Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						KONUR máluðu bæinn bleikan í gær í tilefni
dagsins, en í gær var kvenréttindadagurinn.
Því var fagnað að 92 ár eru liðin síðan íslensk-
ar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt. 
Undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur
sagnfræðings var farið í kvennasögugöngu í
Reykjavík sem endaði á Hallveigarstöðum þar
sem hátíðardagskrá fór fram á vegum Kven-
réttindafélags Íslands. | 6 og miðopna
92 ára kosningarétti fagnað
Morgunblaðið/Eyþór
Konur máluðu bæinn bleikan í tilefni kvenréttindadagsins
STOFNAÐ 1913 166. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
ÍSLANDSBERSI
ÞINGAÐ UM GUÐSGJAFAÞULU LAXNESS Í
?HEIMAHÖGUNUM? Á SIGLUFIRÐI >> 15 
GRÆÐANDI SMYRSL
FYRIR SÁR SONARINS
MÓA-ARFLEIFÐ
VIÐURKENNING >> 18 
FRÉTTASKÝRING
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
ÍSLENSKIR ríkisborgarar á leið til Banda-
ríkjanna þurfa að skrásetja ferðaáætlun sína
48 klukkustundum fyrir brottför, ef ný lög-
gjöf heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna
nær fram að ganga. Tillögur ráðuneytisins,
sem hafa verið samþykktar af öldungadeild
Bandaríkjaþings og bíða afgreiðslu fulltrúa-
deildar, hafa valdið talsverðum usla í þeim
ríkjum sem samið hafa við bandarísk yfir-
völd um 90 daga undanþágu frá vegabréfs-
áritun (Visa Waiver Program). Ísland er í
hópi þeirra 27 þjóða sem segja má að njóti
tiltölulega greiðs aðgangs að bandarískri
grundu.
Líklegt er talið að 48 stunda reglan komi
harðast niður á viðskiptafólki sem oft þarf að
breyta ferðaáætlunum sínum á síðustu
stundu. Talskona franska sendiráðsins í
Washington, Nathalie Loiseau, segir í sam-
tali við International Herald Tribune að evr-
ópskir embættismenn vinni ásamt fulltrúum
Bandaríkjaþings hörðum höndum að eflingu
samskipta þjóða beggja vegna Atlantshafs-
ins. Að leggja fleiri steina í götu þeirra Evr-
ópubúa sem ferðast vilja til Bandaríkjanna
samræmist ekki þeirri viðleitni.
Regluverkið að öðru leyti óbreytt
Bandarískir embættismenn telja að lög-
gjöfin muni ekki raska miklu heldur þvert á
móti verða til þess að fækka töfum á flug-
ferðum og tilfellum þar sem vélum er snúið
við á miðri leið vegna öryggisráðstafana. Að
þeirra sögn byggist undanþágukerfið á veik-
um pólitískum grunni og telja þeir að ef far-
þegi, sem vegna ríkisfangs síns fengi und-
anþágu frá vegabréfsáritun, ætti þátt í
hryðjuverkaárás, myndu þingmenn ekki
bíða boðanna heldur loka fyrir þessa leið til
frambúðar. 
Enn sem komið er geta Íslendingar
ferðast til Bandaríkjanna án áritunar eða
skrásetningar á ferðalagi, ef ætlunin er að
dveljast þar í landi skemur en í 90 daga. Að
sögn Elínar Ingu Arnþórsdóttur, deildar-
stjóra í vegabréfaframleiðslu, gilda tölvules-
anlegu vegabréfin sem gefin voru út eftir 1.
júní 1999 fullum fetum. Áritunar er þörf í
bréf sem gefin voru út fyrir þann tíma.
Vegabréf með lífkennum hafa verið gefin
út hér á landi frá árinu 2006, en eins og fyrr
segir nægir vegabréf með tölvulesanlegri
rönd til ferða til Bandaríkjanna og í raun
allra annarra landa, þótt aðrar reglur kunni
að gilda um vegabréfsáritunina.
Hert á
komu-
reglum?
Þrándur í götu ferða-
manna vestur um haf
Morgunblaðið/Einar Falur
Í víking Erfiðara gæti reynst fyrir íslenska
viðskiptamenn að fara til Bandaríkjanna.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
ALCAN á Íslandi kannar nú þann möguleika að
stækka álver sitt í Straumsvík með því að
byggja landfyllingu út í sjó. Hugsanlegt er að
slík landfylling gæti tengst fyrirhugaðri upp-
byggingu og hafnarframkvæmdum hjá Hafnar-
fjarðarhöfn. Þetta segir Lúðvík Geirsson, bæj-
arstjóri í Hafnarfirði, en hann átti í gær fund
með erlendum og innlendum ráðamönnum 
Alcan, þeirra á meðal Rannveigu Rist, forstjóra
Alcan á Íslandi, og Michel Jacques, forstjóra
Alcan Primary Metal Group. 
Spurður hvernig sér lítist á fyrrgreinda hug-
auðvitað til kasta bæjarins og bæjarbúa að taka
ákvörðun um framhaldið í þeim efnum, alveg
eins og var í vor,? segir Lúðvík og minnir á að í
íbúakosningunni hafi íbúar aðeins verið að taka
afstöðu til ákveðinnar útfærslu á deiliskipulagi.
?Þetta var ekki tillaga um stækkun eða ekki
stækkun til eilífðar fyrir fyrirtækið. Það var
bara tillaga um ákveðna útfærslu á deiliskipu-
lagi,? segir Lúðvík og bendir á að fyrirtækið
hafi rétt til að koma með nýjar tillögur. 
Ráðamenn Alcan funda í dag með iðnaðarráð-
herra. Alcan hefur leitað eftir því hjá sveitar-
stjórnum í Vogum og Þorlákshöfn hvort til
greina komi að reisa þar álver. Íbúaþing verður
haldið í Vogum í kvöld til að ræða málið.
mynd segir Lúðvík fulla ástæðu til að skoða
hana. ?Mér finnst skipta máli að Alcan haldi
áfram starfsemi hérna,? segir Lúðvík og tekur
fram að hann telji það ekki inni í myndinni eins
og málin standi núna að Alcan flytji starfsemi
sína í annað sveitarfélag. 
Landfylling kallar á breytt deiliskipulag
Aðspurður segir Lúðvík greinilegt að Alcan á
Íslandi vilji skoða möguleika á uppbyggingu
innan sinnar lóðar í Hafnarfirði. Spurður hvort
landfylling til handa stækkuðu álveri rúmist
innan núverandi deiliskipulags svarar Lúðvík
því neitandi. ?Ég á von á því að slíkt myndi kalla
á breytingu á deiliskipulagi og þá kemur það
Álver á landfyllingu?
L52159 Alcan skoðar möguleika þess að stækka álverið í Straumsvík með landfyll-
ingu L52159 Bæjarstjóranum í Hafnarfirði líst ekki illa á slíka hugmynd
?FÓLKI vefst tunga um tönn þeg-
ar því er sagt að skattkortin séu
geymd á Skagaströnd,? segir Þrá-
inn Hallgrímsson, skrifstofustjóri
hjá Eflingu stéttarfélagi. Eins og
fram hefur komið var skrifstofa
Vinnumálastofnunar, sem annast
umsýslu Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs, opnuð á Skagaströnd 4.
maí sl. Við það urðu til sjö ný
skrifstofustörf á staðnum.
Úthlutunarnefnd atvinnuleys-
isbóta í Reykjavík er því ekki
lengur hjá Eflingu og VR. Skatt-
kort þeirra sem skráðir eru at-
vinnulausir eru send til Skaga-
strandar en að sögn Þráins eru
þegar dæmi um að fólk hafi komið
á skrifstofu Eflingar til að sækja
skattkortin en fengið þau svör að
því miður hafi öll skattkort verið
flutt á Skagaströnd. ?Okkur finnst
þetta fráleit stefna.? 
Meðalfjöldi atvinnulausra á
landinu var 1.760 manns í maí og
voru 967 á höfuðborgarsvæðinu.
Í umfjöllun á vefsíðu Eflingar
segir: ?Margir spyrja í afgreiðslu
Eflingar hvort það sé ekki rétt að
flestir hinna atvinnulausu séu á
höfuðborgarsvæðinu. Svarið er jú.
Það er rétt. Hvað eru skattkortin
okkar þá að gera á Skagaströnd?
Svarið höfum við ekki því að það
er ekkert skynsamlegt svar til
sem gengur ekki þvert á dóm-
greind hins almenna manns. Við
bendum hins vegar þessu forviða
fólki á að hafa samband við Vinnu-
málastofnun sem mótaði þessa
fráleitu stefnu um að færa þjón-
ustuna við fólkið sem lengst frá
fólkinu sjálfu.? Efling vonast eftir
að nýr félagsmálaráðherra breyti
þessum vinnubrögðum.
Skattkort geymd á Skagaströnd
L52159 Flutningur á þjónustu við atvinnulausa gagnrýndur L52159 ?Ekkert skynsam-
legt svar til sem gengur ekki þvert á dómgreind hins almenna manns?
Ljósmynd/Halldór G. Ólafsson
Opna Starfsstöð atvinnuleysis-
trygginga var opnuð 4. maí sl.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44