Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 158. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
A-VERK HALLDÓRS
HANN ÆTLAÐI SÉR ALLA ORÐABÓKINA EN
KOMST EKKI LENGRA EN AÐ A-INU >> 36
LÚRIR Á HÖNNUNINNI
EINS OG ORMUR Á GULLI
KÚLAÍKÚLU
ÚTSKURÐARMEISTARI >> 20
Björgunarsveitinni Bræðraband-
inu var við það að skutla félögum
sínum í sveitinni heim snemma í
gærmorgun en Björgunarsveitin
Tálkni hóf leit í stað þeirra. ?En
ég einhvern veginn kunni ekki við
?OKKUR óraði ekki fyrir því að
leit stæði yfir og við töldum sam-
skiptin í stakasta lagi,? segir
Greg Stamer, annar tveggja kaj-
akræðara sem um 200 björg-
unarsveitarmenn og Landhelg-
isgæslan leituðu að á sunnudag og
fram á mánudagsmorgun. Þegar
samskiptin voru könnuð nánar
reyndist skeyti ræðaranna um
landtöku sent á rangt netfang.
Þegar Morgunblaðið náði tali af
Greg var hann staddur á bænum
Melanesi á Rauðasandi, og var að
prófa samskiptabúnaðinn. Hann
biðst afsökunar á öllu umstanginu
sem varð í kringum fyrsta hluta
ferðalags hans og Freyu Hoff-
meister og segir að fullvíst sé að
samskiptin verði í góðu lagi það
sem eftir lifir ferðalagsins ? en
þau ætla að fara hringinn í kring-
um landið.
Það var bóndinn á Melastöðum,
Ástþór Skúlason, sem kom auga á
kajakræðarana þegar þau komu
að landi á milli Melaness og eyði-
býlisins Sjöundár. Ástþór sem er í
að fara að sofa fyrr en ég sæi
hvernig málinu lyktaði og þvæld-
ist þarna niður á sanda líka. Ég
kom síðan auga á þau þegar þau
komu að landi og fóru að reisa
tjald. Þá fórum við saman til
þeirra til að ganga úr skugga um
hvort þetta væri ekki örugglega
rétta fólkið og svo reyndist vera,?
segir Ástþór sem bundinn er
hjólastól eftir alvarlegt bílslys
fyrir fjórum árum. | 6
Biðjast afsökunar á umstangi
Misskilningur
varð í samskipt-
um kajakræðara
og tengiliðar
Ljósmynd/Óðinn Sverrisson
Á ströndinni Kajakræðararnir Greg Stamer og Freya Hoffmeister ræða við Ástþór Skúlason, björg-
unarsveitarmann og bónda á Melanesi. Ástþór kom að þeim þegar þau komu að landi.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson 
egol@mbl.is
ÞAÐ er ólíklegt að hraðar breytingar
verði gerðar á landbúnaðarkerfinu með
valdatöku nýrrar ríkisstjórnar, en það
verða breytingar. Það er t.d. ljóst að bú-
vörulögum verður breytt á næsta þingi og
markmið breytinganna verður að taka af
skarið um að samkeppnislög gildi í verslun
með landbúnaðarvörur. Hins vegar má
leiða rök að því að stærsta breytingin verði
í lok kjörtímabilsins þegar fulltrúar bænda
og ríkisins reyna að ná samkomulagi um
gerð nýrra búvörusamninga.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
segir: ?Unnið verði að endurskoðun land-
búnaðarkerfisins með það fyrir augum að
auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka
verð til neytenda.?
Bændur hafa eins og aðrir velt því fyrir
sér hvað þetta þýðir. Einn bóndi svaraði
spurningunni eftir að hafa klórað sér í höfð-
inu. ?Þetta getur þýtt allt frá því að leggja
eigi landbúnaðinn í rúst yfir í að greiða eigi
fyrir ættliðaskiptum í sveitum.?
Ekki heljarstökk
Stefna stjórnvalda í landbúnaðarmálum
birtist með skýrustum hætti í búvörusamn-
ingum við bændur sem gerðir eru til nokk-
urra ára í einu. Þar er tekin ákvörðun um
það hversu miklir peningar fara í styrki til
landbúnaðarins og fjallað er um ytra um-
hverfi greinarinnar. Í vetur gerði ríkið
samning við kúabændur sem gildir til árs-
ins 2012 og samning við sauðfjárbændur til
ársins 2013. Forsætisráðherra hefur tekið
skýrt fram að þessir samningar verði ekki
endurskoðaðir. Þó að samningarnir gildi
fram yfir kjörtímabil nýrrar ríkisstjórnar
má ganga út frá því að reynt verði að gera
nýja samninga undir lok kjörtímabilsins.
Það líða tvö ár frá því kálfur fæðist þar til
hann verður kýr sem hægt er að mjólka og
bændur hafa því lagt mikla áherslu á að
vita tímanlega hvað er framundan í um-
hverfi greinarinnar. Þess vegna hafa bú-
vörusamningarnir verið gerðir 1?2 árum
áður en eldri samningar renna út.
Þegar rætt er um landbúnaðarkerfið er
nauðsynlegt að hafa í huga að þetta kerfi
hefur verið að breytast á undanförnum ár-
um. Það er hins vegar annað mál að margir
telja að breytingarnar hafi verið of hægar.
Ólíklegt er að tekin verði einhver helj-
arstökk undir forystu Einars K. Guðfinns-
sonar, nýs landbúnaðarráðherra. Það hefur
þó lengi verið rætt um að breytingar kunni
að verða með tilkomu nýs WTO-samnings
sem fjallar m.a. um tolla og styrki. Engin
leið er að vita fyrir hvort samningarnir nást
á þessu ári eða eftir 10 ár.
Breytist
eitthvað?
Ríkisstjórnin vill auka
frelsi í landbúnaði
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
?ÞAÐ stendur ekki til að leggja niður Íbúða-
lánasjóð sem slíkan,? sagði Björgvin G. Sigurðs-
son viðskiptaráðherra, þegar leitað var við-
bragða hjá honum við gagnrýni
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íbúðalánasjóð.
Í áliti sínu ítrekar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
þá skoðun sína sem kom fram í skýrslu hans um
íslensk efnahagsmál á síðasta ári, að tilvist
Íbúðalánasjóðs skuli tekin til endurskoðunar.
Samkeppni bankanna og Íbúðalánasjóðs hindri
stýrivexti Seðlabankans í að draga úr innlend-
um eftirspurnarþrýstingi með skilvirkum hætti,
og það komi meðal annars fram í því að skamm-
tímavextir séu hærri en þeir þyrftu að vera. 
Þetta kom fram í gær þegar sendinefnd á veg-
um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti álit sitt í
kjölfar reglulegra viðræðna við fulltrúa ís-
lenskra stjórnvalda og atvinnulífs.
Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri
segir ábendingu sjóðsins um nauðsyn þess að
endurskoða Íbúðalánasjóð til að auka skilvirkni
peningastefnunnar sérstaklega þýðingarmikla. 
?Álit sjóðsins varðandi Íbúðalánasjóð endur-
speglar í raun að stjórnvöldum hafi verið mis-
lagðar hendur hvað varðar Íbúðalánasjóð og af-
komu ríkisins á húsnæðislánamarkaði síðustu
ár,? segir Guðjón Rúnarsson, formaður Sam-
taka fjármálafyrirtækja. 
Strangt aðhald í ríkisfjármálum
Alþjóðagjaldeyrisnefndin telur strangt að-
hald í ríkisfjármálum nauðsynlegt þrátt fyrir
trausta stjórn á þeim, þar sem skattalækkanir í
byrjun árs hafi leitt til ótímabærrar slökunar í
ríkisfjármálunum. Endurskoða þurfi starfsemi
Íbúðalánasjóðs og sé horft til framtíðar þyrftu
banka- og eftirlitsstofnanir að fylgjast sérstak-
lega með útlánaáhættu. Sé vel haldið á málum
eru efnahagshorfur á Íslandi enn öfundsverðar
til lengri tíma litið, er mat sjóðsins sem hvetur
jafnframt til aðhalds í peningamálum svo draga
megi úr verðbólguþrýstingi og verðbólguvænt-
ingum. Í álitinu er gert ráð fyrir að verðbólgan
verði áfram yfir markmiðum Seðlabankans.
Sjóðurinn spáir 2?3% hagvexti í ár sem minnki
síðan í 1% á næsta ári. 
Hamlar Íbúðalána-
sjóður hagvexti?
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur brýnt að endurskoða tilvist Íbúðalánasjóðs,
sem hann telur hindra að stýrivextir Seðlabankans virki sem skyldi
Í HNOTSKURN
»
Sendinefndin leggur til að hámarkslán
Íbúðalánasjóðs verði lækkuð án tafar
sem og lánshlutföll hans.
»
Nefndin segir Íbúðalánasjóð í opinberri
eigu bjaga innlendan fjármálamarkað
og ríkisstjórnin verði að grípa til aðgerða.
»
Taka eigi upp sértækar aðgerðir fyrir
fasteignafjármögnun á landsbyggðinni.
Björgvin G. 
Sigurðsson
Ingimundur
Friðriksson
Guðjón 
Rúnarsson
Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur
sigrunrosa@mbl.is
L52159 Brýnt að herða aðhald | 22

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44