Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2008 5
SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins hafa stjórnarmenn í ÍA
rætt við tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni og
kannað hug þeirra hvort áhugi sé hjá þeim að taka við þjálfun
liðsins af Guðjóni Þórðarsyni. 
Þeir bræður hafa áður komið Akurnesingum til bjargar en tóku
við Skagaliðinu um mitt sumar 2006 af Ólafi Þórðarsyni. Þá var
liðið í fallsæti eins og nú en undir þeirra stjórn hafnaði það í sjötta
sæti en báðir léku þeir með liðinu auk þess að þjálfa það. Þeir
voru hins vegar ekki endurráðnir heldur var Guðjón ráðinn þjálf-
ari liðsins.
Arnar og Bjarki fengu tilboð frá HK á dögunum sem vildi fá þá
í þjálfarastarfið í Gunnars Guðmundssonar en þeir höfnuðu því.
Að því er heimildir Morgunblaðsins herma þá eru tvíburabræð-
urnir tilbúnir að taka við Skagaliðinu, bjóðist þeim það, og munu
FH-ingar ekki standa í vegi þeirra fái þeir tilboð frá sínu gamla
félagi. gummih@mbl.is
Taka Arnar og Bjarki við
þjálfun Skagamanna?
?VIÐ höfum byrjað undanfarna leiki af miklum
krafti og verið að skora tvö mörk á fyrstu 25
mínútunum. Svo náðum við þessu þriðja marki
og þá var þetta aldrei spurning. Við vissum að
þeir voru að spila á fimmtudaginn í Evrópu-
keppni og að þeir myndu opna sig í leiknum og
við nýttum okkur það,? sagði Ólafur Kristjáns-
son, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn á ÍA.
?Ég er gríðarlega ánægður með liðið og stolt-
ur, og mér fannst við spila flottan leik gegn liði
sem var að berjast fyrir lífi sínu. Við vorum þeim
fremri á öllum sviðum,? sagði Ólafur, sem þessa
dagana skartar forláta yfirvaraskeggi. ?Við þurfum að tapa til að
helvítis skeggið fjúki, og ég þarf að hjóla á Suðurnesin fyrst við
unnum. Við erum alltaf með eitthvað svona skemmtilegt í gangi og
ég er ánægður með að skeggið síkki.? sindris@mbl.is
Ólafur: Ánægður með
að skeggið síkki
Ólafur H.
Kristjánsson
Breiðablik 6
ÍA 1
Kópavogsvöllur, úrvalsdeild karla, Lands-
bankadeildin, sunnudaginn 20. júlí 2008.
Mörk Breiðabliks: Nenad Zivanovic 3., 25.,
Jóhann Berg Guðmundsson 21., Magnús
Páll Gunnarsson 68., 73., Prince Rajcomar
77.
Mark ÍA: Björn Bergmann Sigurðarson.
Markskot: Breiðablik 15 (8) ? ÍA 9 (3).
Horn: Breiðablik 2 ? ÍA 3.
Rangstöður: Breiðablik 4 ? ÍA 1
Skilyrði: Þurrt veður en nokkuð hvasst.
Lið Breiðabliks: (4-4-2) Casper Jacobsen ?
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Srdjan Gasic,
Finnur Orri Margeirsson, Kristinn Jóns-
son ? Nenad Zivanovic, Nenad Petrovic
(Magnús Páll Gunnarsson 65.), Arnar Grét-
arsson, Guðmundur Kristjánsson ? Marel
Baldvinsson (Prince Rajcomar 73.), Jóhann
Berg Guðmundsson (Olgeir Sigurgeirsson
79.).
Gul spjöld: Enginn
Rauð spjöld: Enginn
Lið ÍA: (4-5-1) Trausti Sigurbjörnsson ?
Heimir Einarsson, Dario Cingel (Andri
Júlíusson 46.), Árni Thor Guðmundsson,
Guðjón Heiðar Sveinsson (Þórður Guðjóns-
son 72.) ? Aron Ýmir Pétursson, Jón Vil-
helm Ákason (Hlynur Hauksson 79.),
Bjarni Guðjónsson, Helgi Pétur Magnús-
son, Björn Bergmann Sigurðarson ? Vje-
koslav Svadumovic.
Gul spjöld: Helgi Pétur 19. (brot), Guðjón
Heiðar 41. (brot), Heimir 63. (brot), Andri
88. (brot).
Rauð spjöld: Enginn.
Dómari: Jóhannes Valgeirsson, KA, 4.
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guð-
mundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.
Áhorfendur: 1.002.
1:0
3. Nenad Zivanovic fékk sendingu frá
nafna sínum Petrovic, kom sér í ágætt
skotfæri rétt utan teigs og spyrnti boltanum í
hliðarnetið innanvert. Glæsilega gert.
2:0
21. Marel Baldvinsson hélt varnar-
mönnum vel frá sér og sendi síðan bolt-
ann á Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði
með góðu skoti vinstra megin úr teignum.
3:0
25. Eftir frábært spil Blika fékk Nenad
Zivanovic boltann og hann tók við-
stöðulaust skot úr teignum sem endaði á sama
stað og í fyrra markinu.
4:0
68. Jóhann Berg sendi fullkomna send-
ingu inn fyrir vörn ÍA á Magnús Pál
Gunnarsson sem skoraði örugglega.
5:0
73. Marel Baldvinsson renndi bolt-
anum á Magnús Pál Gunnarsson sem
skoraði auðveldlega með skoti úr teignum.
6:0
77. Prince Rajcomar fékk sendingu
upp völlinn frá Guðmundi Kristjáns-
syni, þaut áfram inn í vítateiginn og skoraði með
varnarmann í bakinu.
6:1
82. Skagamenn fengu aukaspyrnu við
vítateigshornið vinstra megin sem þeir
útfærðu vel. Þórður Guðjónsson fékk boltann
uppi við endamörk og átti fyrirgjöf sem að Björn
Bergmann Sigurðarson stangaði í netið.
Breiðablik
MM
Nenad Zivanovic
M
Srdjan Gasic
Kristinn Jónsson
Nenad Petrovic
Nenad Zivanovic
Arnar Grétarsson
Guðmundur Kristjánsson
Marel Baldvinsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Magnús Páll Gunnarsson
ÍA
M
Björn Bergmann Sigurðarson
Sindra Sverrisson
is@mbl.is
er langt síðan Skagamenn hafa fengið aðra
útreið og í gær þegar þeir steinlágu fyrir
um í Kópavoginum. Þeir hafa tvisvar lent í
u eins, síðast árið 1976 þegar þeir töpuðu fyr-
al 6:1. Fyrra skiptið var árið 1966 þegar þeir
nlágu, 7:2, fyrir ÍBA, liði Akureyringa.
ð sama skapi er sigurinn sá stærsti í sögu
iðabliks í efstu deild, en liðið vann reyndar
ftur 5:0 árið 2000. Þetta er einnig í annað
tið sem Blikar skora sex mörk í úrvalsdeild-
ik því liðið vann Leiftur 6:2 í öðrum leik
a ár.
rfitt er að segja til um hvað hrjáir Skagaliðið
stóð sig svo vel á síðasta tímabili. Þrátt fyrir
r mannabreytingar hefur liðið engan veginn
ið undir væntingum og það er greinilega far-
ð hafa sín áhrif á leikmenn. Þeir virkuðu
þreyttir og áhugalausir á móti sprækum Blikum,
og leikmenn sem landsfrægir eru fyrir góða bar-
áttu virtust helst ekki vilja fara í tæklingu.
Kannski hefur Finnlandsferðin setið eitthvað í
leikmönnum en það er alla vega alveg ljóst að
með spilamennsku eins og í gær bíður Skagaliðs-
ins ekkert nema fall í 1. deild.
Blikar eru hins vegar komnir á fljúgandi sigl-
ingu og hafa unnið þrjá góða sigra í röð í deild-
inni. Liðið fékk draumabyrjun þegar Nenad Ziv-
anovic sýndi góða takta og skoraði eftir rúmlega
tveggja mínútna leik, og eftir það virtist aldrei
spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda.
Þeir grænklæddu gengu á lagið gegn þungum
Skagamönnum og hreinlega sundurspiluðu þá á
köflum.
Annað mark frá Zivanovic og mark frá fram-
herjanum unga, Jóhanni Berg, gáfu Blikum 3:0
forystu í hálfleik. Magnús Páll Gunnarsson kom
svo inn á sem varamaður og skoraði tvö keimlík
mörk, og annar varamaður, Prince Rajcomar,
skoraði síðasta mark Blika áður en Björn Berg-
mann minnkaði muninn. Það er kannski til
marks um frábært gengi Breiðabliks upp á síð-
kastið að Ólafur Kristjánsson þjálfari skuli eiga
leikmenn á varamannabekknum eins og Magnús
Pál og Prince.
Leikmenn Blikaliðsins virðast ná mjög vel
saman og í gær var vart veikan punkt að finna.
Guðmundur og Arnar eru báðir mjög skapandi
miðjumenn og nýttu það vel í gær, og kantmenn-
irnir serbnesku gerðu Skagaliðinu erfitt fyrir.
Þá er ljóst að Marel Baldvinsson finnur sig betur
með hverjum leik og hann bjó til mörg færi fyrir
félaga sína. Annars er erfitt að velja einhvern úr
Blikaliðinu í gær sem besta mann því það lék vel
úti um allan völl.
?Vitum að við getum farið ansi langt?
?Sigurinn hefði alveg getað orðið enn stærri
og það var klaufalegt að fá á okkur þetta mark í
lokin, en að öðru leyti fannst mér liðið spila alveg
frábærlega. Það hefur stundum vantað að við
klárum færin en það gekk frábærlega í dag. Nú
höfum við unnið fjóra leiki í röð og ég vona að við
höldum áfram á þessari braut. Við vitum alveg
að við getum farið ansi langt en við erum ekkert
farnir að hugsa um að berjast um 1. eða 2. sætið
núna,? sagði Arnar Grétarsson, fyrirliði Blika.
Björn Bergmann Sigurðarson var ljós punkt-
ur í liði ÍA en aðrir leikmenn virkuðu eins og áð-
ur segir ansi daufir í dálkinn. Varamennirnir
Andri Júlíusson og Þórður Guðjónsson hleyptu
smá lífi í liðið en það dugði þó ekki til. 
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
karegn Nenad Zivanovic kom Blikum á bragðið í stórsigri þeirra á ÍA og hér fagna Jóhann Berg Guðmundsson og Marel Jóhann Baldvinsson honum. Dario Cingel,
narmaður Skagamanna, er ekki jafn ánægður. Zivanovic skoraði tvívegis og Skagamenn biðu sinn versta ósigur í efstu deild í 32 ár.
Blikar á fljúgandi siglingu
Breiðablik vann í gær sinn stærsta sigur í efstu deild, þegar liðið lagði ÍA 6:1
ÍA jafnaði þar með vafasamt met en liðið hefur tvisvar áður tapað svona stórt
KAR tylltu sér í fjórða sæti Landsbankadeild-
arla í knattspyrnu með frábærum sigri á
gamönnum á Kópavogsvelli í gær, en liðið
ur nú unnið þrjá deildarleiki í röð auk þess að
Val út úr bikarnum. ÍA situr hins vegar sem
ast í næstneðsta sæti deildarinnar og er sem
fimm stigum á eftir næsta liði, en Skaga-
n hafa aðeins unnið einn leik af tólf í sumar.
?ÉG HEF aldrei upplifað þetta, hvorki sem þjálf-
ari eða í þeim rúmlega 400 leikjum sem ég spilaði
sjálfur með ÍA. Þetta er alveg ný staða sem mað-
ur þarf að glíma við,? sagði Guðjón Þórðarson,
þjálfari Skagamanna, eftir tapið stóra gegn Blik-
um í gær. Hann kveðst ekki hafa íhugað að segja
upp þrátt fyrir dapurt gengi í sumar.
?Í allri alvöru þá hef ég ekki gert það. Ég held
að þau vandamál sem við þurfum að glíma við séu
þannig að það er bara ekki í mínu eðli að hætta
og gefast upp. Síst af öllu núna þegar á móti
blæs. Það er langt síðan ákveðnir aðilar fóru að
um það að reka mig, en við skulum minnast þess að lausnirnar
st ekki í því. Ef menn telja að eina lausnin sé að reka mig þá hafa
afl og getu til þess, sagði Guðjón. ?Ef ég teldi þetta vera von-
t þá myndi ég einfaldlega hætta,? bætti hann við. sindris@mbl.is
Ekki í mínu eðli að
ætta og gefast upp?
ón
arson
Bein textalýsing frá leiknum
mbl.is | Landsbankadeildin

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8