Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2008, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2008, Blaðsíða 1
Laugardagur 5. 7. 2008 81. árg. lesbók HVERJAR ERU REGLUR TINNU? PÁLL BALDVIN BALDVINSSON OG MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR SVARA TINNU GUNNLAUGSDÓTTUR ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRA >> 10 Oliver Stone ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, nú er það Bush » 2 Bókin lýsir þeysireið höfundarins yfir þvera og endilanga Ameríku um miðja síðustu öld ásamt vinum sín- um og kunningjum. Sagan segir að Kerouac hafi skrifað bókina á þrem- ur vikum, 29 ára að aldri, á 120 feta langa pappírsrúllu sem hann útbjó með því að líma saman sex 20 feta langar pappírsrenninga til þess að geta skrifað söguna í einum rykk á ritvélina. Textinn var skrifaður í hverja línu, án spássía og greina- skila. (Handritið verður til sýnis í Columbia College í Chicago í haust ef einhver vill skella sér.) En bókin varð ekki til á fáeinum dögum árið 1951. Nýlega upplýstist að Kerouac skrifaði fyrsta uppkast að bókinni á frönsku árið 1948. Hann hélt líka ítarlegar dagbækur á ferða- lögum sínum sem stóðu vel að merkja í sjö ár. Í þessar dagbækur skrifaði hann bróðurhluta þess texta sem á endanum rataði í bókina. Hann mun svo hafa þurft að endur- skrifa textann mjög mikið áður en útgefandinn samþykkti hann til út- gáfu. En hvað um það, allir áhugamenn um góðar bækur verða að lesa Á vegum úti. Þýðingin er 20 ára gömul en hefur staðist tímans tónn. Þeysireið um Ameríku Falleg, fersk og mikilvæg endurspeglun á löngu liðnum tíma Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Þegar skáldsaga Jack Kero-uac, On the Road, kom útárið 1957 sagði bók-menntagagnrýnandi New York Times að hún væri „fallegasta, skýrasta og mikilvægasta framlag“ bítkynslóðarinnar til bandarískra bókmennta. Nú þegar hún er endur- útgefin í íslenskri þýðingu Ólafs Gunnarssonar undir heitinu Á veg- um úti er hún enn falleg, fersk og mikilvæg endurspeglun á löngu liðn- um tíma. Jack Kerouac höf- undur Á vegum úti. Morgunblaðið/Sverrir Guðbergur Bergsson „Og það er yfirleitt þannig með listafólk að þú finnur þetta í leðjunni. Það sem fólki finnst jafnvel vera ógeðslegt er hin raunverulega fegurð.“ » 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.