Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 333. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
VERÐUR SÓPRAN
?ÞAÐ SEM ER SKRIFAÐ FYRIR SÓPRAN ER
MIKLU MEIRI PRÍMADONNUTÓNLIST? >> 16 
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
SÍMNOTENDUR geta nú valið á
milli þriggja fyrirtækja sem bjóða
upp á farsíma af þriðju kynslóð, svo-
nefnda 3G-síma, og tilheyrandi þjón-
ustu; Nova, Símans og Vodafone. 
Síminn byrjaði 4. september sl. að
bjóða upp á 3G-símaþjónustu. Nova,
símafélag í eigu Novator, þ.e. Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar, hóf sína
3G-þjónustu 1. desember og Voda-
fone hóf að bjóða upp á 3G-þjónustu
um síðustu helgi. 
3G-tæknin býður upp á ýmsa
möguleika, m.a. myndsímtöl og að
skoða Netið í símanum. Einn af þeim
möguleikum sem líklegt er að verði
mikið notaðir er að tengja fartölvur
við Netið með því að nota sérstök 3G-
netkort en þannig er hægt að tengj-
ast Netinu hvar sem er ? svo lengi
sem viðkomandi er innan 3G-þjón-
ustusvæðis. Raunar var hægt, með
eldri tækni, að nota gsm-síma til að
tengjast Netinu en gagnaflutning-
arnir voru mun hægari. 
Þá, sem hyggjast nota 3G til að
tengja fartölvu við Netið, er rétt að
minna á að það er töluvert dýrara en
með hefðbundinni ADSL-tengingu.
Sem dæmi má nefna að mánaðargjald
fyrir 3G-netkort hjá Símanum með 1
GB inniföldu er 4.990 krónur. Fyrir
sama fé má kaupa áskrift að ADSL-
tengingu hjá Símanum með 6 GB
inniföldum. Hjá Vodafone kostar 3G-
netkort með 1 GB 4.980 krónur en
ADSL-tenging með ótakmörkuðu
niðurhali kostar 5.460 krónur. Nova
býður m.a. upp á 3G-netkort með 500
MB á 2.990 krónur. Hjá öllum fyr-
irtækjunum er hægt að velja á milli
mismunandi gagnamagns. 
Hægt er að að fylgjast með hversu
miklu hefur verið hlaðið niður með
3G-netkortinu og þannig geta við-
skiptavinir haldið utan um pyngjuna.
Þrjú byrj-
uð með 3G
MARKAÐSVERÐMÆTI Exista
minnkaði um 4,7% í gær og nemur
verðlækkun félagsins í vikunni nú
11,2% eða 33 milljörðum króna. 
Verð hlutabréfa í félaginu hefur
hríðfallið síðan það náði hápunkti
sínum um mitt sumar. Lækkunin
nemur nú 43% á fimm mánuðum
sem þýðir að nærri 200 milljarðar
króna hafa þar farið forgörðum. 
Einn hlutur í Exista kostaði fyrir
réttu ári 22 krónur. Snörp verð-
hækkun varð á fyrri hluta ársins í
ár sem skilaði sér í nærri tvöföldun,
eða 40,25 krónum. Hluturinn kost-
ar nú 22,95 krónur og nálgast
skráningarverð félagsins á hluta-
bréfamarkað í fyrrahaust.
Raunar hafa öll þau félög sem
skipa úrvalsvísitölu kauphallarinn-
ar lækkað í verði í vikunni, utan
Össur sem stendur í stað. Markaðs-
verðmæti þessara félaga hefur
hrunið um 176 milljarða króna.
Þá hefur sú mikla hækkun sem
varð á verði hlutabréfa í úrvalsvísi-
tölunni á árinu nánast þurrkast út.
Þegar mest lét, í sumar, hafði gengi
úrvalsvísitölunnar hækkað um
rúmlega 40% frá áramótum. Nú
nemur hækkunin frá áramótum
1,6% þegar tekið er mið af þeim fé-
lögum sem nú skipa vísitöluna.
Úrvalsvísitalan samanstendur nú
af tólf fyrirtækjum og hafa verð-
breytingar á hverju og einu þeirra
verið afar mismunandi á árinu. Sex
þeirra hafa hækkað í verði frá ára-
mótum, fimm hafa lækkað og Ice-
landair stendur nú í sama verði og í
upphafi árs. 
Órói tengdur óvissu um FL
Nokkur órói einkenndi hluta-
bréfamarkaðinn í kringum upp-
stokkun hjá FL Group. 
Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs,
segir óróleikann á mörkuðum valda
mönnum áhyggjum. Hann segir
þróun mála hjá FL Group hafa
áhrif á allan markaðinn. 
Viðar Már Matthíasson, formað-
ur yfirtökunefndar, segir nefndina
fylgjast náið með þeim breytingum
sem séu að verða á hluthafahópi FL
Group með tilliti til þess hvort yf-
irtökuskylda sé að myndast. Hann
segir að samstarf Baugs við aðra
hluthafa verði meðal annars skoð-
að. Annars vegar samstarfið við
Materia Invest og hins vegar við
Gnúp.
Hluthafafundur verður haldinn í
FL Group hinn 14. desember og þá
verður lögð fram skýrsla um mat á
þeim fasteignum sem Baugur lagði
inn í FL Group. Morgunblaðið ósk-
aði eftir að fá að sjá skýrsluna, en
því var hafnað. Lífeyrissjóðir eru
meðal eigenda hlutafjár í FL Group
og hefur markaðsvirði hlutafjár-
eignar þeirra í félaginu lækkað um
tæpa þrjá milljarða á árinu. 
Verðmæti Exista féll um
33 milljarða í vikunni
              Í HNOTSKURN
»
Markaðsverðmæti Exista
hefur aukist um 2% frá ára-
mótum en verðmæti FL Group
hefur minnkað um 36%.
»
Verið að kanna hvort yf-
irtökuskylda hafi myndast í
FL Group.
»
Leita þarf aftur til ársins
2001 til að finna lækkun á ís-
lenskum hlutabréfamarkaði inn-
an ársins, að sögn Kaupþings.
L52159 Miðopna og Viðskipti
unina. Þá fannst dauð 72 senti-
metra löng nýhrygnd sjóbirtings-
hrygna. 
Starfsmenn áhaldahúss Hvera-
gerðisbæjar fóru með Varmá á
ALVARLEGAST við klórmeng-
unarslysið í Varmá er að það skyldi
verða þegar allur fiskur, bæði stað-
bundinn fiskur og sjógöngufiskur,
var í ánni, að mati Magnúsar Jó-
hannssonar, fiskifræðings og deild-
arstjóra Suðurlandsdeildar Veiði-
málastofnunar. Magnús var ásamt
Benóný Jónssyni, líffræðingi hjá
Veiðimálastofnun, við rannsóknir á
lífríki Varmár í gær. 
Magnús sagði að í Varmá væri
mest sjóbirtingur og staðbundinn
urriði en einnig bleikja, regnboga-
silungur, hornsíli, áll og lax. Við
Reykjafoss, nokkru ofan við lækinn
þar sem klórmengun frá sundlaug-
inni í Laugaskarði komst í ána á
föstudag, var talsvert líf. Sjá mátti
væna urriða stökkva í fossinum og
einnig fundust þar nokkur urr-
iðaseiði. 
Frá útrennslinu þar sem klórinn
fór í ána og niður undir fiskeld-
isstöðina á Öxnalæk, neðan við
Suðurlandsveginn, fundust aðeins
tvö lifandi urriðaseiði, dauð urr-
iðaseiði og eitthvað af lifandi ál
sem kann að hafa sloppið við meng-
þriðjudag og fundu talsvert af
dauðum fiskum, suma mjög væna.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
í Hveragerði, telur þetta vera
mesta mengunarslys sem orðið hef-
ur í Varmá og það sé mikið áfall.
Hveragerði státi af fullkomnustu
hreinsistöð frárennslis á landinu,
m.a. til að vernda lífríki árinnar.
Því sé sárt að verða fyrir þessu. | 6
Morgunblaðið/RAX
Alvarlegt
hve mik-
ill fiskur
var í ánni
Bæjarstjórinn telur þetta mesta mengunarslys sem orðið hefur í Varmá 
Leikhúsin í landinuLeikhúsin í landinu
Skelltu þér
í leikhús >> 41
www.glitnir.is
HVÍT
A HÚSIÐ/SÍA ? 07?2029

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48