Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 1
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ALDREI hefur reynt á mansalsákvæði almennra hegn- ingarlaga frá því það rataði inn í lögin árið 2003. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa á sl. fimm árum komið upp a.m.k. þrjú til fjögur mál þar sem lögregluna hefur grunað að um hugsanlegt mansal gæti verið að ræða. Ekkert þessara mála hefur ratað inn í dómskerfið sem helgast, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, fyrst og fremst af því að málin standa og falla með vitn- isburði hugsanlegra fórnarlamba, en ekki tókst að vinna traust þeirra og fá þau til samvinnu við lögreglu. Talið er að allt að 15-20 hugsanleg fórnarlömb mansals hafi farið úr landi á umliðnum misserum án þess að tekist hafi að fá nauðsynlegar upplýsingar um þá sem taldir voru standa að baki meintu mansali. Allir þeir sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við voru sammála um að skortur á fórnarlambavernd hér á landi hefði torveldað lögreglunni að rannsaka mansals- mál. Fulltrúar Vinstri-grænna hafa á hverju þingi síðan 2003 ýmist flutt frumvörp um lög og lagabreytingar þar sem kveðið hefur verið á um að komið verði á fórnar- lambavernd hérlendis, en það hefur ekki fengist sam- þykkt. Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra vinnur nú að gerð fyrstu íslensku aðgerðaáætlunarinnar og eitt af því sem þar er til skoðunar er að komið verði á fórn- arlambavernd sambærilegri við þá sem þekkist í Noregi. Meint fórnarlömb farin  15-20 hugsanleg fórnarlömb mansals hafa yfirgefið landið  Skortur á vernd og öryggi torveldar rannsókn málanna  Vitað af meintu mansali | 13 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Mansal Alþjóðlegir glæpahringir notfæra sér neyð og fátækt fólks. F Ö S T U D A G U R 1 3. J Ú N Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 160. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Ástin er diskó, lífið er pönk >> 36 Leikhúsin í landinu Má bjóða þér léttan kaffisopa? DAGLEGT LÍF ÆVINTÝRIÐ Í ÁLNA- VÖRUBÚÐINNI REYKJAVÍKREYKJAVÍK Þrjár alveg fanta- góðar söngkonur FÁTT bendir til annars en að hugmyndin um stórt ör- yggisgæslufangelsi á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Hólms- heiðarfangelsið, hafi verið lögð á hilluna og þess í stað er lögð öll áhersla á að kanna kosti þess að hafa móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi undir sama þaki og nýjar höf- uðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er búið að finna nýju höfuðstöðvunum stað en meðal þeirra möguleika sem hafa verið ræddir er að fangelsið og lög- reglustöðin rísi á lóð við hlið Veðurstofu Íslands við Bú- staðaveg en sá staður er afar miðsvæðis í borginni. Danskir sérfræðingar sem voru fengnir til að aðstoða við þarfagreiningu á Hólmsheiðarfangelsinu bentu á að í Helsingør, þar sem fangelsi og lögreglustöð er undir sama þaki, hefðu komið upp vandamál vegna nálægðar lögreglustöðvar og fangelsis. Þessi tilhögun var að þeirra dómi ekki heppileg en e.t.v. mætti rekja gallana að nokkru leyti til hönnunar. | 12 Rís fangelsi og lögreglustöð við hlið Veðurstofunnar? Hólmsheiði lögð á hilluna Skipt Stefnt að nýju fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. ÞESSAR línur úr Höfuðlausn Egils Skalla-Grímssonar fanga vel stemn- inguna við Fjörukrána, þar sem vígalegir menn munduðu atgeirana á Sólstöðuhátíð víkinga sem hófst í gær. Þetta er í 10. skipti sem hátíðin er haldin og sem fyrr láta allra þjóða víkingar sverfa til stáls í Hafnarfirði. Þar á meðal er síðskeggjaði járnsmiðurinn Ove Birk, sem mun vera elsti víkingur Dana, en þó hvergi nærri of gamall til þess að leggjast í víking. Morgunblaðið/RAX „Brustu broddar en bitu oddar. Báru hörvar af bogum örvar“  ÓHEFÐ- BUNDIN tísku- sýning verður haldin í Vaðla- reit í Eyjafirði í kvöld. „Okkur datt í hug að sýn- ingin yrði skemmtilegri ef við færum út í skóg því þar er frábær rammi utan um hana og skemmtilegt umhverfi,“ segir Helgi Þórsson sem heldur sýninguna ásamt konu sinni, Beate Stormo. Að sögn Helga er hönnunin inn- blásin af eyfirskum húsmæðrum og heimasætum. „Við erum í ákveðinni bylgju sem hefur verið kölluð ný- rómantík en teygjum okkur inn á svið gotneskrar tísku.“ Helgi og Beate eru geysilega fjölhæf hjón en þau reka dýragarð, eru mikið lista- fólk og áhugasöm um fornaldart- ísku. Helgi og Beate bjóða ferðalanga og heimamenn velkomna í Vaðla- reitinn. Þar verða einnig haldnir tónleikar og heitt skógarkaffi á könnunni. » 18-19 Sumartíska eyfirskra heimasæta og húsmæðra Eyfirska tískan kynnt í kvöld.  GEORGE W. Bush Banda- ríkjaforseti sagð- ist í gær myndu hlíta þeirri nið- urstöðu hæsta- réttar í gær að Guantanamo- fangar geti skot- ið máli sínu til borgaralegra dómstóla í Bandaríkjunum. Byrjað er að rétta í málum sumra fanganna fyrir herrétti en ekki er ljóst hvort þeir geti strax nýtt sér úrskurðinn frá í gær. Forseta- frambjóðendurnir John McCain og Barack Obama vilja báðir loka Guantanamo-búðunum. » 14 Hlítir úrskurði George W. Bush  GENGI hlutabréfa þriggja rekstrarfélaga sem öll eru í úrvals- vísitölu kauphallarinnar hefur lækkað umtalsvert í vikunni. Mest hefur gengi Teymis lækkað, um 31% og gengi Eimskipafélagsins um 26%, gengi Icelandair hefur lækkað um 20%. Erfiðar aðstæður í efnahagsmálum valda fjárfestum áhyggjum. » Viðskipti Erfitt í kauphöllinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.