Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008
STOFNAÐ 1913 
211. tölublað 
96. árgangur 
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
ALGJÖRIR INNIPÚKAR
Á NASA UM HELGINA
DAGLEGTLÍF
Tábrot og lím í
hárinu fyrir dansinn
MANNLÍFIÐ var blómlegt á götum Ísafjarðar í
gær og ekki dró úr því þegar um 1.800 farþegar
skemmtiferðaskipsins Queen Elizabeth 2 stigu í
land, svo fólksfjöldi bæjarins nánast tvöfaldaðist.
Skipið gat ekki lagst við bryggju vegna stærðar
en lá daglangt við legufæri í Skutulsfirði á með-
an farþegarnir nutu veðurblíðunnar og hafa far-
þegar Flugfélags Íslands eflaust notið sín líka
þegar Dash-8-flugvél flaug lágflug út fjörðinn í
námunda við Drottninguna. Þetta er í síðasta
sinn sem skipið heimsækir Ísland, því það verður
brátt endurgert sem hótel og spilavíti í Dubai.
Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Drottning í Djúpinu
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
VIRÐISRÝRNUN útlána bank-
anna, þ.e. greiðslur í afskriftarsjóði
vegna afskrifaðra lána, eða lána sem
útlit er fyrir að þurfi að afskrifa, nam
25,1 milljarði króna á fyrri helmingi
þessa árs, en á sama tímabili í fyrra
nam virðisrýrnunin 5,6 milljörðum
króna. Ekki er gefið upp hve stór
hluti þessarar upphæðar eru raun-
verulegar afskriftir á lánum, en ljóst
má vera að um er að ræða nokkra
milljarða króna. Samanlagður hagn-
aður bankanna á fyrri helmingi árs-
ins nam 79 milljörðum króna, en á
sama tímabili í fyrra nam hann 89,6
milljörðum króna.
Bönkunum tókst að verja sig fyrir
áhrifum vaxandi verðbólgu og lækk-
andi gengis krónu og jukust hreinar
vaxtatekjur bankanna umtalsvert
vegna verðbólguáhrifa. Samanlagð-
ar hreinar vaxtatekjur bankanna
námu 116 milljörðum króna á fyrstu
sex mánuðum ársins, samanborið við
70,2 milljarða króna í fyrra. 
Bankarnir hafa styrkt stöðu sína
við erfitt efnahagslegt árferði og
dregið m.a. úr skuldsetningu og hafa
Kaupþing og Landsbanki aukið til
muna hlutfall innlána í fjármögnun
sinni með erlendu innlánsreikning-
unum Icesave og Kaupþing Edge. 
Landsbankinn sker sig frá hinum
bönkunum tveimur hvað varðar arð-
semi eigin fjár, sem var 35%, sam-
anborið við 17% hjá Glitni og 19,8%
hjá Kaupþingi. Þá var kostnaðar-
hlutfall Landsbankans, þ.e. hlutfall
kostnaðar á móti tekjum, umtalsvert
lægra en hjá hinum bönkunum. | 13
Afskrifa milljarða króna
L52159 Uppgjör bankanna bera vott um 
erfiðara efnahagsástand og verðbólgu
L52159 ?Það sem ég
sótti einkum til
Solzhenítsyns
var reynsla hans
af baráttunni við
kerfið. Þessi
þekking gagnast
mér mikið í dag,?
sagði skáksnill-
ingurinn Garrí
Kasparov, einn
þekktasti gagn-
rýnandi núverandi valdhafa í Rúss-
landi, um fráfall rithöfundarins Al-
exanders Solzhenítsyns, sem lést á
heimili sínu í Moskvu í fyrradag, 89
ára að aldri.
Þekktir rithöfundar og leiðtogar
stjórnarandstöðunnar í Rússlandi
tóku í sama streng og lofuðu
Solzhenítsyn fyrir það mikilsverða
framlag að leiða milljónum lesenda
hörmungar gúlagsins fyrir sjónir.
Yelena Bonner, þekkt baráttukona
fyrir mannréttindum í Rússlandi,
minnti hins vegar á að hann hefði
ekki verið gallalaus og misbeita
mætti þjóðernisstefnu hans. Þá var
það afar umdeilt að hann hélt uppi
vörnum fyrir stjórnarhætti Vladím-
írs Pútíns, fyrrverandi forseta. »14 
Solzhenítsyn 
fyrirmyndin
Alexander
Solzhenítsyn
L52159 Þær hlaupa um í
þröngum fötum, of-
urhetjurnar, halda
illmennum í skefj-
um og kjósa fatnað
sem sýnir sérhvern
vöðva í stæltum lík-
amanum. Ef marka
má nýjustu sölutöl-
ur á sokkabuxum
eru breskir karlar farnir að taka
eftir síðastnefnda atriðinu, hinum
djarfa klæðnaði þess sem vill skera
sig úr.
Sala á sokkabuxum hefur þannig
margfaldast undanfarið, aukning
sem er m.a. rakin til vinsælda nýj-
ustu myndarinnar um Leðurblöku-
manninn. Munu slíkar buxur vera
vinsælar hjá þýskum körlum.
Strákar og sokkabuxur
79
milljarðar
Hagnaður bankanna
25,1
milljarður
Virðisrýrnun útlána
116
milljarðar
Vaxtatekjur bankanna
L52159 Aðeins tíu af þeim 78 þjón-
ustuíbúðum aldraðra sem hafa ver-
ið byggðar í Mörkinni við Suður-
landsbraut eru seldar. Kólnun á
fasteignamarkaði er sögð vera
skýringin á hinni dræmu sölu, því
þótt áhugi sé fyrir hendi er erfitt
fyrir fólk að losa um eignir sínar
um þessar mundir.
Samkvæmt heimasíðu rekstr-
araðila þjónustuíbúðanna kostar
dýrasta íbúðin 67,5 milljónir króna
og er 138,6 fermetrar að stærð.
Íbúðirnar eru seldar með svoköll-
uðum íbúðarrétti, þar sem íbúar fá
rétt til búsetu í íbúðinni til lífstíðar
gegn vissu gjaldi. Þessi réttur er
ekki framseljanlegur. »Fasteignir
Kólnun á markaði skýri
dræma sölu í Mörkinni
Morgunblaðið/Frikki
Suðurlandsbraut Fyrsta íbúðin í
Mörkinni var afhent 2. maí sl.
ÚTIHÁTÍÐIR víða um landið
heppnuðust almennt vel um versl-
unarmannahelgina. Um 13.000
manns voru í Eyjum á fjölmennustu
þjóðhátíð sögunnar. 
Um 8.000 gestir voru á Einni með
öllu á Akureyri sem þótti takast vel
með fáeinum undantekningum og í
Neskaupstað voru í kringum 5.000
manns á fjölskylduhátíðinni Neista-
flugi. Tókst hún almennt prýðilega
og var smekkfullt í bænum.
Ellefta unglingalandsmót UMFÍ
var haldið um helgina á Þorláks-
höfn. Hafa þátttakendur aldrei ver-
ið fleiri, en þeir voru rúmlega 1.200
talsins. Heildarfjöldi gesta á hátíð-
inni náði um 10.000 þegar mest var.
Keppt var í knattspyrnu, frjáls-
íþróttum, glímu, golfi, hestaíþrótt-
um, körfuknattleik, mótókrossi,
skák og sundi á mótinu og voru
þátttakendur á aldrinum 11-18
ára. | 6 og Íþróttir
Þúsundir skemmtu
sér konunglega
Morgunblaðið/Ómar
Sprettur Unglingalandsmót UMFÍ var haldið um helgina og voru kepp-
endur um 1.200 talsins. Þessar 11 ára stúlkur kepptu í 600 metra hlaupi. 
89,6
5,6
70,2
Uppgjör á fyrri helmingi árs
2007 2008

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36