Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 27 MINNINGAR ✝ Lilja Anna Kar-ólína Schopka fæddist í Reykjavík 29. apríl 1930. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 21. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Júlíusar Schopka stórkaupmanns og aðalræðismanns og Lilju Sveinbjörns- dóttur Schopka. Lilja var elst fimm systkina, hin eru; Sverrir Gústav Wal- ter Schopka efnafræðingur, f. 1938, kvæntur Margret Schopka myndlistarkonu, búsett í Þýska- landi, Ragnhildur María sjúkra- liði, f. 1939, gift William Cate, lát- inn, búsett í Bandaríkjunum, Sveinbjörn Ottó Jóhann Schopka kaupa- og sölustjóri, f. 1972. 2) Júlíus pípulagningameistari, f. 1954, kvæntur Örnu Skúladóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1956, börn þeirra eru; a) Kristrún Lilja tölv- unarfræðingur, f. 1980, gift Ey- þóri Einarssyni sjávarútvegsfræð- ingi, f. 1974, sonur þeirra er Sigurjón Tryggvi, f. 2007, b) Berg- lind læknanemi, f. 1982, gift Borg- þóri Þorgeirssyni bakara, f. 1982, dóttir þeirra er Lovísa Lilja, f. 2007, og c) Stefán menntaskóla- nemi, f. 1988. 3) Halla tölvunar- fræðingur, f. 1957, sambýlismaður Már Svavarsson viðskiptafræð- ingur, f. 1953, börn þeirra eru Elín Valgerður hljóðmaður, f. 1981, Einar Valur margmiðlunarfræð- ingur, f. 1984, og Elmar Víðir stúdent, f. 1987. Lilja ólst upp í Skerjafirðinum. Hún lauk stúdentsprófi árið 1984 frá öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og vann skrifstofu- og gjaldkerastörf þegar heilsan leyfði. Útför Lilju verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík og hefst at- höfnin klukkan 13. viðskiptafræðingur, f. 1941, kvæntur Sig- ríði Hönnu Sigur- björnsdóttur auglýsingastjóra og Sigfús Alexander Schopka fiskifræð- ingur, f. 1943, kvæntur Helgu Skúladóttur, BA, kennara. Lilja giftist Einari Þorsteinssyni bif- reiðastjóra árið 1951. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Elín næringarrekstrarfræðingur, f. 1952, sambýlismaður Sigurður Steinbjörnsson öryggisvörður, f. 1937, börn þeirra eru Steinbjörn Atli verkamaður, f. 1976, og Anna Lilja lögfræðingur, f. 1981, unn- usti Óttarr Hlíðar Jónsson inn- Í dag kveðjum við elsku ömmu okkar í hinsta sinn. Að því tilefni langar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum og minningarbrot- um. Er við lítum til baka og hugsum um æskuárin okkar er margt minn- isstætt um hana ömmu og má þar nefna heimsóknir í Asparfellið, tóp- asinn í rauðu töskunni, heimalagaða íspinna, vini okkar Ljónsa og Íkorna, vídeókvöld og margt fleira. Amma var einstök kona og ekki þessi hefð- bundna amma sem bauð upp á kaffi og með því er við komum í heimsókn. Hún var um margt sérstök en það var líka það sem manni þótti einna vænst um í fari hennar. Hún var sér- vitur, örlát og ákveðin. Hún ráðlagði ekki heldur gaf sér ávallt tíma til að hlusta þegar eitthvað bjátaði á og til hennar var ávallt hægt að leita. Amma var líka einstaklega vel gefin og vissi allt milli himins og jarðar. Í samtölum við hana fannst okkur við stundum vera að tala við heimshor- naflakkara sem talaði hin ýmsu tungumál þó hún hefði aldrei komið til útlanda. Ef okkur vantaði upplýs- ingar, hvort sem var vegna heima- lærdóms, stjórnmála, tungumála eða annars, þá sóttum við oft í visku- brunn ömmu. Amma var líka ótrú- lega tæknilega sinnuð og fljót að til- einka sér nýjungar svo sem farsíma, fartölvu, DVD-spilara og iPod. Það er skrýtið til þess að hugsa að aldrei aftur muni síminn hringja og amma vera á línunni að spyrja hvað sé að frétta. Það huggar okkur í sorg- inni að við vissum að amma var tilbú- in til að kveðja þetta líf enda hafði hún verið veik lengi. Þrátt fyrir veik- indi hennar var hún þó alltaf skýr í kollinum og með allt á hreinu og oft mundi hún hluti betur en við unga fólkið. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, þakka þér fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir okkur alla tíð. Guð blessi minningu þína. Steinbjörn Atli og Anna Lilja. „Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng.“ Látin er Lilja mágkona mín. Hún var elsta systkini eiginmanns míns og fyrsti meðlimur tengdafjölskyldu minnar, sem ég kynntist. Ég sé enn fyrir mér, þegar við hittumst í fyrsta sinn. Lilja stór og myndarleg með dökkt, fallegt hár og var svo kát og glaðleg þegar bróð- ir hennar kynnti okkur. Það er orðið langt síðan, en samt svo stutt. Lilja ólst upp við mikið ástríki og öryggi hjá sínum góðu foreldrum. Æskuheimilið var að Skeljanesi (Shellvegi) 6, þar sem nú er hús Fé- lags einstæðra foreldra. Að loknu hefðbundnu skyldunámi tók Lilja landspróf og var einn vetur í MR en fór svo til starfa hjá Landsímanum. Jafnframt skólagöngunni lærði hún á píanó. Á sínum yngri árum dvaldi Lilja á Klaustri á sumrin hjá vinkonu sinni Auði Helgadóttur og minntist Lilja oft með gleði á sumrin góðu á Klaustri og það merka fólk sem bjó þar. Lilja kynntist frænda Auðar, Einari Þorsteinssyni, og gekk í hjónaband með honum. Þau hófu bú- skap í húsi foreldra Lilju og eign- uðust saman þrjú mannvænleg börn. Eftir að leiðir skildu bjó Lilja áfram með börnum sínum í skjóli foreldra sinna. Starfsvettvangur hennar var aðallega skrifstofustörf. Seinna meir á ævigöngunni keypti hún sér íbúð í Breiðholtinu. Hún settist aftur á skólabekk í MH með yngri dóttur sinni og lauk þaðan stúdentsprófi. Þótt lífið hafi verið henni mót- drægt seinni hluta ævinnar vegna erfiðra veikinda yljaði hún sér við góðar minningar frá æskuárunum og gat hún glaðst yfir svo mörgu. Börn- in hennar hafa öll aflað sér starfs- menntunar og eignaðist Lilja góð tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn. Fjölskyldan stóð með henni í blíðu og stríðu og kunni Lilja svo sannarlega að meta það. Lilju hlotnaðist margt gott í vöggugjöf, hún var stálminnug og léku hannyrð- ir í höndunum á henni. Lilja var tón- listarunnandi, átti flygil og bjó yfir víðfeðmri þekkingu á tónlistarsvið- inu. Eins fylgdist hún vel með í bók- menntaheiminum, var víðlesin og lánaði mér oft nýútkomnar bækur. Lilja var jákvæð gagnvart fólki og tók hverjum nýjum fjölskyldumeðlim fagnandi. Það sem ég dáðist mjög að í fari hennar var hve hún var óaf- skiptasöm. Hún var ekki að troða góðum ráðum upp á fólk. Hún vissi sem var, að best er að fólk ráði ráðum sínum sjálft. Lilja eignaðist góðar vinkonur sem héldu hópinn í saumaklúbbi um ára- tugaskeið, enda var Lilja afar vinföst og trygglynd. Mér var hún kær mág- kona. Ég fann hlýjuna í minn garð streyma frá henni og er þakklát fyrir allan velviljann sem hún sýndi mér og mínu fólki. Síðustu æviárin dvald- ist Lilja á hjúkrunarheimilinu Sól- túni og naut góðrar umönnunar starfsfólksins þar. Eru því færðar þakkir frá okkur aðstandendum Lilju. Helga Skúladóttir. Á lífsins morgni rauðust rósin skín og raddir vorsins kalla þig til sín. Og meðan sólin gyllir sæ og grund hver geisli hlýtt þig vermi alla stund. (Þ.H.) Komið er að kveðjustund minnar góðu æskuvinkonu Lilju. Ég vil byrja þessi fáu minningar- brot með vísunni sem ort var til hennar á fermingardaginn 6. maí 1944. Okkar vinskapur hefur nú staðið í yfir 7 áratugi og aldrei hefur fallið skuggi á þann vinskap, hann hefur verið traustur og heill. Minningar um okkar bernsku og unglingsár þegar við vorum að heimsækja hvor aðra á Shellveginn og Fálkagötuna, að fara á skauta niður á tjörn, í skíðaferðir á Kolviðarhól, með vinum okkar austur í Stíflisdal og Laugardal og ótal aðr- ar ferðir, sem ég mun alla tíð geyma og orna mér við. Lilja las mikið fag- urbókmenntir, heimspeki, listasögu og margt fleira. Þá lék hún mjög vel á píanó og átti lengi góð hljóðfæri. Síð- ar naut hún þess að hlusta á góða tónlist af þeim fjölmörgu diskum sem hún átti. Það var gaman að ræða við hana, hún hafði allt til þess síðasta af- burðagott minni á allt sem hún hafði lesið og kynnt sér. Þegar við vorum báðar giftar og börnin komin þá kom það af sjálfu sér að við hittumst sjaldnar, en við höfðum ávallt samband í síma, dag- lega lengi vel. Síðustu árin hafa ekki öll verið eins og við hefðum óskað, sumir dagar hafa verið góðir en aðrir verri. Ég kveð þig mín góða og trygga vinkona og bið þann sem öllu ræður að taka þig í faðm sinn og vera börnum þínum og fjölskyldum þeirra styrkur á kveðjustund. Sofðu ljúfa, sól til viðar hnígur, svefn og draumar friða hjartans þrá. Meðan húmið hljótt á jörðu sígur hvítur engill loki þinni brá. (Þ.H.) Þín vinkona Erla. Lilja Anna Karólína Schopka ✝ Stella Guð-mundsdóttir fæddist í Ísafjarð- arsýslu 27. maí 1930. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Pálmason, vitavörður á Straumnesvita og bóndi, f. í Rekavík 28. janúar 1878, og kona hans Bjarney Andrésdóttir, f. 3. nóvember 1890. Alsystkini Stellu eru Ingibjörg Ketilríður, f. 17. júní 1928, Guðný María Sigríður, f. 18. júní 1932, og Magnús Thor- berg, f. 23. september 1933. Hálf- systkini Stellu samfeðra voru 14 talsins og eru þau öll látin. Dóttir Stellu er Linda Karlsdóttir, f. 29. nóvember 1968. Synir hennar og fyrrverandi sambýlismanns henn- ar, Róberts Valtýs- sonar, f. 6. júní 1968, eru Haukur Ármann, f. 1. júlí 2001, og Matthías, f. 24. mars 2003. Stella ólst upp í Rekavík bak Látur. Hún veiktist ung af berklum og dvaldist á Vífilstöðum og síðar Reykjalundi. Hún var þjónn á Gullfossi um árabil en hætti þar 1968. Þá vann hún hjá SÍBS og síðan á skrifstofu Múla- lundar á meðan starfsævin entist. Hún bjó lengst af í Gnoðarvogi 34 en flutti 2001 í Markholt í Mos- fellsbæ til dóttur sinnar. Þaðan fluttu þær síðan 2004 í Dísaborgir 2. Stella verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma mín og amma okk- ar. Það er dýrmæt minning fyrir tvo litla snáða að hafa átt ömmu eins og þig. Það eru ekki allir svo heppnir í dag að eiga ömmu inni á heimilinu sem er alltaf tilbúin að gefa allan sinn tíma til að svara skrítnum spurningum frá litlum drengjum sem vilja vita allt mögulegt. Ömmu sem gaf sér alltaf tíma til að setjast niður og púsla, nennti alltaf að skoða með manni bækur og var tilbúin til að leyfa manni að sulla í eldhúsvask- inum ef maður vildi. Amma var líka aldrei að flýta sér og rak aldrei á eft- ir manni. Það var alltaf hlýtt og nota- legt að fá að kúra í ömmu bóli og horfa þar á barnaefnið, einhvern veginn miklu þægilegra heldur en að sitja í sófanum frammi. Nú standa tveir litlir ljóshærðir snáðar við gluggann sinn og horfa upp. Þeir eru að kíkja eftir henni ömmu sinni því nú er hún orðinn engill. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt, elsku mamma mín, fyrir alla þína hjálp, allt þitt traust og endalausa þolinmæði og ást. Takk fyrir að vera svona góð og falleg manneskja og að elska litlu ömmu- strákana þína svona mikið. Góða nótt elsku mamma mín og Guð geymi þig. Linda, Haukur Ármann og Matthías. Ég kveð í dag með söknuði ömmu- systur mína, Stellu Guðmundsdótt- ur. Straumur minninga streymdi fram í hugann er ég fékk fréttir af andláti Stellu. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst því gildismati og við- horfum sem Stella hafði og mun alla ævi búa að þeim kynnum. Stella var einstakur persónuleiki. Æðruleysi, þolinmæði og kímni eru þau lýsing- arorð sem koma efst í hugann þegar ég hugsa um Stellu frænku. Sérlega góðar æskuminningar eru tengdar henni en ég og Linda, dóttir hennar, vorum jafnaldra og bestu vinkonur og var því mikill samgangur okkar á milli. Fékk ég oft að gista í Gnoð- arvoginum hjá Stellu og Lindu og var gaman að vera þar, því þar var alltaf verið að bralla eitthvað öðru- vísi en heima og að sjálfsögðu meira spennandi. Hún var óþreytandi við að vera með okkur krökkunum að finna upp einhverja leiki. Ég man til dæmis eftir því þegar við Linda fengum að ganga í fataskápinn henn- ar Stellu og klæddum okkur upp eins og fínar frúr í háhæluðum skóm og með hatta, og fengum meira að segja líka varalit og augnskugga. Síðan áttum við að semja leikrit og leika það fyrir hana. Svona örvaði hún mann til að vera skapandi á skemmtilegan hátt. Það var heldur aldrei neitt stress í kringum Stellu. Hún var gífurlega þolinmóð sem kom í ljós meðal annars þegar hún kenndi mér að synda og líka að standa á skíðum. Hún var nokkuð lunkin á skíðum og smitaði skíða- áhugi hennar og Lindu út frá sér, til mín. Þá dreif hún bara í því að kenna mér á skíði þannig að ég gat rennt mér niður brekkurnar skammlaust með þeim. Ég veit að pabbi heitinn hefði skrifað mörg falleg orð um Stellu móðursystur sína. Alltaf var sérstakt samband þeirra á milli og voru for- eldrar mínir duglegir að halda því sambandi. Pabbi talaði oft um hversu veraldarvön Stella hefði ver- ið, hún var að vinna í siglingum og var því vel talandi á ensku og kom hún stundum með eitthvað frá út- löndum sem ekki var fáanlegt hér á sínum tíma. Hún var til dæmis sú eina sem átti myndavél þegar pabbi var strákur og var hann agndofa yfir þessum undrakassa. Einnig var hún alltaf viljug að gera greiða og skrif- aði pabbi til hennar frá Eyrardal, þar sem hann fór nokkuð hratt yfir fréttir af fæðingum og heilsufari í fyrri hluta bréfanna en útlistaði á hinn bóginn vandlega hversu sárlega vantaði eitt búnt af úrsögunarblöð- um númer 5 og eitt búnt af blöðum númer 8 eða hvað það nú var. Síðan var Stella beðin um að athuga hvort þessar vörur væru til í bænum og helst að senda vestur á morgun. Allt- af brást Stella vel við þess háttar beiðnum og vildi allt fyrir hann gera. Stella bjó síðustu árin hjá Lindu, dóttur sinni, og veit ég að barna- börnin, Haukur og Matti, voru sól- argeislar í lífi hennar og gáfu henni mikið. Linda og Stella hafa alltaf verið nánar og hefur Linda, með ein- stakri eljusemi, stutt og eflt móður sína í erfiðum veikindum hennar. Elsku Linda, Haukur og Matti, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi minningin um yndislega konu styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Inga Dóra Hrólfsdóttir. Stella Guðmundsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SALÓME GUÐMUNDSDÓTTIR, Grandavegi 47, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni föstudagsins 27. júlí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 3. ágúst kl. 11 árdegis. Þorsteinn Magnússon, Halla Bachmann Ólafsdóttir, Salóme Magnúsdóttir McInnis, Melvin McInnis, Guðmundur Magnússon, Vaka Hrund Hjaltalín, Gunnar Magnússon Salómeson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.