Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | ?Mér líst vel á.
Þetta er uppáhalds vinkona mín og
ég hlakka afar mikið til að sjá hana
þarna,? segir Herdís Egilsdóttir,
kennari og rithöfundur. Skessan
úr bókum hennar, Sigga og skess-
an í fjallinu, fær samastað í helli í
Keflavíkurbergi.
Utarlega við Keflavíkina, rétt
hjá smábátahöfninni, er hellir sem
verður heimili skessunnar og
ævintýraheimur fyrir gesti. Búin
verður til önnur hvelfing með
hleðslum og byggt yfir. 
Hugmyndir hjá skessunni
?Við fórum í fjallið til skess-
unnar og spurðum hana sjálfa
hvernig við ættum að gera þetta,?
segir Þorleifur Eggertsson, einn
félaganna úr listahópnum Norðan-
báli sem vinnur að hönnun Skessu-
hellisins fyrir Reykjanesbæ. Þor-
leifur segir að skessan hafi lagt
áherslu á að notaður yrði íslenskur
efniviður, hleðslur og rekaviður og
nefndi að hún hefði séð hús byggð
við svona hella undir Eyjafjöllum
fyrir 300 árum.
Hugmyndin er að skessan sjálf
verði í aðalhlutverki í Skessuhell-
inum, væntanlega þó hálfsofandi í
ruggustólnum. Og samkvæmt hug-
myndum Herdísar sjálfrar er þessi
skessa ljúf og vinur allra, tilbúin
að nota stærð sína og krafta til að
hjálpa smákrílunum.
Skessan er um fimm metra há
og lögð er áhersla á að öll húsgögn
og munir hennar verði í réttum
hlutföllum. Það getur því verið
skemmtilegt fyrir börn og aðra
gesti að setjast á tröllslega kollinn
hennar eða máta sig í skóna ? eða
fletta bók með broti úr sögu henn-
ar.
Skessuhellirinn verður opinn
fyrir gesti á ákveðnum tímum og
utan þess tíma verður hellirinn
upplýstur þannig að hægt verður
að kíkja inn um gluggann og fylgj-
ast með heimilislífinu. Þá er til at-
hugunar að hafa bát hennar á sjón-
um fyrir framan Skessuhellinn
enda rær hún til fiskjar.
Samfélagslegt verkefni
Ævintýraheimurinn í Skessu-
helli er ætlaður fyrir ferðafólk og
ekki síður til fræðslu fyrir heima-
fólk. Kostnaður er áætlaður 16
milljónir kr. Ásmundur Friðriks-
son, verkefnastjóri hjá Reykja-
nesbæ, segir að þetta sé sam-
félagslegt verkefni sem margir
muni koma að með vinnu og
styrkjum. Nefnir hann að verk-
takafyrirtæki sem er með náma-
vinnslu á svæðinu hafi boðist til að
annast grjóthleðsluna. Þá muni
nemendur í vinnuskólanum annast
lagningu göngustígs að hellinum
og erlendir sjálfboðaliðar leggja
hönd á plóginn. 
Áætlað er að vígja Skessuhellinn
á Ljósanótt í haust, 6. september.
Verður nokkur viðhöfn vegna þess.
Þannig koma mörg tröll á hátíða-
höldin, meðal annars hafa þrett-
ándatröllin úr Vestmannaeyjum
boðað komu sína og munu fara fyr-
ir skrúðgöngu út í Skessuhellinn.
Skessa flytur úr fjallinu í 
helli í Keflavíkurbergi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Tröllslegt Listamennirnir sýna Árna Sigfússyni bæjarstjóra líkan að Skessu-
hellinum, Örn Alexandersson, Frosti Friðriksson og Þorleifur Eggertsson.
Börnin geta sest 
á kollinn og mátað 
skó skessunnar
Góðleg Skessan er engin smásmíði
en vill nota stærð sína til að hjálpa
börnunum, vinum sínum.
Í HNOTSKURN
»
Herdís Egilsdóttir skapaði
skessuna fyrir meira en
fjörutíu árum. Fyrstu bækur
hennar um Siggu og skessuna í
fjallinu komu þá út og hafa sög-
urnar notið mikilla vinsælda.
Þær eru orðnar fimmtán auk
sjónvarpsþátta og leikrits.
Garður | ?Skóladagur í Garðinum?
er viðburður maímánaðar á 100 ára
afmælisári Sveitarfélagsins Garðs.
Skóladagurinn er næstkomandi
laugardag, 31. maí.
Þann dag munu skólarnir þrír,
Leikskólinn Gefnarborg, Gerðaskóli
og Tónlistarskóli Garðs, hafa sýn-
ingu á verkum nemenda og vera með
ýmsar aðrar uppákomur. Eru allir
bæjarbúar og gestir velkomnir. 
Hápunktur dagsins verður þegar
Grænfáninn verður dreginn að húni
bæði í Gerðaskóla og Gefnarborg. Að
svo skuli vera er lýsandi dæmi um
góða samvinnu milli skólanna
tveggja sem nær til margra þátta
skólastarfsins. 
Nemendur Gerðaskóla munu í
verkum sínum frá undangegnum
þemadögum kynna lífið í bænum
eins og það var fyrir 100 árum. Ekki
er ólíklegt að mögum komi á óvart
hvernig mannlífið var þá. 
Skóladagur
haldinn í
Garðinum
Garður | Skólanefnd Sveitarfé-
lagsins Garðs mælir með því að Pét-
ur Brynjarsson verði ráðinn skóla-
stjóri Gerðaskóla. Pétur var áður
skólastjóri Grunnskóla Sandgerðis.
Erna Sveinbjarnardóttir skólastjóri
hefur verið ráðin í nýtt starf hjá
sveitarfélaginu frá 1. ágúst næst-
komandi. Verður hún skóla-, menn-
ingar- og jafnréttisfulltrúi.
Skólanefnd mælti í umsögn sinni
með að Pétur tæki 5 einingar á ári í
námi í skólastjórnun og vinni verk-
efnin með Gerðaskóla í huga.
Pétur Brynj-
arsson verði
skólastjóri
???
SUÐURNES
HVANNDALSBRÆÐRUM hefur
fjölgað úr þremur í fimm og von er
á geisladiski frá hljómsveitinni inn-
an fárra daga. ?Þetta er lang-,
lang-, langbesti diskurinn okkar ?
enda erum við komnir með tvo
hljóðfæraleikara og nú heyrast alls
kyns hljómar sem við höfum aldrei
kunnað að búa til,? sagði Rögnvald-
ur ?gáfaði? í léttum dúr þegar
blaðamaður hitti þrjá ?bræðr-
anna?.
Hljómsveitin verður með tvenna
útgáfutónleika á Græna hattinum á
Akureyri á fimmtudags- og föstu-
dagskvöld og síðan í Iðnó í Reykja-
vík föstudaginn 13. júní. 
Rokk, grín og glens hafa verið
aðalsmerki Hvanndalsbræðra. Þeir
segja það að mestu óbreytt, text-
arnir gætu enn stuðað en lögin séu
þó útsett öðruvísi en áður og mús-
íkin enn rokkaðri. Og mun meira
er vandað til verka en áður. ?Við
eyddum meiri tíma í að taka þenn-
an disk upp en alla hina þrjá til
samans,? sagði gítarleikarinn,
söngvarinn og textasmiðurinn
Rögnvaldur og trommarinn og
söngfuglinn Valur bætti við: ?Það
fór lengri tíma í að taka upp eitt
gítarsóló núna heldur en að taka
upp allan fyrsta diskinn okkar!?
Valmar Valduri Väljaots er ann-
ar nýju meðlimanna. Hinn er Pétur
Hallgrímsson (Hvanndal) sem leik-
ur á rafgítar, mandólín og fleira.
Valmar (Hvanndal) leikur á harm-
onikku og fiðlu. Hann er klassískt
menntaður í músík, stjórnar Karla-
kór Akureyrar ? Geysi og auk þess
organisti í kirkju. Verkefnið nú er
því öðruvísi en hann fæst við venju-
lega og Valmar hefur gaman af.
?Það er mjög gaman að koma inn í
þennan hóp. Eins og að fá hlutverk
í leikriti. Loksins, eftir 40 ára til-
veru, er ég kominn í bílskúrsband!?
Auk diskanna þriggja sem nefnd-
ir voru hefur komið út einn safn-
diskur. ?Við vorum hvattir til þess
að gefa þá gömlu út aftur en nennt-
um því ekki og því var ágætt að
Sena vildi gefa út safndisk með
skástu lögunum ?? sagði Rögn-
valdur. Félagarnir gefa nýja disk-
inn út sjálfir eins og þá þrjá fyrstu,
en þeir voru ekki í boði í versl-
unum. ?Við gáfum þá út í 500 ein-
tökum hvern og seldum á tónleik-
um. Það gekk vel en nýi diskurinn
verður seldur á bensínstöðvum N1
og líklega víðar. Nú gefum við loks-
ins út disk með strikamerki ??
sagði Rögnvaldur.
Tónleikarnir á Græna hattinum
hefjast hvorir tveggja kl. 21.30 en
húsið verður opnað klukkutíma
fyrr.
Komnir með tvo
hljóðfæraleikara!
Fjörugir Hvanndalsbræðrum hefur
fjölgað úr þremur í fimm.
SIGRÚN Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri,
tók í gær fyrstu skóflustunguna að Naustaskóla,
grunnskóla sem rís í nýjasta hverfi bæjarins, Nausta-
hverfi.
Sólin skein í Eyjafirði í gær og fólk brosti því breitt
við athöfnina; bæði vegna veðursins og þess að hafist
var handa við nýja skólann.
Það er SS Byggir sem sér um byggingu fyrsta
áfanga skólans og var tækifærið notað í gær og skrifað
undir samning þar að lútandi að viðstöddum leikskóla-
börnunum af Naustatjörn og fólki úr hverfinu.
Vinna við verkið hefst strax. Þessi fyrsti áfangi skól-
ans á að vera tilbúinn eftir rúmlega eitt ár, 1. ágúst
2009 og kennsla hefst um haustið. Innangengt verður
úr skólanum í leikskólann Naustatjörn og það var vel
við hæfi að krakkarnir þaðan tækju þátt í athöfninni í
gær; þegar Sigrún Björk stakk skóflunni í svörðinn
mundaði hinn fríði vinnuflokkur af leikskólanum plast-
skóflur sínar og gerði slíkt hið sama.
Við hönnun Naustaskóla var stuðst við aðferð sem
þróuð var í Bandaríkjunum og brúkuð hefur verið und-
anfarin ár í nokkrum skólum, skv. upplýsingum frá
bænum. Farið var í hugarflugsvinnu með það að mark-
miði að tengja saman, í eina heild, skipulag skólastarfs-
ins, hönnun byggingar og þátttöku grenndarsamfélags-
ins í starfi nemenda. Leitað var eftir samstarfi við
Tónlistarskólann, íþrótta- og tómstundadeild bæjarins,
Íþróttabandalag Akureyrar, Akureyrarkirkju, leik-
skóladeild, Amtsbókasafnið, Samtök atvinnulífsins,
grunnskólakennara, foreldra og grunnskólabörn.
Skóflustunga í sól og blíðu
Bæjarstjóri og leikskólabörn hófust handa við Naustaskóla
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44