Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008
STOFNAÐ 1913 
212. tölublað 
96. árgangur 
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
ÍÞRÓTTIR
SIGMUNDUR EINAR Í
ATVINNUMENNSKUNA
DAGLEGTLÍF
Ólst upp á farfugla-
heimilinu Berunesi
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
MUN betur gengur að ráða í umönn-
unarstörf á leikskólum og elliheimil-
um en í fyrra. Þá var ástandið mjög
slæmt vegna manneklu og voru dæmi
um að foreldrum leikskólabarna væri
tilkynnt að þeir þyrftu að hafa börnin
heima einn dag vikunnar. Óvissa var
um hvort skerða þyrfti vistun barn-
anna til lengri tíma. 
Nú gengur mun betur að ráða í
umönnunarstörf. Ýmsir viðmælendur
Morgunblaðsins telja að það sé af sem
áður var að fólk geti gert miklar kröfur
og valið milli fjölda starfa. Í uppsveifl-
unni og góðærinu sem lék við landið
seinustu árin hafi verið nægt framboð
af betur launuðum störfum. Nú þurfi
fólk í atvinnuleit að slaka á kröfunum
og taka það sem býðst og njóti fyrr-
nefndir vinnustaðir góðs af því.
Var svo komið síðasta sumar að Fé-
lag leikskólakennara lýsti yfir
áhyggjum sínum af manneklunni og
áhrifum hennar. ?Þetta ástand ógnar
starfsemi leikskólanna sem er við-
kvæm og mikilvæg í lífi ungra barna.
Að auki eykur starfsmannaskortur
álag á stjórnendur og starfsmenn sem
fyrir eru og veldur foreldrum áhyggj-
um og kvíða,? ályktaði stjórn félags-
ins í ágúst í fyrra.
Horfir til betri vegar
Ekki hafa verið teknar saman
heildartölur um stöðu leikskólanna í
Reykjavík en þegar haft var samband
við þá stærstu var hljóðið í leikskóla-
stjórunum gott. Sögðu þeir flestir að
ástandið hjá sér væri gott og töluvert
betra en í fyrra. Hjá sumum hefði ver-
ið ?ofboðslega erfitt? í fyrra en nú
horfði til betri vegar. Aðspurðir sögð-
ust nánast allir bjartsýnir á að vel
tækist að ráða í stöður fyrir haustið.
Sótt í umönnunarstörf
Dvalar- og hjúkrunarheimilin
Grund og Hrafnista merkja bæði
töluverðar breytingar á því ástandi
sem ógnaði starfsemi heimilanna í
fyrra. Vel gengur að ráða í laus störf
og segir Pétur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Hrafnistu, að heimilið
sé ?í miklu betri málum en á sama
tíma í fyrra?. 
Auðveldara að fá fólk
L52159 Ásókn hefur aukist í störf á leikskólum og elliheimilum 
sem afar erfiðlega gekk að manna á sama tíma í fyrra
L52159 Ráðningar | 12
?VIÐ ERUM að heyja land sem heitir Vallhólmi í Skagafirði, þar sem áður var grasköggla-
verksmiðja, og erum að heyja til að selja bændum og hestamönnum,? segir Bessi Freyr Vé-
steinsson, eigandi fyrirtækisins Sels ehf., um heysöluna í sumar. Bessi segir sprettu á heyfeng í
meðallagi í ár sökum þurrka fyrrihluta sumars, aðeins sé hægt að giska á hversu margir bagg-
arnir verði. Hann reiknar með milljóna króna veltu af sölunni, hver baggi kosti 7.500 til 9.000
kr. með vsk. ?inn í hlöðu?, eftir þjónustustigi. Á móti komi milljóna kostnaður. baldura@mbl.is
Milljónir bíða þess að verða hirtar af túnunum
Ljósmynd/Halldór Kolbeins
L52159 Starf ljós-
móður er aldrei
nein rútína held-
ur er hver barns-
fæðing ævintýri
líkust, segir Guð-
laug Einarsdóttir
formaður Ljós-
mæðrafélags Ís-
lands. Hún segir
ljósmæður hafa hlakkað mikið til
nýrra samninga enda átt von á leið-
réttingu launa sinna, en nú hafa um
100 meðlimir ljósmæðrafélagsins
sagt upp störfum. Börn halda
áfram að fæðast, en æ fleiri ljós-
mæður velja sér annan starfsvett-
vang vegna launanna. Ljósmæður
funda í dag með samninganefnd
ríkisins. »11
Ljósmæðrastarfið er ævin-
týri en launin öllu síðri
L52159 Landsnet undirbýr lagningu
nýrrar byggðalínu frá Blöndustöð
til Akureyrar en bygging álþynnu-
verksmiðju rekur á eftir því að lín-
an verði lögð. Möstrin eru 17 til 36
m á hæð og ríkir óánægja meðal
landeigenda með fyrirhugað línu-
stæði í Efribyggð í Skagafirði enda
munu háspennumannvirkin blasa
við ábúendum þótt reynt verði að
fella þau inn í landið.
?Við viljum ekki fá neinar línur
yfir þessar jarðir hér. Við munum
aldrei fallast á það,? segir Ólafur Þ.
Hallgrímsson, prestur á Mælifelli.
Gríðarleg sjónmengun verði af
mannvirkinu þar sem möstrin muni
m.a. bera í Mælifellshnjúkinn. »9
Vilja engin möstur 
fyrir Mælifellshnjúk 
Áhyggjur vegna
ástandsins í leikskólum
Mannekla á leikskólunum ógnar
starfsemi leikskólanna sem er við-
kvæm og mikilvæg í lífi ungra barna.
(Mbl. 21. ágúst 2007)
Grípa þarf til úrræða
Um 200 manns vantar til starfa á
leik- og grunnskólum í borginni.
(Mbl. 11. september 2007)
Stuðningur foreldra
mikilvægur
?Fólk er í reddingum, það reynir að
bjarga sér,? segir móðir. Leik-
skólastjóri fagnar stuðningi foreldra.
(Mbl. 3. október 2007)
MANNEKLAN Í FYRIR-
SÖGNUM Í FYRRA
RÓBERT Wessman hefur látið af
störfum sem forstjóri Actavis Group.
Við starfinu tekur Sigurður Óli
Ólafsson, aðstoðarforstjóri Actavis.
Róbert snýr sér nú að rekstri fjár-
festingarfélags síns, Salt Invest-
ment, en situr áfram í stjórn Actavis.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins munu eigendur Actavis hafa
talið að hagsmunir Róberts í Salti
gætu dregið athygli hans frá dagleg-
um rekstri Actavis. 
Róbert segir í samtali við Morg-
unblaðið að hann hafi nokkrum sinn-
um rætt það við Björgólf Thor
Björgólfsson, stjórnarformann fé-
lagsins, að tími væri kominn fyrir sig
til að hætta störfum. Hann hafi verið
búinn að stýra félaginu í tíu ár og
vilji einbeita sér að Salti. | 14
Forstjóraskipti hjá Actavis Group
Hættur eftir tíu ár
Björgólfur Thor
Björgólfsson
Róbert 
Wessman

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36