Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 117. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is HÁSKÓLI HAFSINS HANN ER RUNNINN UPP Í BÆJARALANDI EN HEILLAÐUR AF VESTFIRSKRI NÁTTÚRU >> 17 Engisprettur >> 45 Öll leikhúsin á einum stað Leikhúsin í landinu H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8- 00 80 NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is UNNIÐ verður samkvæmt viðbragðsáætlun á Landspítala vegna uppsagna skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga sem taka gildi á morgun. Aðeins verður hægt að veita bráðaþjón- ustu, þar á meðal gera keisaraskurði og skurðaðgerðir vegna krabbameins. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir að kappkostað verði að halda úti eins góðri þjónustu og mögulegt er miðað við aðstæður. Viðbragðsáætlunin byggist á samstarfi við spítala í nágrenni Reykjavíkur; á Akranesi, Selfossi, í Reykjanesbæ og Hafnar- firði. Á meðan bráðatilvikum verður sinnt á Landspítala verður reynt að vísa öðrum verkefnum yfir á hina spítalana eins og mögulegt er. Þeim breytingum sem boðaðar voru á vinnuskipulagi hjúkr- unarfræðinganna segir Guðlaugur Þór að sé ætlað að tryggja lágmarkshvíldartíma samkvæmt Evróputilskipun, og í breyt- ingunum felist mjög lítill sparnaður fyrir Landspítala. Vel hafi gengið að innleiða sams konar breytingar við aðrar deildir. Vonast ráðherra til að deilan muni leysast og að þeir hjúkr- unarfræðingar sem sagt hafa upp komi aftur til starfa. Sinnir bara bráðatilvikum Ráðherra vonar að deilan leysist UPPSAGNIR 96 skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga á Landspítalanum taka gildi á miðnætti í kvöld. Matthildur Guð- mannsdóttir og Elín Ýrr Halldórsdóttir voru á vaktinni í gær- kvöldi en þær verða ekki á vaktinni á morgun, að öllu óbreyttu. Morgunblaðið/Frikki Síðustu verkin á deildinni UPPSAGNIR 96 skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga á Landspítalanum standa og taka gildi á miðnætti í kvöld. Þeir réðu ráðum sínum í gær og í yfirlýsingu kemur fram að þeir sjái sér ekki fært að verða við tilmælum stjórnenda spítalans um að draga uppsagnir sínar til baka því með því sé aðeins verið að fresta vandanum. Ekkert hafi komið fram sem bendi til samn- ingsvilja yfirmanna og lýst er yfir vantrausti á yfirstjórn Land- spítalans. Vigdís Árnadóttir skurðhjúkrunarfræðingur segir að hjúkr- unarfræðingar vildu gjarnan vinna á sínu sérsviði, en starfs- friður hefði ekki verið góður í mörg ár og ekki væri gaman að vinna á vinnustað þar sem stanslaust væri verið að rjúfa vinnu- friðinn. Mikil samstaða væri í hópnum og frestun Landspítalans á breytingum á vaktafyrirkomulaginu til haust væri aðeins til þess að rjúfa þessa samstöðu. Geislafræðingar funduðu í gærkvöldi. Þeir sögðust ætla að ræða við yfirmenn sína á Landspítalanum árla dags í dag og til- kynna í kjölfarið hvort þeir stæðu við uppsagnir sínar og gengju út á miðnætti eða drægju þær til baka. | 4 Hjúkrunarfræð- ingar fengið nóg HÓPUR kvenna, sem starfa hjá Flugfélagi Íslands, hefur fundið upp á nýstárlegri leið til að safna fé til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands og ætlar að selja varagljáa frá YSL undir slagorðinu „Á allra vörum“. Verður hægt að kaupa varagljá- ann í flugvélum Icelandair og í frí- hafnarverslun Flugfélags Íslands í Reykjavík. Hægt er að velja um tvo liti, bleikan eða glæran. Söfnunarátakinu var hleypt af stokkunum í gær, og á myndinni bera þær gljáa á varirnar fyrir gott málefni, Gróa Ásgeirsdóttir sem er einn af umsjónarmönnum söfnunar- innar, Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Varagljái fyrir gott málefni HEILBRIGÐISRÁÐHERRA kynnti í gær frumvarp fyrir ríkis- stjórn um stofnun nýrrar sjúkra- tryggingastofnunar. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar heilbrigðisráðherra er meg- inávinningurinn af slíkri stofnun fyr- ir sjúkrahúsin sá að framlög hennar munu fylgja umfangi starfsemi þeirra. Einnig er ætlunin að gegnsæi á starfsemi sjúkrahúsanna aukist, meiri hvati verði fyrir hendi til auk- inna afkasta auk þess sem sveigjan- leiki skapist til að beina starfsemi sjúkrahúsanna í þann farveg sem nauðsyn krefur á hverjum tíma. Markmiðið er, að sögn ráðherra, að skapa fjármögnunarkerfi sem stuðli að trausti milli kaupenda og seljenda heilbrigðisþjónustunnar. Með því verði til fjölbreytilegra rekstrarform, fjárveitingar verði markvissari og fjármálastjórn heil- brigðisstofnana bætt. Nýja stofnunin mun heyra undir heilbrigðisráðuneytið og á að taka til starfa 1. september næstkomandi. Ráðherrann greindi frá áformunum á ársfundi Landspítalans í gær. | 8 Fjárframlög munu fylgja umsvifum sjúkrahúsanna Í HNOTSKURN »Tekið er á móti 255 sjúkling-um á venjulegum degi á slysa- og bráðamóttöku Land- spítalans. »55 sjúklingar fara í skurð-aðgerð á venjulegum degi og tólf eru á gjörgæslu. VERÐ hækkaði almennt mest í lág- vöruverðsverslunum skv. nýjum mælingum verðlagseftirlits ASÍ á vörukörfu. Mældar voru breytingar á verðlagi milli annarrar og þriðju viku aprílmánaðar. Verð lækkaði milli vikna í aðeins einni verslun, Samkaupum-Strax, en lækkunin þar nam 1,3%. Af lágvöru- verðsverslunum hækkaði verð mest í Kaskó, um 5,7%, en minnst í Krón- unni, um 0,7%. Vörutegundir hækkuðu mismikið á milli verslana. Brauð og korn var meðal þess sem hækkaði verulega, um 7% í Nettó og 4% í Hagkaup og Nóatúni. | 11 Hækkaði mest í lág- vöruverðs- verslunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.