Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 173. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
91% ást
9% fyrirhöfn
ÍSLENSKA
 SIA.IS
 NAT 36387 5/
07
1
0
0
%
g
u
l
r
ó
t
a
r
k
a
k
a
SKAPANDI HÓPUR 
HÆGT ER AÐ PANTA PARA-DÍS TIL 
AÐ SPILA FRÍTT HEIMA Í STOFU >> 36
KRAKKARNIR NÁÐU
TÆKNINNI FLJÓTT
BREIKPINNAR
HVAÐ MÁ BYGGJA? >> 19
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
NÝLEGIR dómar sem fallið hafa í kyn-
ferðisbrotamálum hér á landi hafa vakið
upp þá spurningu hvort ekki sé rétt að
halda skrá yfir dæmda kynferð-
isbrotamenn. Vissulega eru skrár fyrir
hendi, þ.e. sakaskrá og málaskrá lög-
reglu, en vart verður sagt að þær séu jafn
gagnlegar og ef hægt væri að sækja upp-
lýsingar í miðlægan gagnagrunn sem
innihéldi lífsýni að auki.
Gagnagrunnar af þessu tagi hafa nýst
vel við rannsóknir sakamála í þeim lönd-
um sem Íslendingar bera sig helst saman
við og eru umfangsmestu skrárnar í
Bandaríkjunum og Bretlandi.
Lög um erfðaefnisskrá voru samþykkt í
júní árið 2001 á Alþingi. Samkvæmt þeim
á ríkislögreglustjóri að halda rafræna
skrá með upplýsingum um erfðaefni ein-
staklinga sem skiptist raunar í tvær
skrár. Í kennslaskrá eru skráðar upplýs-
ingar um erfðagerð þeirra sem hlotið hafa
refsidóm fyrir brot gegn nokkrum ákvæð-
um almennra hegningarlaga, s.s. fyrir
kynferðisbrot eða hættulega líkamsárás.
Í sporaskrá eru þá upplýsingar um erfða-
efni sem fundist hafa á brotavettvangi og
ætlað er að tengist broti, án þess að vitað
sé frá hverjum þau stafa.
Samkvæmt upplýsingum frá embætti
ríkislögreglustjóra er vinna við erfðaefn-
isskrána í fullum gangi ? nú sex árum eft-
ir að lögin voru sett. Þegar hafa verið
sendar út leiðbeiningar til lögreglu um
hvernig safna eigi sýnum á vettvangi en
tafir hafa einkum verið vegna þess að
ekki hefur fengist staðfesting frá Banda-
rísku alríkislögreglunni, FBI, um að hægt
verði að nýta hugbúnað stofnunarinnar,
Codis, hér á landi. Þó er talið fullvíst að
skráin verði komin í notkun innan árs.
Víst þykir að lögin muni taka ein-
hverjum breytingum frá því sem nú er, en
heimildir nágrannaþjóða Íslands vegna
sambærilegra gagnagrunna hafa verið
rýmkaðar til muna á undanförnum árum
og eru mun rýmri en íslensku lögin. Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra sagðist að-
spurður ekki hafa heyrt þau sjónarmið að
rýmka þyrfti lögin um erfðaefnisskrána
og vildi því ekki tjá sig um þau að sinni.
Erfða-
efnisskrá 
í biðstöðu
ÞÁTTTAKA í fjöldagöngu gegn
umferðarslysum fór langt fram úr
björtustu vonum aðstandenda, en á
milli 4.000 og 5.000 manns gengu frá
Landspítala við Hringbraut að
sjúkrahúsinu í Fossvogi í Reykjavík
í gær til þess að minna á hættuna af
ölvunar- og hraðakstri. Fjöldi
manns tók líka þátt í svipuðum
göngum á Akureyri og á Selfossi.
Frumkvæðið að átakinu áttu þrír
hjúkrunarfræðingar á Landspítala,
en margir heilbrigðisstarfsmenn og
aðrar fagstéttir sem koma að um-
ferðarslysum slógust í lið með þeim.
Þar að auki tók fjöldinn allur af fólki
á öllum aldri þátt í göngunni.
Gangan fór fram í blíðskaparveðri
og fólk var glatt í bragði þrátt fyrir
tilefni göngunnar. En þegar blöðr-
um var sleppt við spítalann í Foss-
vogi til þess að minnast fórnarlamba
umferðarslysa setti marga hljóða
enda táknaði hver blaðra eina
manneskju sem slasaðist alvarlega
eða lést í umferðinni á síðasta ári.
Saman getum við allt
Soffía Eiríksdóttir ávarpaði
göngufólk á þyrlupallinum í Foss-
vogi, en hún skipulagði gönguna
ásamt stallsystrum sínum, Bríeti
Birgisdóttur og Önnu Arnarsdóttur.
?Við erum hrærðar yfir því hve
margir tóku þátt, gangan verður ár-
viss viðburður héðan í frá. Saman
getum við allt,? sagði Soffía við góð-
ar undirtektir viðstaddra.
Anna Arnarsdóttir var einnig
ánægð með þátttökuna. ?Fyrst vor-
um við bara að hugsa um að manna
blöðrurnar, sem voru 184,? sagði
hún í samtali við Morgunblaðið.
Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra var staddur erlend-
is en sendi göngufólki góðar kveðj-
ur. ?En þetta er ekki átak í einn
dag, þetta er eilífðarverkefni.? |
Miðopna
Hrærðar yfir því 
hve margir tóku þátt
Morgunblaðið/Sverrir
Gengið í góðu veðri Veðrið skartaði sínu fegursta fyrir göngufólk í gær en tilefnið var hins vegar graf-
alvarlegt, alltof margir hafa farist eða slasast alvarlega í umferðinni á undanförnum misserum.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
EINAR K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra segir að ríkisvaldið
verði að bregðast við samdrætti í
veiðum á þorski með því að aðstoða
þær sjávarbyggðir sem háðastar eru
þorskveiðum. Hagfræðistofnun Há-
skóla Íslands telur áhrif niðurskurð-
ar á aflaheimildum verða mest á
Vestfjörðum en jafnframt séu mögu-
leikar til að bregðast við þar hvað
minnstir. Það megi t.d. gera með að-
stoð við fyrirtæki og byggðir, tíma-
bundinni lækkun veiðigjalds og op-
inberum framkvæmdum. 
Rannsókn Hagfræðistofnunar
miðaði að því að skoða þjóðhagsleg
áhrif aflareglu en stofnunin setti
ekki fram beinar tillögur um há-
marksafla þorsks. Bendir hún engu
að síður á afleiðingar ýmissa leiða.
Stofnunin telur þó að byggja þurfi
upp viðmiðunarstofn þorsks í 900
þúsund tonn til að hann skili afla yfir
300 þúsund tonnum á ári. Því mark-
miði sé hægt að ná með því að
minnka aflann verulega tímabundið,
líkt og Hafrannsóknastofnun leggur
til, eða jafnvel enn meira. 
Ragnar Árnason, stjórnarformað-
ur Hagfræðistofnunar, segir að væri
markmið veiðanna eitt að hámarka
hagnað og arð af fiskveiðum ætti að
leggja veiðar af þar til viðmiðunar-
stofninn hefði náð ákveðinni stærð.
Það sé þó ekki raunhæft. ?Ef við
fylgjum tillögu Hafrannsóknastofn-
unar og veiðum 130 þúsund tonn á
næsta ári, þá er það nokkuð örugg
leið. Líkurnar á hruni stofnsins eru
mjög litlar. Það þýðir samdrátt í
landsframleiðslu upp á 0,5-1% á því
ári. Það þýðir hins vegar það að við
þurfum að bíða nokkuð lengur eftir
góðum þorskafla en ef við gengjum
lengra,? segir Ragnar. | 13
Leið Hafró örugg

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44