Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 160. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
ÍSLAND Á STERUM
EKKI FJÖLL, HELDUR VÖÐVAFJÖLL, EKKI 
ÍSBREIÐUR, HELDUR RJÓMAÍSBREIÐUR >> 46 
VELKLÆDDUR ER
VOFFINN SÆLL
HUNDATÍSKA
FÖGUR KLÆÐI >> 22
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson 
gunnarpall@mbl.is
GLÆSILEG þakíbúð í fjölbýlishúsi 101
Skuggahverfis nýtur eindæma útsýnis til
allra átta, staðsetningar rétt við miðbæinn
auk nútímalegrar hönnunar. Spurningin er
hins vegar hvort raunhæft sé að meta 312
fermetra íbúð á tæpar 230 milljónir líkt og
viðmiðunarverð gerir ráð fyrir. 
Skiptar skoðanir eru um þetta meðal
fasteignasala sem rætt var við í gær. Sverr-
ir Kristinsson, hjá Eignamiðlun, segir verð-
ið byggjast m.a. á því að jafn glæsilegar
íbúðir í þessari hæð og svo nærri mið-
bænum séu ekki til. Eignamiðlun hefur
íbúðirnar til sölu. Sverrir bendir á að íbúða-
verð í miðbæjum stórborga Evrópu sé farið
að hækka verulega og eðlilegt sé að sú þró-
un verði einnig hér á landi. 
Jón Guðmundsson, hjá Fasteignamark-
aðnum, telur verðið vera afar hátt. ?Þetta
er upp undir helmingi hærra verð en við er-
um að selja fyrir í nágrenninu. Þar eru
gæðin kannski ekki sambærileg en þegar
þetta er orðið allt að því 100% dýrara þá er
það orðið úr takti við markaðinn.? Hann tel-
ur þá, sem áhuga hafa á að flytja inn í ný-
byggingar í miðbænum, hljóta að líta til
þess að úrvalið eigi eftir að aukast þar sem
til standi að byggja mikið í næsta nágrenni
á allra næstu mánuðum. 
Fermetrinn á 730.000 kr.
Ingibjörg Þórðardóttir hjá Híbýlum tek-
ur í svipaðan streng. Fermetraverð þak-
íbúðarinnar verður um 730 þúsund krónur
og segir hún verðið slá allt út, þar á meðal
dýrustu einbýlishús í Þingholtunum og við
sjávarsíðuna. ?Gott útsýni er lífsgæði og
fólk er líka tilbúið að borga fyrir að búa í
miðbænum. Hins vegar bregður fólki í brún
þegar verðið er orðið tvöfalt á við það sem
þekkist í kring,? segir Ingibjörg. 
?Þetta segir bara að íslenski fasteigna-
markaðurinn er að ná nýjum hæðum í verði
og kemur ekki á óvart,? segir Guðrún Árna-
dóttir hjá Húsakaupum. Hún segist ekki
vera viss um að íbúðin seljist á 230 milljónir
en þegar haft sé í huga að hér á landi hafi
fjölgað mjög fólki með góð peningaráð þá sé
þetta alls ekki óeðlilegt verð. ?Í miðbænum
er nú verið að byggja tónlistarhús og íbúðir
á fleiri stöðum. Miðbærinn er að breyta
mjög um svip og íbúðir þar sem nú er verið
að byggja eiga eftir að verða mjög dýrar.? 
Morgunblaðið/Arnaldur
Lúxus Byrjað er að taka við tilboðum í
efstu hæðir 2. áfanga í Skuggahverfi.
Þakíbúð
fyrir 230
milljónir?
Skiptar skoðanir um
raunhæfi verðsins
LEIKSKÓLABÖRN frá leikskólanum Laufskálaborg léttu lund manna í Hljómskálagarðinum í gær en hiti á
landinu verður frá 10° næstu daga og mun fara upp í 20° þann 17. júní og því næg ástæða til að fagna. 
Morgunblaðið/Ásdís
Sápukúlur blásnar af sannri list
Íslensk mjólk
og ítalskt kaffi
Kvillinn
hrjáir
milljónir
Fótaóeirð tengist
háum blóðþrýstingi
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
DR. DAVID Rye, prófessor við
Emory háskólann í Bandaríkjunum,
kynnti nýverið niðurstöður fjögurra
ára langrar rannsóknar sem hann
stýrði í samstarfi við Kára Stefáns-
son og Íslenska erfðagreiningu. Með
henni var samband á milli algengs
svefnkvilla, fótaóeirðar (e. Restless
legs syndrome), og langvarandi hás
blóðþrýstings staðfest. Þetta kemur
fram á fréttasíðunni sciencedaily-
.com, en samkvæmt fréttatilkynn-
ingu frá Emory er fótaóeirð svefn-
röskun sem veldur ómótstæðilegri
þörf sjúklings fyrir að hreyfa fætur
sína vegna óþæginda á borð við
brunatilfinningu, náladofa eða kláða.
Einkennin koma fram jafnt í vöku og
svefni, en sjúkdómurinn hrjáir um
það bil 10% bandarísku þjóðarinnar
og tugi milljóna fólks um allan heim.
50% meiri líkur á háþrýstingi
900 Íslendingar tóku þátt. Þeir
skráðu upplifanir sínar af fótahreyf-
ingum í svefni og stýrt var fyrir
áhrifum aldurs, kyns og þyngdar-
stuðuls. Rannsóknin leiddi í ljós að
líkurnar á háþrýstingi jukust um
50% við það að einstaklingur upplifði
meira en 30 fótahreyfingar á klukku-
stund. Áhrif fótahreyfinganna voru
metin óháð áhrifum annarra þátta.
Þegar dr. Rye kynnti niðurstöð-
urnar sagði hann mikilvægi fóta-
hreyfinga af þessu tagi sennilega
snerta fleira en svefnraskanir, enda
tengdust þær aukinni losun adrena-
líns hjá sjúklingum. Auk þess að
meðhöndla fótaóeirðina sjálfa þyrftu
læknar því að veita henni athygli hjá
sjúklingum sem eru í áhættuhópum
fyrir hjarta- og æðasjúkdómum, til
dæmis reykingamönnum og fólki úr
fjölskyldum með sögu um hjarta- og
æðasjúkdóma.
ÍSLENSKA fyrirtækið 09 Mobile,
sem sérhæfir sig í að bjóða lág far-
símagjöld á milli landa, hefur
gengið frá reikisamningum sem
tryggja eiga viðskiptavinum fyrir-
tækisins allt að 80% lægri farsíma-
gjöld frá 190 löndum en gengur og
gerist í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá
fyrirtækinu er ekki aðeins um að
ræða lægri farsímagjöld því not-
endur þjónustu 09 þurfa ekki held-
ur að greiða fyrir móttöku símtala
í 140 löndum. Þá hefur 09 einnig
sóst eftir því að fá tíðniheimild hér
á landi en Póst- og fjarskiptastofn-
un tilkynnir niðurstöður útboðs á
næstunni.
Hrannar Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Vodafone, segist
fagna nýjum keppinautum. ?Við
hjá Vodafone ætlum okkur hér
eftir sem hingað til að leiða sam-
keppnina á markaðnum og teljum
okkur vel í stakk búin til þess,?
segir Hrannar og bætir við að
Vodafone sé með afar samkeppn-
ishæfa vöru fyrir ferðalanga,
Vodafone passport, sem hann
reiknar með að muni halda vin-
sældum sínum.
Hjá Símanum fengust þau svör
að þjónusta 09 yrði skoðuð. ?Við
áttum okkur ekki á þessu fyrr en
við sjáum um hvaða tölur er verið
að ræða. Fyrirtækið virðist greini-
lega vera með aðra viðskiptaáætl-
un en önnur farsímafyrirtæki,
þannig að við eigum eftir að skoða
hvernig þetta er lagt upp,? segir
Linda Björk Waage, upplýsinga-
fulltrúi Símans.
Bjóða 80% ódýrari
símtöl frá 190 löndum
L52159 09 Mobile hyggst tryggja ódýrari símtöl á milli landa
L52159 Síminn og Vodafone fagna samkeppni og skoða málið
ÁTTA lög voru samþykkt á Al-
þingi á sumarþingi sem lauk í
gær. Á meðal þeirra eru lög sem
varða viðaukasamning um ál-
bræðsluna við Straumsvík, sam-
einingu ráðuneyta, verðbréfa-
viðskipti, kauphallir og
fjármálafyrirtæki.
Tillaga forsætisráðherra um
að fresta fundum Alþingis var
samþykkt samhljóða og tekur Alþingi að öllu óbreyttu til starfa að
nýju 1. október.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, spurði ráð-
herra hvort til stæði að kalla Alþingi fyrr saman til að vinna að mik-
ilvægum málum á borð við fjárlög en Geir H. Haarde forsætisráð-
herra sagði að engin sérstök áform væru um það. | 8
Átta lög voru samþykkt
á sumarþinginu

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56