Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 338.. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Hvað það
verður
veit nú
enginn,
vandi er
um slíkt
að spá
En Pósturinn
kemur því til 
skila í tæka
tíð fyrir jólin
www.postur.is
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA   07-1535
Leikhúsin í landinuLeikhúsin í landinu
Öll leikhúsin
á einum stað >> 45
GÓÐUR EN SÚR
LITRÍKUR SYKURINN VERÐUR AÐ MOLUM
SEM RENNA LJÚFT NIÐUR Í MAGA >> 22 
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
ÍSLENDINGAR nota sem kunnugt er
mest allra Norðurlandaþjóða af þunglynd-
islyfjum en toppsætinu gæti fyrr eða síðar
verið ógnað af Dönum ef marka má frétt
danska dagblaðsins Politiken. Þar kemur
fram að þó að Íslendingar tróni enn á
toppnum aukist notk-
un Dana mest milli ár-
anna 2000 og 2005.
Samkvæmt fréttinni,
sem byggð er á tölum
frá OECD, jókst notk-
un Dana úr 35 dag-
skömmtum á hverja
þúsund íbúa árið 2000 í
60 dagskammta árið
2005. Á sama tímabili
jókst notkun Íslend-
inga úr 66 dag-
skömmtum í 90. ?At-
vinnuleysi hefur aldrei verið minna, velferð
aldrei meiri, efnahagurinn aldrei betri og
samt sem áður glímir almenningur við
meiri geðræn vandamál en nokkru sinni
fyrr,? er haft eftir lækninum Ingu Marie
Lunde í Politiken.
Í íslenskri rannsókn eftir Tómas Helga-
son geðlækni o.fl., sem birt var í Lækna-
blaðinu árið 2004, segir hins vegar að aukin
notkun geðlyfja hér á landi skýrist aðeins
að litlu leyti af auknu algengi geðraskana,
ekki frekar en aukin sala lyfja almennt
skýrist af verra heilsufari þjóðarinnar. Lík-
legra er talið að læknar og leikir þekki bet-
ur möguleikana til að draga úr vanlíðan og
vanheilsu með betri lyfjum en áður hafa
þekkst. Algengi geðraskana virðist lítið
hafa breyst þrátt fyrir þær breytingar sem
orðið hafa á þjóðfélaginu, svo sem með
markaðsvæðingu, aukinni efnahagslegri
velmegun, auknum kröfum til efnahags-
legra gæða, og vaxandi misskiptingu
þeirra. Hins vegar kom fram í rannsókninni
að algengi þunglyndis- og/eða kvíðaein-
kenna, sem ef til vill eru ekki það mikil að
teljast til geðraskana, virðist hafa aukist
hjá konum, einkum á aldrinum 30-39 ára. 
Ný geðdeyfðarlyf, svokölluð SSRI-lyf,
hafa rutt sér til rúms undanfarinn áratug.
Þau hafa minni aukaverkanir en eldri lyf. 
?Erfitt er að segja hvort þessi lyf séu of-
notuð, en alla vega má segja að þau séu að
jafnaði ekki talin ávanabindandi, þótt ein-
staka sinnum telji læknar að erfitt sé að fá
fólk til að hætta notkun þeirra,? segir Matt-
hías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Ekki
skipti mestu máli hversu margir taki lyfin,
heldur að þau taki þeir sem þurfi á þeim að
halda, í réttu magni og í hæfilega langan
tíma. 
?Þunglyndi getur verið mjög óþægilegur
og alvarlegur sjúkdómur og hefur mikil
áhrif á alla í umhverfi sjúklingsins,? segir
Matthías. ?Þar geta þessi lyf komið að mjög
miklu gagni, sérstaklega þar sem um er að
ræða þunglyndi sem kemur án verulega
sýnilegrar ástæðu.?
Íslending-
ar enn á
toppnum
Notkun geðdeyfðarlyfja
eykst mest í Danmörku
HJÓN, sem eiga meira en tvö börn,
ættu að borga sérstakt kolefnisgjald
til að bæta fyrir mengunina, sem
barnið eða börnin umfram þau
fyrstu tvö koma til með að valda. Er
það tillaga ástralsks læknis og pró-
fessors.
Í grein eftir Barry Walters í ástr-
alska læknatímaritinu segir hann að
með hverju ?aukabarni? ættu for-
eldrarnir að greiða í eitt skipti um
270.000 ísl. kr. og síðan 50.000 kr. á
ári eftir það. Féð ætti að nota til að
planta út trjám sem bættu fyrir áætl-
aða mengun. Var grein Walters öðr-
um þræði svar eða gagnrýni á
?barnabónusinn?, sem áströlsk yf-
irvöld greiða með hverjum nýbura.
Í Ástralíu hafa ýmsir orðið til að
taka undir með Walters og segja
þeir að fólksfjölgunin verði að skipa
miklu stærri sess í umræðunni um
umhverfismál.
Aukabörnin
kolefnisjöfnuð
Reuters
Útblástur Einn kolefnisjafnaður?
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FLESTAR tillögurnar eru ýmist
gamlir kunningjar eða hlutir sem
hafa verið í umræðunni, ekkert
kom á óvart, sagði Vilhjálmur Eg-
ilsson, framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, um sameigin-
legar áherslur aðildarfélaga
Alþýðusambands Íslands í kom-
andi kjaraviðræðum sem kynntar
voru í gær.
Meðal þess sem lögð er áhersla
á er að stjórnvöld innleiði sam-
þykkt Alþjóðavinnumálastofnun-
arinnar (ILO) um að atvinnurek-
endum beri að rökstyðja
uppsagnir starfsfólks. Í því felist
að þegar atvinnurekandi segi
starfsmanni upp þurfi það að vera
gert skriflega um mánaðamót og
tilgreina þurfi ástæðuna. ?Það er
stórt prinsippmál að fá þetta inn í
kjarasamninga,? sagði Gylfi Arn-
björnsson, framkvæmdastjóri
ASÍ.
Dregur úr sveigjanleika
Vilhjálmur telur að ef sáttmál-
inn yrði fullgiltur hér á landi
myndi það draga úr sveigjanleika
á vinnumarkaði. ?Við erum hér
með mjög öflugan vinnumarkað,
sveigjanlegasta markaðinn í okk-
ar heimshluta. Allir þeir sem hafa
verið að skoða vinnumarkaðsmál
öfunda okkur af þessum sveigjan-
leika og við viljum halda í hann,?
sagði Vilhjálmur.
Að öðru leyti sagði Vilhjálmur
að hvert atriði yrði að skoða fyrir
sig og það yrði gert þegar viðræð-
ur hæfust. | 2
Gamlar tillögur
eða í umræðunni 
Framkvæmdastjóri SA segir ekkert nýtt í tillögum ASÍ 
Í HNOTSKURN
»
Sameiginlegar áherslur
aðildarfélaga ASÍ voru
kynntar í gær.
»
Vilhjálmur Egilsson segir
að öllum sé orðið ljóst að
viðræðum ljúki ekki fyrir jól.
Vilhjálmur 
Egilsson
Gylfi 
Arnbjörnsson
MIKIÐ hvassviðri gerði vestanlands í gærkvöldi og
í nótt og varð vindhraðinn yfir 60 metrar á sekúndu
í hviðum undir Hafnarfjalli á ellefta tímanum, sem
telja má aftakaveður. Björgunarsveitir voru kall-
aðar út um allt suðvestanvert landið frá Reykja-
nesbæ og upp í Borgarfjörð til að bjarga verðmæt-
um vegna foks. Ástandið var einna verst í
Borgarfirði og í Hafnarfirði. Þannig splundraðist
garðhýsi í Borgarnesi vegna hvassviðrisins, hjól-
hýsi fauk þar á bíl og á Hvanneyri fuku gámar á
bíla. Sömu sögu er að segja frá öðrum þéttbýlis-
stöðum vestanlands, þar sem gluggar brotnuðu víða
vegna hvassviðrisins, þakplötur fuku og annað laus-
legt. Um tíma var óttast að þak fyki af í heilu lagi í
Vallahverfinu í Hafnarfirði og fóru björgunar-
sveitir í að bjarga því. Ófært var fyrir Hafnarfjallið
og biðu flutningabifreiðar á suðurleið í Borgarnesi
eftir að veðrið lægði. Undir miðnættið hvessti einn-
ig í Vestmannannaeyjum og voru björgunarsveitir
þá kallaðar út vegna foks á þakplötum. 
60 metra hviður undir Hafnarfjalli
Morgunblaðið/Frikki
Foktjón í ofsaroki
Hvassviðri Björgunarsveitir í Hafnarfirði voru kallaðar út og unnu hörðum höndum að því að hefta fok í
bænum, en ástandið varð einna verst við norðurbakka hafnarinnar þar sem mikið er um nýbyggingar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52