Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 37 MINNINGAR ✝ Ingibjörg Guð-mundsdóttir, fæddist í Rekavík bak Látur í Sléttu- hreppi 17.6. 1928. Hún lést á öldr- unardeild. Sjúkra- hússins á Ísafirði þann 23. júlí 2008. Foreldrar hennar voru Bjarney Andr- ésdóttir, f. í Lamba- dal Mýrahr. V-Ís, 3.11. 1890, d. 7.6. 1976, og Guð- mundur Pálmason, f. í Rekavík bak Látur, 28.1. 1878, d. 21.2. 1951. Systkini Ingibjargar, al- systkini: Guðmunda Stella, f. 1930, d. 2007, Guðný María, f. 1932, Magnús Thorberg f. 1933. Hálf- syskini (samfeðra): Sigurður, f. 1889, d. 1900, Guðríður Pálína, f. 1900, d. 1921, Messíana, f. 1901, d. 1973, María, f. 1903, d. 1989, Þor- kell Ingimar, f. 1904, d. 1990, Hall- dóra, f. 1906, d. 1991. Stefán, f. 1906, d. 1995, Pálmi Ólafur, f. 1907, d. 1964, Svava, f. 1909, d. 1940, Borgar Gunnar, f. 1911, d. 1985, Hrólfur, f. 1912, d. 1943, Karlotta, f. 1916, d. 1982, Friðgeir, f. 1916, d. 2001, Ása Byron, f. 1917. Ingibjörg giftist Kjartani Að- alsteini Jónsssyni frá Galtarhrygg í Reykjafjarðarhreppi N-Ísafjarð- arsýslu, f. 29.01. 1917, d 27.3. 2006. Börn Ingibjargar og Kjartans:1) Hrólfur, f. 20.10. 1945, d 2.1. 2002, maki Guðlaug Ingvarsdóttir, f. fór hún í vist á bæinn Bakka í Hnífs- dal. Skólaganga hennar var svipuð og hjá öðrum jafnöldrum hennar í Sléttuhreppi á þessum tíma og gekk hún part úr tveimur vetrum í barna- skólann að Látrum í Aðalvík. Á bænum Bakka í Hnífsdal þar sem hún var í vist 16 ára gömul kynntist hún verðandi eiginmanni sínum Kjartani Jónssyni frá Galtarhrygg í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Þau giftu sig síðan 17. júní 1946 á Ísa- firði. Meðan þau voru á Bakka fæddist þeim fyrsta barn þeirra, Hrólfur. Að lokinni dvölinni á Bakka lá leið þeirra til Gríms Jóns- sonar bónda og kaupmanns í Súða- vík, Kjartan sem ráðsmaður og Ingi- björg sem kaupakona. Þar voru þau þar til vorsins 1947 er þau fengu leigða jörðina Eyrardal í Súðavík- urhreppi og hófu þar búskap. Eftir nokkur ár fengu þau síðan jörðina keypta og þar bjuggu þau til 1997. Í lok árs 1993 seldu þau jörðina til Súðavíkurhrepps en höfðu áfram ábúðar- og afnotarétt af henni eins lengi og þeim hentaði. 1997 fluttu þau svo úr Eyrardalsbænum í lítið einbýlishús, í „hinni nýju Súðavík“, sem þau höfðu keypt. Hús þetta var upphaflega byggt á heimaslóðum Ingibjargar í Rekavík bak Látur, en hafði verið tekið niður og endurreist í „gömlu Súðavík“ 1951 og svo aftur flutt þaðan og í „nýju Súðavík“ árið 1996, en sá flutningur var afleiðing snjóflóðsins í Súðavík 1995. Þar bjuggu þau á meðan heilsan leyfði, eða þar til fyrri hluta ársins 2001 að þau fóru á öldrunardeild Sjúkra- hússins á Ísafirði, þar sem Kjartan lést 27. mars 2006 og Ingibjörg síð- an þann 23. júlí 2008. Útför hennar fer fram í dag, laugardaginn 2. ágúst, frá Súðavík- urkirkju og hefst athöfnin kl. 14. 19.12. 1946. Þau eiga 3 börn. 2) Jóna Guð- björg McCarthy, Chi- cago USA, f. 11.5. 1947, maki Jóseph McCarthy, f. 20.08. 1939. Þau eiga 1 barn. 3) Bjarni Dýrfjörð, f. 3.8. 1948, maki Guð- rún Egilsdóttir, f. 25.6. 1948, þau skildu. Þau eiga 2 syni. Sam- býliskona Bjarna er Guðmundína Sturlu- dóttur. 4) Steinn Ingi Kjartansson, f. 1.12. 1949, maki Helen D. Hjaltadóttir, f. 18.06. 1950, d. 1.10. 2000. Þau eign- uðust 4 börn. Sambýliskona Steins er; Rósa Ólafsdóttir. 5) Guðmundur Svavar Kjartansson, f. 7.8. 1952, maki Guðrún Jóhannsdóttir, f. 17.5. 1957, þau skildu. Þau eiga 2 syni. 6) Guðjón Marteinn, f. 21.4. 1954, maki Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir, f. 18.04.1955. Þau eiga 2 börn. 7) Krist- ín Lilja, f. 16.03. 1957, maki Esra J. Esrason, f. 26.6. 1957, þau skildu. Þau eiga 2 dætur. Sambýlismaður Lilju er Þorsteinn Haukur Þor- steinsson. 8) Bjarney Stella, f. 13.3. 1962, maki Einar Vilhjálmur Hálf- dánarson, f. 4.6. 1962. Þau eiga 2 dætur. 9) Daði, f. 04.10. 1963. 10) Stefán Haukur, f. 23.11. 1968, sam- býliskona Hildur Jónína Þórisdóttir, f. 20.12. 1971, þau slitu samvistir. Þau eiga 1 son. Ingibjörg var í foreldrahúsum í Rekavík þar til hún var 16 ára en þá Fyrir 30 árum varð hún Inga tengdamóðir mín. Þessi hláturmilda kona tók mér af hlýju og velvild, alls ólík þeirri mynd sem oft er dregin upp af tengdamæðrum. Hún hrósaði matseldinni minni, sem var ekki upp á marga fiska í þá daga, og fannst yf- irleitt allt gott sem við Gaui vorum að bauka. Hún stóð alltaf með okkur tengdabörnunum og lét okkur finnast við vera börnin hennar, enda átti hún tíu fyrir og munaði ekkert um nokkur í viðbót. Góða skapið hennar Ingu var hennar einkenni. Hún var félagslynd, söng í kórnum og tók þátt í uppfærslu leikrita og fleira í þeim dúr. Það var alltaf ferð á henni Ingu. Hún gekk í vinnuna, rúman kílómetra, skrapp svo heim í hádeginu til að elda fyrir Kjartan og skondraði svo léttfætt í vinnuna aftur. Í eldhúsinu galdraði hún fram kökur og veislumat án þess að maður yrði þess var, þetta birtust bara einhvern veginn á borðinu. Krökkunum okkar, Ester og Sölva, fannst gott að eiga hana ömmu í Eyr- ardal. Eftir skóla var komið við hjá henni og afa. Þar fengu þau kakó- mjólk og kleinur eða brauð með ban- ana. Við rauða borðið í eldhúskrókn- um var spjallað og tíkinni Vinu og köttunum klappað meðan Inga amma stússaðist í eldhúsinu og lagði drög að nýrri hjónabandssælu. Um áttrætt var Inga ennþá tein- rétt eins og unglingur og kvik á fæti. Síðustu mánuði dró þó hratt af henni, en þegar sjúkdómurinn lagðist á hana af þunga var það hlýleikinn og glaðlyndið sem lengst lifði. Á sjúkra- húsinu á Ísafirði var afskaplega vel um hana hugsað og viljum við þakka öllu starfsfólkinu þar fyrir þann hlý- hug og umhyggju sem þau sýndu henni. Þessarar ljúfu og fordómalausu konu, móður, tengdamóður og ömmu er sárt saknað af okkur öllum. Dagbjört. Í dag kveðjum við elsku ömmu okkar, Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Hún bjó í Eyrardal í Súðavík, sveit í sjávarþorpi, þar sem bústörf og sjó- mennska voru samfléttuð. Hún Inga amma var einstök, hörkudugleg og hugrökk kjarnakona en jafnframt svo hlý, einlæg og hjálp- söm. Hún gaf mikið af sjálfri sér, var mjög vinnusöm og óhætt er að segja að henni hafi aldrei fallið verk úr hendi. Heimili afa og ömmu var mann- margt enda tóku þau öllum með opn- um örmum. Þaðan fóru síðan allir með bros á vör og kossinum ríkari og enginn fór þaðan svangur. „Ertu ekki svöng elska“ var hún vön að segja, brosti og strauk manni blítt um vang- ann með yndislega mjúkum höndum. Svo var setið við eldhúsborðið sem svignaði undan kræsingunum og hlustað með athygli á ömmu segja sögur af öllu og öllum. Amma kunni margar skemmtilegar sögur og hún var ákaflega minnug á örnefni og ým- islegt sem henti hana í æsku. Í Reka- vík bak Látur á Hornströndum þar sem hún ólst upp, gerðist margt skrýtið og skemmtilegt og því voru sögurnar hennar ömmu ævintýri lík- astar. Amma og afi eignuðust 10 börn og í þá daga, þegar lífsbaráttan var erfið, þótti alls ekki sjálfsagt mál að senda börnin í skóla þar sem nóg var að gera í sjómennskunni og búskap. En amma og afi lögðu metnað sinn í að koma börnunum sínum til mennta. Við vitum að pabbi heitinn mat það viðhorf mikils og munum við systurn- ar alltaf búa að því. Við kveðjum elsku ömmu okkar með söknuði og þökkum fyrir allt sem hún gaf okkur. Amma verður alltaf hjá okkur og minningarnar munu skipa stóran sess í lífi okkar. Inga Dóra, Heiða og Rannveig Hrólfsdætur. Ég man þann dag eins og hann hafi verið í gær, þegar ég hitti Ingu frænku fyrst. Hún kom að sækja mig til að fara með mig í sveitina, hinn 16. júní 1957. Ég nýklipptur frá Villa Valla, með burstaklippingu. Þegar hún sá mig sagði hún sæll Önnsi minn og þar með hét ég Önnsi í Súðavík. Á móti okkur tók strákaskari, það voru synirnir hennar. Allir vildu gera þessum nýja dreng til hæfis og ekki var húsbóndinn, hann Kjartan, neitt annað en ljúfmennskan. En af hverju man ég daginn? Jú öll börnin hennar Ingu mundu afmælis- daginn hennar 17. júní. Jóna tók mig afsíðis og hvíslaði að mér að á morg- un væri afmælisveisla. Það var af- mælisandi í bænum allan þann dag. Hún Inga var góð kona, góð húsmóðir og umhyggjusöm. Hún vann myrkr- anna á milli og undraðist ég dugn- aðinn í henni. Það voru ávallt kökur á borðum, sem hún og Jóna bökuðu of- an í þennan sísoltna strákahóp. Ég man Ingu á fjórum fótum að skúra öll gólfin í þessu líka stóra húsi, elda matinn, sem ávallt var á borðum á réttum tíma. Ekkert var baðkarið eða sturtan, en hreinlætið einstakt. Á hverju kvöldi var stórt vaskafat fyllt með vatni og allir voru þvegnir þar úr. Þetta var dásemdarlíf. Ein minning, Inga gaf mér kaffi í glas og spurði um leið viltu mjólk út í Önnsi minn? Þetta var fyrsta kaffi- glasið mitt, þarna varð ég fullorðinn. Vinnudagurinn var langur og skemmtilegur. Árið áður var drengur í sveit í Eyrardal sem lét sig hafa það að strjúka. Inga hafði áhyggjur af mér, spurði mig oft um leið og hún stauk mér um vangann ætlar þú nokkuð að strjúka frá okkur Önnsi minn? Ég undi mér vel í Eyrardal, enda urðu sumrin þrjú. Ég hélt áfram að koma reglulega í sveitina mína. Ég kom mér meira að segja upp skelli- nöðru til að ferðast á milli. Og kveðj- an sem ég fékk, er ég birtist: ertu kominn Önnsi minn, sæll elskan mín. Ein samræða við Ingu er mér sér- lega minnisstæð. 1957 herjuðu hryðjuverkasamtökin OAS á Frakka. Þetta sumar fór pabbi til Parísar. Ég var sannfærður um að hann mundi deyja þar og bar ég undir Ingu áhyggjurnar. Hún fleytti burt áhyggjum mínum: pabbi þinn er ekki Frakki, það eru bara þeir sem eru í stríði, það kemur ekkert fyrir pabba þinn, Önnsi minn. Þar með var það útrætt. Heimilið hennar Ingu var stórt í fermetrum og að höfðatölu. Í hey- skapinn komu Bjarney og Guðbjörg amma til að raka, Stebbi kom með spíkina sína til að slá og það gerði hann Pétur halti líka. Við strákarnir slógum mógrafirnar með orfi og ljá en mér gekk illa að brýna ljáinn minn. Önnsi minn, það þarf að kunna að ljúga svolítið svo maður verði góð- ur með brýni, sagði Inga í huggunar- skyni við mig. 1991 var farið að halla undan fæti hjá Ingu. Ég heimsótti þau hjón oft eftir þetta, fékk tækifæri til að tala við hana næstu árin eða þar til að heimurinn lokaðist henni. En fallega brosið hennar og hlýja við- mótið skildi ekki við hana. Hún var ávallt með ljúft fallegt bros á vör, við alla sem hún umgekkst. Góð kona er farin eftir farsæla jarðarvist og ég sakna hennar. Öllum börnunum hennar votta ég mína samúð. Blessuð sé minning hennar. Önundur Jónsson. Ingibjörg Guðmundsdóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, AÐALSTEINS PÉTURS KARLSSONAR, Baughól 25, Húsavík. Margrét Sigmundsdóttir, Valgerður Elísabet Aðalsteinsdóttir, Karl Óskar Aðalsteinsson, Sigríður Birgisdóttir, Aðalheiður Laufey Aðalsteinsdóttir, Halldór Gíslason, Víkingur Pétur Aðalsteinsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, sem lést 25. júlí, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Gylfi Gunnarsson, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Gunnar Gunnarsson, Harpa Harðardóttir, Helga Gunnarsdóttir, David Langham, barnabörn og barnabarnabörn. Æskuvinkona er lát- in. Eins og Ragnheið- ur sagði á korti til mín sl. haust, þá höfum við verið góðir vinir frá því er við vorum börn. Kunningsskapur og vinátta okkar byrjaði er við hófum bæði skólagöngu í Austurbæjarskólanum haustið 1939. Ragnheiður gekk þá undir gælunafninu Dedda og hefi ég leyft mér að nota það upp á gamlan kunningsskap, er aðrir heyrðu ekki til. Þegar við kynntumst var krepp- unni að ljúka, það er minnisstætt frá þessum tíma – og seinni heimsstyrj- öldin í nánd með öllu því sem henni fylgdi. Á fyrsta borði fyrir framan kenn- arann, Valgerði, sátu tvær sætar frænkur, og hétu báðar Ragnheiður. Sú er hér er kvödd og nafna hennar Thorsteinsson sem látin er fyrir fáum árum. Þær voru nefnilega systradæt- ur. Það sem gerði þessar tvær skóla- systur mínar meira interressant en aðrar, var meðal annars það að afi beggja í móðurlegg var fyrsti ráð- herra Íslands og að auki var afi Ragn- heiðar Thorsteinsson bróðir skálds- ins Steingríms Thorsteinssonar. Vegna þess hve móðir mín hafði gam- an af kveðskap, þýddi þetta bara eitt, ég varð að sýna þessum skólasystrum þá virðingu að læra kvæðin sem þeir höfðu samið. Það var þrautinni þyngra fyrir 7 ára gutta. Frænkurnar fóru svo í annan skóla en mér til happs bjó ég í nágrenni þeirra þar sem við bjuggum öll á Skólavörðuholtinu, nægilega nálægt hvert öðru til að við værum ávallt að rekast á alla okkar æsku, sem viðhélt kunningsskapnum. Svo skeði það að Verzló varð fyrir valinu hjá mér. Var þá ekki Ragnheiður búin að stinga mig af, komin eina 2-3 bekki fram úr mér, og komin með kærasta, Guð- mund H. Garðarsson. Sl. rösk 60 ár hefur vegferð Ragn- heiðar og Guðmundar staðið. Bæði urðu þau stúdentar frá VÍ 1950. Þau giftu sig árið 1953 og Guðmundur út- ✝ RagnheiðurGuðrún Ás- geirsdóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1931. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 7. júlí síðastlið- inn og fór útför hennar fram í kyrr- þey. skrifaðist viðskipta- fræðingur frá HÍ 1954. Mér er minnisstætt árið er þau bjuggu í sumarbústað foreldra Ragnheiðar í Blesugróf við Elliðaárnar, á svip- uðum slóðum og Staldrið er í dag. U.þ.b. 6 mínútna keyrsla var frá æskuheimili Ragn- heiðar á Fjölnisvegi í sumarbústaðinn, sem var með sundlaug. Ragnheiður var í Sjálf- stæðisflokknum eins og maður hennar og tók mikinn þátt í störfum flokksins. Þau hafa staðið þetta saman öll þau ár sem vinátta þeirra hefur varað. Eins og alþjóð veit var Guðmundur aðalforsprakkinn að stofnun VR sem launþegafélags, en áður var VR félag kaupmanna og starfsfólks. Þegar það skiptist á árunum 1955-1957 varð VR fjölmennasta launþegafélag landsins. Síðan fór Guðmundur að starfa fyrir SH og gerðist líka alþingismaður. Ég efa að margir Íslendingar hafi setið jafn þýðingarmikla fundi, við- komandi efnahagsmálum ísl. þjóðar- innar og hann, er þá sama hvort talað er um verkalýðsmál eða önnur þjóð- hagsmál. Frægt var á árunum þegar kæra þurfti stærsta verkalýðsfélag landsins inn í ASÍ. Kommarnir vildu ekki Guðmund H. og co. inn í ASÍ. Guðmundur sat við borðið í Ósló með sjávarútvegsráðherra Matthíasi Bjarnasyni og utanríkisráðherra Einari Ágústssyni 1975. Ekki kæmi mér á óvart að kunningsskapur hans við nafntogaða menn í verkalýðs- málabaráttu Bretaveldis, hafi ekki verið þýðingarlaus þegar 200 mílna landhelgin komst í höfn. Guðmundur var framámaður í Varðbergi og enda- laust er hægt að telja. En á bak við Guðmund var sú hefð- arkona sem við kvöddum 16. júlí, vin- kona mín Ragnheiður G. Ásgeirsdótt- ir. Hún hugsaði um manninn, heimilið, syni, og síðan tengdabörn og barnabörn. Ragnheiður átti það til að gerast læknaritari um stund þegar heimilisstörf minnkuðu og sneri sér að hjúkrunarstörfum, en það sem gerði hana merkilega og umfram allt aðdáunarverða, var hversu gott hún átti með að láta um sig muna, án þess að mikið bæri á. Einlægar kveðjur með hluttekn- ingu sendi ég öllum ástvinum Ragn- heiðar G. Ásgeirsdóttur. Þorkell Valdimarsson. Ragnheiður Guðrún Ásgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.