Vikublaðið - 10.03.1997, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 10.03.1997, Blaðsíða 1
 Hugsjón að vera í Haukum bls.S Nýju fótin keisarans - lítill stuðningur við fötluð , — böm bls.3 Lánasj óður ísle Siðferðið ogpólitík- in bls.9 Atvinnuþref! -mikil óvissa um framhaldið Gífurleg spenna hljóp í við- ræður launafólks og atvinnu- rekenda eftir tillögur atvinnu- rekenda sem lagðar voru fram á fimmtudaginn. Á föstudag var ljóst að tilboðinu yrði fálega tekið. í gær voru fyrirhugaðar fyrstu vinnustöðvanir en þær eru hjá Rafiðnaðarsambandi ís- lands vegna rafvirkja hjá Reykjavíkurborg og hjá Fram- sókn og Dagsbrún vegna félags- manna hjá Mjólkursamsölu og EMMESS. í dag er fyrirhugað yfirvinnubann í loðnuverk- smiðjum hjá Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja. Þegar þetta er skrifað virðist ekkert geta kom- ið í veg fyrir að verkföll hefjist af fullum þunga. Ljóst er að allt önnur atburðarrás blasir við mönnum í þessari viku komi ekki til útspils ríkisstjómarinn- ar. Það er að heyra á talsmönnum launafólks að útspil VSI hafx verið það fjarri lagi að aldrei hafi verið hægt að fallast á það. Því segja menn að greinilegt sé að tilgangurinn hafi verið sá að spila upp á miðlunartillögu frá sáttasemjara. Einn viðmælenda blaðsins hjá VMSI sagðist sannfærður um það á föstudag að stefndi í óefni. Miðaði hann við orð Davíðs Oddssonar í kvöldfrétt- um Stöðvar 2 á fimmtudags- kvöld en þá sagði Davíð launa- fólk verða að nálgast tilboð VSÍ áður en ríkisstjómin komi að málinu. Ekki augljós spilling -segir Árni Þór Sigurðs- son borgarfulltrúi um meinta spillingu innan Reykj avíkurlistans „Gunnar Gissurarson gerði grein fyrir máli sínu á borgarstjómarfundi og mér virðist sem leikreglum haft verið fylgt í þessum málum,” segir Ami um mál Gunnars Gissurarsonar fulltrúa Reykjavíkurlistans í bygg- inganefnd. Helgarpósturinn sagði frá því fyrir helgi að um gríðarlega hagsmunaárekstra væri að ræða þar sem fyrirtæki Gunnars, Glugga- smiðjan, væri í viðskiptum við bygg- ingarfyrirtæki sem Gunnar hefði átt þátt í að útvega leyfi til framkvæmda í trássi við ákvæði um hávaðameng- un. „Auðvitað verður að fara eftir reglugerðum þó að menn séu ósáttir við þær en mér finnst langt seilst ef á að telja Gunnar vanhæfan vegna hagsmunaárekstra. Sem dæmi má nefna að það sitja tveir arkitektar í bygginganefnd og þeir þurfa oft að fjalla um mál keppinauta sinna. Það er víða pottur brotinn í kerfinu hvað varðar hagsmunaárekstra og mál Gunnars er alls ekki einstakt. Það er alls ekki augljóst að hann sé vanhæf- ur. Málið verður að skoðast í miklu víðara samhengi. Það er ekki sann- gjamt að taka þetta einstaka mál út og reyna að hengja Gunnar einan manna, það er ffekar að reyna að taka til í kerfinu almennt, “ segir Ámi Þór. Unglíðar Framsóknar hóla brottför úr flokknum Framsóknarmenn íhuga þingmannafrumvarp -þolinmæði okkar er á þrotum, segir Hjálmar Árnason Þingmenn Framsóknaifilokks- ins íhuga að beita fyrirspumum á menntamálaráðherra varðandi breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Sam- kvæmt heimildum Vikublaðsins ræða menn innan þingflokks Framsóknarflokksins að flytja þingmannafrumvarp til að skera sig niður úr snöranni. Málið er farið að reyna á þingflokk Fram- sóknarflokks og þykir hið pín- legasta fyrir ríkisstjómina en Bjöm Bjamason er sagður halda málinu aftur af ástæðum sem vart geta talist annað en persónu- legar; hann þoli einfaldlega ekki að lúffa í málinu. Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir mál- ið vera farið að reyna á þing- flokkinn. „Við höfum ekki talið hyggilegt að beita fyrirspumum eða flytja þingmannafmmvörp. Það væri til bölvunar í málinu. En menn em famir að ókyrrast enda ekki sjáanlegar efndir for- sætisráðherra á fyrirheitum sín- um í málinu. Þetta er farið að reyna á okkur innan þingflokks- ins og ráðherramir fá lítinn frið frá okkur. Sennilega er þetta ein- hver pólitík hjá Bimi Bjama- syni”, segir Guðni Ágústsson. Hann býst við að málið náist í gegn á næstu vikum. Mikill urgur er í forysmsveit ungra framsóknarmanna en sem kunnugt er fóm þeir mikinn á landsfundi Framsóknarflokksins sem haldinn var í lok síðasta árs. Stjómarmaður í Sambandi ungra framsóknarmanna segir Bjöm Bjamason halda málinu í gísl- ingu: „Það er óþolandi að þing- flokkurinn skuli leyfa mennta- málaráðherra að stöðva málið svona algerlega. Það getur bara verið ein ástæða fyrir þver- móðsku Bjöms Bjamasonar og hún er persónuleg; hann þolir ekki að lúffa. Þingmenn sem ég hef talað við hafa nefnt fyrir- spumir sem ákveðna leið til að þrýsta á hann”, segir stjómar- maður SUF. Munu ungir Fram- sóknarmenn sætta sig við að ekkert sé gert í málinu? „Nei, þetta mál er prófsteinn á áfram- haldandi stuðning margra okkar við Framsóknarflokkinn. Ef flokkurinn sættir sig við þessi auðmýkjandi málalok þá hefur hann opinberað sig sem huglaus- an flokk, rúinn öllum trúverðug- leika. Þá skoðar maður aðra kosti á vinstrivængnum,” segir ungliðinn argi. Hjálmar Ámason þingmaður Framsóknarflokksins var einn þeirra sem hvað heitast lofuðu umbótum í lánasjóðsmálinu. Er þingmannafrumvarp í vændum? „Það hefur ekkert verið ákveðið í því máli enn. Það er mikil ólga innan þingflokks okkar vegna málsins en við treystum á að samkomulag formanna stjómar- flokkanna haldi. Þolinmæði okkar er á þrotum og við bíðum ekki endalaust og við munum ekki sætta okkur við annað en sigur í málinu,” segir Hjálmar. Siðíerði sljórmmil

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.