Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. J Ú L Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 186. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF GÓRILLUR, LJÓN OG KÁTIR KRAKKAR ÍÞRÓTTIR Taka tvíburarnir við liði HK í Kópavogi? E N N E M M /S ÍA /N M 3 4 3 3 8 BYGGINGARVÖRUFYRIRTÆKIÐ MEST er kom- ið í verulegan lausafjárvanda og samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins mun koma í ljós á næstu vikum hvort fyrirtækið fær það fé sem nauðsynlegt er til að halda rekstrinum áfram. Hjalti Már Bjarnason, forstjóri MEST, sá ástæðu til að senda starfsmönnum fyrirtækisins bréf þar sem varað var við erfiðri stöðu. Starfsmönnum hefur þegar fækkað um 100 það sem af er árinu, eða um þriðjung en þeir voru um 300 í upphafi árs. Í bréfi forstjórans kom m.a. fram að kostnaðarlækkanir og eignasala hefðu ekki dugað til, auk þess sem hvorki hefði tekist að afla nægs hlutafjár né lánsfjár. Erfið lausafjárstaða ógnar starfsemi MEST Hafa sagt upp 100 á árinu Morgunblaðið/G.Rúnar Framkvæmdir Byggingariðnaðurinn er farinn að finna fyrir verulegum samdrætti enda hefur dregið úr framkvæmdum með erfiðara aðgengi að lánsfé. SNJÓHVÍTAR flyksur svífa nú um í sumarblænum á leið sinni til jarðar og var engu líkara en að breitt hefði verið úr ullarlögðum á grasinu í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í gær. Hér eru hins vegar á ferðinni asparfræ en ólíkt frjókornum ýmissa jurta valda þau ekki ofnæmi. Karlkyns aspir mynda rauða rekla á vorin og í maímánuði dreifast frjókornin frá þeim, en hvítu fræin koma hins vegar frá kventrjánum, þar sem þau hafa þroskast í frævunni undanfarnar vikur og safnað á sig svokallaðri fræull til að geta borist sem lengst með vindinum og skotið rótum á nýjum stað. Sumarleg skæðadrífa Morgunblaðið/Ómar HEIÐAR Sumarliðason útskrifaðist úr Listaháskól- anum í vor og útskriftarverkefnið hans, leikritið Rautt brennur fyrir, verður sýnt í Borgarleikhúsinu eftir rúmt ár en fleiri leikhús sýndu verkinu áhuga. Hann hefur samið við Kristínu Eysteinsdóttur um að leikstýra verkinu og segir æðri máttarvöld hafa tryggt samstarfið á eyjunni Sardiníu. „Ég var í hálfgerðri útskriftarferð og rakst á hana þar fyrir tilviljun. Svo hitti ég hana aftur daginn eftir og svo nokkrum dögum síðar þegar ég var að koma heim frá London, þá sat hún fyrir framan mig í vélinni. Ég sagði við hana: „Það er greinilega verið að segja okkur eitthvað, ég sendi þér leikritið mitt.““ | 28 Leikhúsin bitust um lokaverkefnið Heiðar Sumarliðason ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, rithöf- undur og aðstoðarforstjóri Time Warner-fjölmiðlasamsteypunnar, er nýr hluthafi í Geysir Green Energy og hann var kjörinn stjórnarformað- ur félagsins á hluthafafundi í gær. Ólafur Jóhann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ný stjórn væri sammála því að félagið myndi í framtíðinni einbeita sér að færri og stærri verkefnum. „Við munum fremur verða ráðandi í þeim verkefnum sem við ráðumst í og geta þannig betur hlúð að því sem við eigum,“ sagði Ólafur Jóhann. Á fjórum markaðssvæðum Í máli hans kom fram að verkefni Geysir Green verða á næstunni eink- um á fjórum markaðssvæðum, því ís- lenska, bandaríska, þýska og kín- verska. „Í Þýskalandi er fyrirtækið byrjað að bora eftir heitu vatni. Þar er fyr- irtækið með frekari leyfi til borana og verkefnastaðan lítur mjög vel út því orkuverð í Þýskalandi er mjög hátt og markaður fyrir græna orku er því mjög vænlegur í því landi,“ sagði Ólafur Jóhann. Hann bindur einnig miklar vonir við samstarfsverkefni GGE við kín- verska stórfyrirtækið Signopec um byggingu hitaveitna í Kína. Nýr stjórnarformaður GGE kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fyrirtækinu takist ekki að fjármagna þau verkefni sem framundan eru. Nýtt fé, um 5 milljarðar króna, er nýverið komið inn í fyrirtækið, þar af um tveir milljarðar króna frá Ólafi Jóhanni, sem nú á 2,6% hlut í GGE og bandaríska fjárfestingarfélaginu Wolfensohn & Co. sem á 3,9% í GGE. Verkefni GGE munu verða færri og stærri Ólafur Jóhann Ólafsson hefur ekki áhyggjur af fjármögnun hjá GGE Í HNOTSKURN »Aðaleigandi Wolfensohn &Co. er James D. Wolfen- sohn, fyrrverandi bankastjóri Alþjóðabankans. »Sonur hans, Adam Wolfen-sohn, tók sæti í stjórn GGE í gær ásamt Ólafi Jóhanni. »Ólafur Jóhann segir þaðskipta miklu máli að hafa fengið Wolfensohn & Co. að Geysir Green Energy. Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is  Mega ekki | 11  Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í bæjarstjórn Grindavíkur er sprunginn. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sem verið hefur forseti bæjarstjórnar, stað- festir þetta. Í gærkvöldi funduðu fulltrúar Samfylkingar og Fram- sóknarflokks um myndun meiri- hluta og hafa náð saman í meg- inatriðum. Samfylkingin fékk í síðustu kosningum tvo bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur tvo og Fram- sóknarflokkurinn einnig tvo. Sjö- undi maður er fulltrúi F-lista. Að sögn Jónu Kristínar var langvarandi óánægja með sam- starfið við Sjálfstæðisflokkinn vegna skorts á trúnaði og samráði í mörgum málum. onundur@mbl.is Nýr meirihluti í bæj- arstjórn Grindavíkur  Paul Ramses segist jákvæðari nú en fyrst eftir að hann var sendur úr landi því hann finni fyrir stuðn- ingnum frá Íslendingum. Eftir sem áður segist hann þó vera bæði ringlaður og óttasleginn enda sé það ekki spurning hvort heldur hvernig hann verði drep- inn fari það svo að hann verði sendur aftur til Kenýa. „Ég er kristinn maður og ég bið fyrir því að mér verði leyft að snúa til Íslands aftur. Það er þar sem við viljum eiga heima,“ segir Paul. » 4 Ramses er viss um að hann yrði drepinn í Kenýa Paul Ramses  Í kjölfar samþykktar Surtseyjar á heimsminjaskrá UNESCO verður lögð áhersla á að eyjan verði sýni- legri ferðamönnum. Hún verður þó áfram lokuð almenningi enda felst sérstaða hennar að hluta í því að eyjan var friðuð strax árið 1965 en til stendur að opna gestastofu til að taka á móti þeim sem vilja kynna sér sögu eyjunnar. Heimsminjanefnd hvatti til þess í kjölfar samþykktarinnar að Íslend- ingar tilnefndu fleiri staði við land- ið svo að Surtsey verði einn hluti raðtilnefningar íslenskra eldfjalla. » 12 Fleiri fari á heimsminja- skrá í kjölfar Surtseyjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.