Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						?KJARNI málsins er að framtíðar-
tónlistin er afnám verðtryggingar
og stöðugt efnahagslíf þar sem
verðbólgan er við eða undir viðmið-
unum Seðlabankans,? segir Björg-
vin G. Sigurðsson viðskiptaráð-
herra. Þar með tekur hann undir
orð Hreiðars Más Sigurðssonar,
forstjóra Kaupþings, sem fram
komu í viðtali við hann í Morgun-
blaðinu síðastliðinn laugardag, um
að rétt sé að í framtíðinni skuli
stefna að afnámi verðtryggingar. 
Hann segir að engin einföld leið
sé til að ná því
markmiði. Al-
gjört jafnvægi í
íslensku hag-
stjórninni eða
upptaka evru
þurfi að koma
til. Eins og stað-
an sé núna sé
veruleikinn ís-
lenska krónan
og þó að hans
skoðun sé sú að Íslendingar eigi að
hefja samningaviðræður og sækja
um aðild að Evrópusambandinu sé
það ekki á stefnuskrá ríkisstjórn-
arinnar. ?Á meðan málum er þannig
háttað verðum við að gera okkar
besta innan þess veruleika sem við
lifum í, sem er íslenska krónan.?
Björgvin telur inngöngu í ESB ein-
földustu leiðina til að afnema verð-
trygginguna. Einhliða upptaka
evru sé ekki raunhæfur möguleiki. 
Hann bendir á að almenningur
taki lán í erlendri mynt í æ ríkari
mæli, ástæðan sé að erlend lán eru
óverðtryggð og á lágum vöxtum. | 2
Einfaldast að afnema verðtryggingu með inngöngu í ESB
?Framtíðartónlistin er
afnám verðtryggingar?
Björgvin G. 
Sigurðsson
Leikhúsin í landinuLeikhúsin í landinu
Örfá sæti laus
>> 33
STOFNAÐ 1913 330. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
ÓLYMPÍUDRAUMUR
RAGNA INGÓLFSDÓTTIR HEFUR FARIÐ
ÓTROÐNAR SLÓÐIR TIL AFREKA >> ÍÞRÓTTIR 
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
NÚ ÞEGAR Kárahnjúkavirkjun og álver
Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hafa verið
gangsett verða ýmsar breytingar í sveitar-
félögunum sem hýsa virkjunina og álverið.
Yfir 1.800 starfsmenn voru við byggingu
virkjunarinnar þegar mest lét, en nú vinna
þar 520 menn, þar af hátt í 70 Íslendingar.
Gert er ráð fyrir að fasteignagjöld
Fljótsdalshrepps af stöðvarhúsi virkjunar-
innar og öðrum mannvirkjun muni nema 30
til 40 milljónum árlega frá næsta ári.
Útsvarstekjur hreppsins í fyrra voru um
200 milljónir króna, verða í ár nokkru
minni og um 120 milljónir næsta ár. Ljóst
er að hreppurinn hefur nú fjárhagslegt
svigrúm til ýmissa framkvæmda og m.a. er
verið að kanna notkun á kælivatni af vélum
stöðvarhússins í hitaveitu fyrir íbúa og til
iðnaðaruppbyggingar í Fljótsdal.
Útsvarstekjur á Fljótsdalshéraði verða í
ár um 1,5 milljarðar króna og gert er ráð
fyrir 1,2 milljörðum á næsta ári. Þar, eins
og í Fljótsdalshreppi, er meginástæða
lækkunar fækkun íbúa í vinnubúðum, en á
Héraði eru það vinnubúðirnar við Kára-
hnjúka sem skipta sveitarfélagið máli.
Álverið atvinnulegt akkeri
Nú eru 400 manns á vegum Bechtel á
Reyðarfirði vegna lokahnykks við álverið.
Þeir fara fyrir jól. Starfsmenn álversins
eru 370 talsins og fjölmargir verktakar
vinna fyrir Alcoa Fjarðaál. Skotið hefur
verið á að 800 störf alls verði til á Austur-
landi vegna álversins. Útsvarstekjur
Fjarðabyggðar í ár voru rúmlega 2,5 millj-
arðar króna, en fara undir 2 milljarða á
næsta ári gangi fjárhagsáætlun eftir. Ár-
legar skatttekjur sveitarfélagsins af ál-
verinu munu nema á annað hundrað millj-
ónum króna. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar,
Helga Jónsdóttir, segir álverið akkeri sem
veiti stöðugleika í atvinnulífinu og mögu-
leika á áframhaldandi vexti í íbúafjölda, at-
vinnuuppbyggingu og lífsgæðum fólks í
sveitarfélaginu.
Eftir 
álver og
virkjun
Auknar tekjur 
og íbúafjölgun
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Virkjun Gangsetning Kárahnjúkavirkj-
unar í Fljótsdalsstöð markaði tímamót.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
?ÍBÚAR hér í bænum eru slegnir
yfir þessum atburði og sýna sam-
hug sinn í verki,? segir séra Sigfús
Baldvin Ingvason, prestur í Kefla-
víkurkirkju. Margir lögðu leið sína
að slysstað við Vesturgötu í
Reykjanesbæ með útikerti og
blóm til minningar um litla dreng-
inn sem lést eftir að keyrt var á
hann þar sl. föstudag. Kyrrðar- og
bænastund var haldin í Keflavík-
urkirkju sl. laugardag og önnur
bænastund verður í kirkjunni í
dag kl. 18.
Karlmaður á fertugsaldri var í
Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í
gær úrskurðaður í gæsluvarðhald
til fimmtudags á grundvelli rann-
sóknarhagsmuna. Maðurinn var
handtekinn í Reykjanesbæ síðdeg-
is á laugardag, en hann er grun-
aður um að vera valdur að bana-
slysinu. Ekið var á drenginn á
mótum Vesturgötu og Birkiteigs
og flúði ökumaður af vettvangi.
Drengurinn lést á gjörgæsludeild
Landspítalans á laugardag.
Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í
kjölfar slyssins eftir bláum skutbíl
sem sást yfirgefa vettvanginn og
barst að sögn Gunnars Schram,
yfirlögregluþjóns lögreglunnar á
Suðurnesjum, fjöldi ábendinga
sem enn er verið að vinna úr. Að
sögn Gunnars hóf lögreglan á
grundvelli ábendinganna skipu-
legt eftirlit með bílum í bænum
sem passað gætu við lýsingar á
árekstrarbílnum. Segir hann bíl-
inn hafa verið stöðvaðan í akstri
um bæinn síðdegis á laugardag og
manninn sem handtekinn var hafa
verið undir stýri. Aðspurður segist
Gunnar ekki geta tjáð sig um það
hvort grunur leiki á að maðurinn
hafi verið ölvaður þegar slysið
varð, en staðfestir að tekin hafi
verið bæði blóð- og þvagsýni úr
manninum við handtöku. Að sögn
Gunnars var maðurinn yfirheyrð-
ur á laugardag, en hann hefur
ekki játað að vera sá sem ók á
drenginn. Aðspurður segir Gunn-
ar skemmdir sjáanlegar á bílnum
og gætu ummerkin passað við
ákeyrsluna. Lögreglan á Suður-
nesjum óskaði eftir aðstoð frá
tæknideild lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu við að rannsaka
bílinn og stendur sú rannsókn enn
yfir. 
Víkurfréttir/Ellert Grétarsson
Samúð Margir lögðu leið sína að slysstað við Vesturgötu í Reykja-
nesbæ með útikerti og blóm til minningar um litla drenginn.
Bæjarbúar eru harmi 
slegnir yfir banaslysi 
L52159 Fjögurra ára drengur sem varð fyrir bíl á föstudag lést á Landspítalanum
L52159 Karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudags
DRENGURINN
sem ekið var á við
Vesturgötu í
Reykjanesbæ sl.
föstudag lést tæp-
um sólarhring
síðar á gjörgæslu-
deild Landspít-
alans í Fossvogi. Hann hét Kristinn
Veigar Sigurðsson og var til heim-
ilis að Birkiteig 17 í Keflavík.
Kristinn Veigar var fjögurra ára,
fæddur 30. september 2003.
TALSMAÐUR George W. Bush
Bandaríkjaforseta hvatti í gær-
kvöldi rússnesk yfirvöld til að
rannsaka ásakanir um að stuðn-
ingsmenn Vladímírs Pútíns Rúss-
landsforseta hefðu beitt svikum til
að tryggja flokki hans, Sameinuðu
Rússlandi, stórsigur í þingkosn-
ingum um helgina.
Kommúnistaflokkurinn, eini
stjórnarandstöðuflokkurinn sem
fékk þingsæti, kvaðst ætla að
krefjast þess að hæstiréttur Rúss-
lands ógilti kosningarnar.
Samkvæmt síðustu tölum í gær-
kvöldi fékk Sameinað Rússland
rúm 63% atkvæðanna og 306 sæti
af 450 í Dúmunni, neðri deild
þingsins. Kommúnistar fengu rúm
11% og 57 þingsæti. | 13
Rannsaki
meint svik
L52159 ?Við viljum ekki sjá annað
svona slys í götunni okkar? | 6
Kristinn Veigar 
Sigurðsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40