir bráðabirgðanið-
urstöðu og því var blóðsýni einnig
tekið og sent til rannsóknar.
Amfetamín
og ofsaakstur
L52159 Spá veikingu | 13
L52159 Samtök | 22

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44