Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 317. tölublaš 
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 316. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
ÞRÁBIÐUR UM SÓL 
JAPSY JACOB ÁTTI SÉR DRAUM UM LAND
SEM VARLA VAR RAUNVERULEGT >> 20
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
UNGLINGSÁRIN eru mörgum
erfiður tími enda vita unglingar oft
ekki í hvorn fótinn þeir eiga að
stíga, hvort
þeir eiga að
haga sér eins
og börn eða
fullorðnir.
Það er því
ekki nema
eðlilegt að
lögin og
dómskerfið
taki tillit til
þessarar tví-
bentu stöðu
og það má
segja að ung-
lingar í af-
brotum séu bæði meðhöndlaðir
sem börn og sem fullorðnir ein-
staklingar. 
Það vakti athygli um helgina að
ungmenni komu við sögu í tveimur
nokkuð alvarlegum glæpamálum,
annars vegar ráni í kjörbúð í
Reykjavík og hins vegar innbroti,
skemmdarverkum og þjófnaði á
byssum og skotfærum í Húsafelli.
Ungmennin eru öll sakhæf, enda
eldri en 15 ára, og því eiga þau
flest yfir höfði sér ákæru og dóm í
málunum. 
Það var sérstaklega óvenjulegt
við ránið í Hlíðunum að það var
framið af fjórum sextán ára piltum
sem höfðu hreina sakaskrá. Þeir
hafa nú játað aðild sína að málinu. 
Hvort sem ránið var skipulagt
eða framið í stundaræði er ekki
víst að þeir hafi gert sér grein fyr-
ir hversu alvarlegt málið gat orðið.
Refsing við ránum er nefnilega
þung, að lágmarki sex mánaða
fangelsi. Þar sem piltarnir eru
yngri en 18 ára er dómstólum hins
vegar heimilt að færa refsinguna
niður úr lágmarkinu. 
Afplána á meðferðarheimilum
Í afbrotum þar sem ungmenni
eiga í hlut kemur einnig til sér-
stakra álita hjá dómstólum að skil-
orðsbinda refsinguna. Þegar um
minniháttar afbrot er að ræða er
einnig algengt að veittur sé
ákærufrestur, þ.e. frestað er að
gefa ákæru út og málið síðan fellt
niður ef viðkomandi unglingur
heldur sig réttum megin við lögin.
Einnig er nokkuð algengt að refs-
ingu sé frestað með sömu skil-
yrðum. Þá geta unglingar, þ.e. 18
ára og yngri, sem dæmdir eru í
fangelsi eða úrskurðaðir í gæslu-
varðhald, valið að sitja af sér á
meðferðarheimili, skv. samningi
Barnaverndarstofu og Fangelsis-
málastofnunar.
Eru bæði
börn og
fullorðnir
Lögin taka mildar 
á unglingum
Leikhúsin í landinuLeikhúsin í landinu
Það er gaman
í leikhúsi. >> 37
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
EKKI SÉR fyrir endann á krepp-
unni á fjármálamörkuðum í kjölfar
vandræða vegna áhættusamra hús-
næðislána vestur í Bandaríkjunum
og sífellt berast nýjar fréttir af af-
skriftum fyrirtækja vegna þessara
lána eða sjóðum þeim tengdum, nú
síðast um að stærsti banki heims,
Citigroup, þurfi hugsanlega að af-
skrifa allt að 900 milljörðum ís-
lenskra króna á næstu tveimur árs-
fjórðungum vegna taps á
áhættusömum húsnæðislánum. 
Fjármálafyrirtæki hafa orðið
einna verst úti og kreppan hefur
rækilega náð að teygja krumlur sín-
ar til Íslands enda vega fjármálafyr-
irtæki afar þungt á íslenskum hluta-
bréfamarkaði eða hátt í 90% í
úrvalsvísitölunni. Þá hafa fjármögn-
unarkjör íslensku bankanna versnað
afar mikið og svokallað skuldatrygg-
ingarálag, sem í grófum dráttum
endurspeglar vaxtakjör bankanna á
hverjum tíma, er nú í sögulegum
hæðum. 
Um 23% lækkun frá júlí
Í gær féll vísitalan um 3,65% sem
er næstmesta lækkun á einum degi
það sem af er árinu. Lækkunin frá
því um miðjan júlí, þegar úrvalsvísi-
talan stóð sem hæst, nemur nú um
23% og nú er svo komið að lang-
stærsti hluti hækkunar það sem af er
árinu er genginn til baka. 
Þannig er til að mynda gengi bréfa
bæði FL Group og Straums-Burðar-
áss komið niður fyrir það sem það
var í upphafi ársins og eins mætti
nefna að gengi bréfa SPRON, sem
skráð var á markað fyrir rétt tæpum
mánuði, hefur lækkað um nær 28%.
Þótt verulegar og í mörgum til-
vikum miklar lækkanir hafi orðið á
öllum helstu hlutabréfavísitölum
heimsins í gær var lækkunin þó
óvíða meiri en hér á landi og af nor-
rænu hlutabréfavísitölunum lækkaði
sú íslenska áberandi mest. Hún fór
niður fyrir sjö þúsund stig og hefur
ekki verið lægri frá því í lok janúar.
Hrap á hlutabréfamarkaði 
L52159 Hækkun úrvalsvísitölu OMX á Íslandi í ár er að langmestu leyti gengin til baka
L52159 Lækkun hlutabréfaverðs í gær er sú næstmesta það sem af er þessu ári
Í HNOTSKURN
»
Í gær hrapaði íslenska úr-
valsvísitalan um 3,65%
sem er næstmesta dagslækkun
ársins.
»
Mikil lækkun varð á hluta-
bréfamörkuðum víða um
heim í gær en íslenska úrvals-
vísitalan lækkaði þó áberandi
mikið og mest af norrænu vísi-
tölunum. 
L52159 Viðskipti | 13
ÞEGAR þokan ræður ríkjum verð-
ur allt umhverfið dularfullt. Við
Tjörnina í Reykjavík leitar fólk
gjarnan anda og leitast við að bæta
eigin anda og líðan. Húsin brosa við
umferðinni en sýnast pínulítið
draugaleg þar sem þau speglast í
spegilsléttri Tjörninni, fullviss um
að þrátt fyrir allt standist þau stolt
tímans tönn og verði á sínum stað
þegar næstu kynslóðir ganga þar
framhjá. 
Óðum styttist dagurinn og eftir
því sem dimmra verður lifnar
smám saman yfir borg og bý, hús
og stræti skrýðast marglitum ljós-
um sem létta lundarfarið í svartasta
skammdeginu. 
Kolsvört lauflaus trén virðast
leita einhvers eða eru þau ef til vill
farin að bíða jólaljósanna sem þau
vita að farin eru að loga víða? 
Morgunblaðið/RAX
Andríkt í
þokunni
við Tjörnina
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
MEIRIHLUTI fjárlaganefndar leggur til tæp-
lega fimm milljarða króna hækkun á frumvarpi
til fjáraukalaga fyrir árið 2007 en hann skilaði
áliti sínu í gær. Gerðar eru 53 breytingartillögur
við frumvarpið og að auki lagt til að framhalds-
skólar verði teknir til sérstakrar skoðunar sem
og heilbrigðisstofnanir, hjúkrunarheimili og
rekstrarkostnaður sýslumannsembætta. 
Miðað við tillögur meirihluta nefndarinnar
yrði mesta breytingin á því fjármagni sem heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu er ætlað
en lögð er til hækkun á fjárheimild ráðuneytisins
upp á tæpa þrjá milljarða króna, sem færu nán-
ast alfarið í að greiða niður rekstrarhalla heil-
brigðisstofnana. T.a.m. er lagt til að framlag til
Landspítala verði 1,8 milljörðum króna hærra en
áætlað er.
Fleiri taka fæðingarorlof
Meirihlutinn leggur til að fjárheimild félags-
málaráðuneytisins verði aukin um rúmar 700
milljónir og að meirihluti þeirra fari til Fæðing-
arorlofssjóðs, m.a. vegna þess að fleiri hafa farið
í fæðingarorlof en áætlað var. 
Dómsmálaráðuneytið fær tæpum 600 millj-
ónum króna meira en lagt er til í fjáraukalaga-
frumvarpinu ef tillögur meirihlutans verða sam-
þykktar en þar vegur þyngst viðhald skipa og
flugfarkosta.
Undir nefndarálitið skrifa nefndarmenn Sam-
fylkingar og Sjálfstæðisflokks auk Bjarna Harð-
arsonar, þingmanns Framsóknarflokksins, sem
þó gerir fyrirvara við tillöguna.
Leggja til fimm milljarða króna
hækkun fjáraukalaga þessa árs
Landspítalinn fær 1,8 milljarða aukafjárveitingu til að mæta rekstrarhalla

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44