Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Móhella 1 - Hafnarfirði
10.665 fm byggingarlóð
Til sölu er lóðinni númer 1 við Móhellu í Hafnarfirði sem 10.665 m
2
að stærð. Lóðin er tilbúin til
uppbyggingar og hefur aðkomu bæði frá Móhellu og Íshellu auk þess að vera vel sýnileg frá
Reykjanesbrautinni.
 Inneign í gatnagerðargjöldum er 4.000 fm.
 Nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,7.
 Leifilegt er að byggja 7.465 m2 hús á lóðinni.
 Ógreidd eru gatnagerðargjöld af 3.466 m²
Hér er á ferðinni framtíðarbyggingarstaður fyrir hverskonar atvinnurekstur. Þetta er
eign sem getur hentað vel sem höfuðstöðvar fyrir stórt fyrirtæki og eða hýst mörg
smærri fyrirtæki. Óskað er eftir tilboði í lóðina.
Allar nánari upplýsingar veitir Jón Gretar Jónsson
framkvæmdastjóri Húsakaupa í síma 617-1800.
Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali
Jón Gretar Jónsson
Sölumaður
GSM. 617-1800
NEIKVÆTT við-
horf fólks gagnvart
lögreglunni veldur
mér áhyggjum. Það
hlakkar jafnvel í fólki
þegar lögregluþjónn
gerir mistök sem
verða þess valdandi að
honum er vísað frá
starfi tímabundið, eins
og gerðist í frægu atviki sem átti
sér stað í verslun 10-11 fyrr á þessu
ári. Þar lá ungur piltur undir grun
um að hafa hnuplað úr versluninni
og lögregla var kölluð á staðinn.
Piltinum fannst ekkert sjálfsagðara
en að sýna lögregluþjóninum hroka,
vera með stæla og rífa kjaft. Það
þótti honum og félögum hans sjálf-
sagt bara svakalega fínt. Ekki var
nú verra að atvikið skuli hafa náðst
á upptöku úr gsm-síma, svo hægt
væri að sýna þjóðinni valdníðslu og
yfirgang lögreglunnar í sjónvarpi.
Fjölmargir voru hneykslaðir og
þótti lögregluþjónninn fara offari
gegn þessum saklausa unga dáða-
dreng. Lögregluþjóninum var um-
svifalaust vikið frá störfum tíma-
bundið og heyrðust þá háværar
raddir um að tímabundin brottvikn-
ing væri ekki fullnægjandi, það yrði
að reka manninn úr lögreglunni.
Drengurinn sem sakaður var um
stuldinn úr 10-11 var sjálfsagt hæst-
ánægður með þetta allt saman,
hann fékk fullt af athygli og afrek-
aði það að ná að koma einni löggu í
skammarkrókinn. Eflaust mjög
stoltur af þessu öllu saman. Þessi
lögregluþjónn sneri síðan aftur til
starfa nokkru síðar og þá brást fólk
aftur illa við, skildi ekkert í því hvað
væri verið að hleypa svona mönnum
aftur til starfa. 
Ég kann þessum pilti úr 10-11
litlar þakkir. Þetta atvik varð þess
valdandi að lögregluþjónum að
störfum fækkaði um einn. Lög-
regluþjónar eru einfaldlega alltof
fáir og það er grátlegt að heyra
fréttir af því að verið sé að skera
niður fjárframlög til löggæslumála.
Auðvitað átti lögregluþjónninn ekki
að bregðast við eins og
hann gerði, en strák-
urinn hefði einfaldlega
átt að sýna lög-
regluþjóninum til-
hlýðilega virðingu,
svara spurningum
hans skilmerkilega og
fara eftir fyrirmælum
hans í einu og öllu. Þá
hefði hann fengið virð-
ingu til baka, svo ein-
falt er það. 
Mig langar að deila
með ykkur lítilli sögu.
Ég var í feðraorlofi og var einn
heima með eldri strákinn, sem þá
var u.þ.b. 8 mánaða gamall og var
búinn að vera lasinn, með háan hita.
Ég sat inni í sjónvarpsherbergi og
strákurinn var að leika sér hjá mér.
Hann reisir sig upp við sjónvarps-
skápinn og gengur meðfram honum.
Allt í einu hættir hann að færa sig
meðfram skápnum og lítur til mín.
Ég sé strax að það er eitthvað að.
Hann byrjar að ranghvolfa aug-
unum og halla aftur höfðinu þar
sem hann stendur og heldur fast í
skápinn, og þá byrjar hann að fá
heiftarlega og kraftmikla krampa-
kippi um allan líkamann. Eðlilega
var mér mjög brugðið, því ég vissi
ekki hvað var að gerast. Ég tek
hann í fangið og kalla nafnið hans til
að reyna að fá einhver viðbrögð, en
hann heldur áfram að kippast til, al-
veg tómur til augnanna. Ég fer með
hann að næsta vaski og skvetti
köldu vatni framan í hann, en án ár-
angurs. Ég var algjörlega ráðalaus
og upplifði þá mestu skelfingu sem
ég hafði nokkru sinni upplifað, því
ég hélt að litli strákurinn minn,
frumburðurinn, væri þarna að deyja
í fanginu á mér. Í mikilli geðshrær-
ingu og eftir nokkuð fát náði ég að
hringja í 112. Innan 30 sekúndna frá
því ég hringdi á 112 heyrði ég í
öskrandi sírenum lögreglubíls í göt-
unni hjá mér. Ég sá hvar bíllinn
snarhemlaði fyrir utan húsið og út
stukku tveir lögregluþjónar sem
hlupu á miklum spretti upp tröpp-
urnar og beinustu leið inn í íbúðina
til mín. Einni mínútu síðar var síðan
kominn sjúkrabíll með lækni og
sjúkraflutningamönnum. Það kom
reyndar á daginn að drengurinn var
ekki í lífshættu, en það vissi ég ekki
þegar þetta átti sér stað.
Þegar ég sá lögregluþjónana
koma hlaupandi upplifði ég ein-
hverja þá mestu hetjudáð sem ég
hef nokkurn tímann orðið vitni að í
lífi mínu. Þarna komu á harða-
spretti tveir menn sem höfðu það
fyrir atvinnu að hjálpa og vernda
fjölskylduna mína ef hætta steðjaði
að ? börnin mín, konuna mína og
mig sjálfan. Þessir menn voru reiðu-
búnir til að gera skyldu sína og
bjarga lífi litla drengsins míns. 
Við megum ekki gleyma því
hversu mikilvægir lögregluþjónar
eru í okkar samfélagi. Þeir gegna
lykilhlutverki í því að gæta öryggis
okkar borgaranna og barnanna okk-
ar. Við eigum að vera þeim þakklát
og sýna störfum þeirra virðingu. Ég
kann drengnum úr 10-11 litlar
þakkir fyrir að fækka lögregluþjón-
um að störfum um einn, þeir voru of
fáir fyrir. Drengurinn verður að
átta sig á því að sú staða gæti komið
upp í hans lífi að hann þurfi á aðstoð
lögregluþjóns að halda í framtíðinni,
hugsanlega við að bjarga lífi hans
sjálfs eða einhverjum úr hans fjöl-
skyldu. Þá yrði hann eflaust glaður
að sjá sama lögregluþjóninn og var
bolað tímabundið frá störfum.
Ég vil nota þetta tækifæri og
þakka öllum lögregluþjónum þessa
lands fyrir þeirra óeigingjarna starf
og allar þær hetjudáðir sem þeir
hafa drýgt, fyrir mig sjálfan og alla
þá sem mér eru nákomnir. Það veit-
ir mér mikla öryggistilfinningu að
vita að þið séuð til staðar fyrir börn-
in mín ef þau þurfa á ykkur að
halda. Ég er ykkur óendanlega
þakklátur.
Lögregluþjónar eru hetjur 
Ómar Smárason
segir frá góðu starfi
íslenskra lögreglu-
manna.
»
Neikvætt viðhorf
fólks í samfélaginu
gagnvart lögreglunni
veldur mér áhyggjum.
Það hlakkar jafnvel í
fólki þegar lögreglu-
þjónn gerir mistök.
Ómar Smárason
Höfundur er markaðsstjóri og stoltur
pabbi tveggja drengja.
ÁRNI Sigfússon,
bæjarstjóri Reykja-
nesbæjar, skrifaði í
Morgunblaðið þann
24. júlí, grein um ál-
framleiðslu, þar sem
hann gerir lítið úr
raunverulegum áhrif-
um hennar; umhverf-
is- og samfélags-
tengdum, sem og
hnattrænum. Það
vekur athygli að
kvöldið áður átti sér
stað fyrirlestur
Andra Snæs og Sam-
arendra Das í Rvk.
Akademíunni, en
fundurinn fjallaði ein-
mitt um báxítgröft og
samhliða menning-
arleg þjóðarmorð í
þriðja heiminum, og
leiddi af sér þónokkra
almenningsumræðu
um hvort tveggja.
Árni talar um álið
? ?græna málminn? ?
sem einhvers konar töfralausn við
þeim umhverfisvandamálum sem
steðja að öllu lífi hér á jörð. Hann
bendir réttilega á að flest allt sem
unnið er úr áli er endurvinnanlegt
en bætir svo sjálfur við að ein-
ungis þriðjungur þess sem fram-
leitt er sé endurnýtt. Til að fram-
leiða 1 tonn af áli þarf á bilinu 4-6
tonn af báxíti, sem þýðir að 2,6-4
tonn af báxíti eru grafin til þess
eins að enda sem landfylling. Hvað
eru það mörg tonn á ári?
Svona erum við blekkt. Hver
einasta vara sem inniheldur ál er
sögð vera endurvinnanleg, því það
er jú hægt að endurvinna álið. En
kostnaðurinn er einfaldlega oft of
mikill og því flóknari sem varan
verður, með mörgum lögum af
mismunandi efnum, verður erf-
iðara og dýrara að endurvinna álið.
Samt sem áður er okkur talið í trú
um að varan sé umhverfisvæn og
skaðlaus vegna möguleikans á end-
urvinnslu.
Jakob Björnsson, fyrrverandi
orkumálastjóri segir í grein 28. júlí
að ég átti mig ekki á því að á end-
anum sé það neysla okkar sem
ræður úrslitum um framleiðslu áls.
Auðvitað stjórnast framleiðslan að
mestu leyti af neyslu okkar, en
ekki bara persónulegum ákvörðum
neytenda heldur neyslumenning-
unni í heild sinni. Mörkin milli
framleiðslu og neyslu eru allt of
óljós til að hægt sé að kenna öðru
hvoru um. Samfélagið er skipulagt
með það að leiðarljósi að hver og
einn einstaklingur keyri um á
einkabíl, hverjum 250 gr. af mat er
pakkað í plast, pappír, ál eða allt
þrennt, og fólk er hvatt til þess að
kaupa sér ?einnar helgar síma?
líkt og Vodafone gerði nú fyrir
verslunarmannahelgina. Hvar ligg-
ur þá ábyrgðin? Hjá neytandanum
eða framleiðandanum? Hvort kom
á undan, hænan eða eggið? Málið
er ekki svo einfalt að hægt sé að
kenna öðrum aðilanum
um umfram hinn. 
En aftur að Árna,
sem kynnir svo til
leiks svokallaða ?upp-
lýsta umhverfissinna?,
sem samkvæmt honum
ræða gagnrýni sína á
álframleiðslu út frá
þremur grunnum, þ.e.
eyðileggingu náttúru
vegna virkjanafram-
kvæmda, sjónmeng-
unar álversbygginga
og losun gróðurhúsa-
lofttegunda.
Mikið rétt, gífurlega
miklum og stórum
landsvæðum er fórnað
undir vatn alls staðar í
heiminum fyrir uppi-
stöðulón, einstök jarð-
hitasvæði eru skemmd
fyrir orkuframleiðslu,
álver eru yfirleitt for-
ljótar byggingar og
það er satt að álfram-
leiðsla leiðir af sér
mikla losun gróð-
urhúsalofttegunda. En
að halda því fram að
þetta séu einu vanda-
málin sem ál-
framleiðslan leiðir af sér er mikil
blekking og lýsir vel því af-
skiptaleysi sem einkennir um-
ræðuna um álframleiðslu hér á
landi.
Útlit álvera er ekkert áhyggju-
efni samanborið við raunveruleg
umhverfis- og samfélagsáhrif
framleiðslunnar. En með því að
leggja áherslu á að gera álverið
fallegt og fá til þess umhverfis- og
byggingalistamenn eins og Árni
stingur upp á, er einungis verið að
fela raunveruleg áhyggjuefni og
breiða yfir skítinn. 
Skýrslan Ímyndakjarni Íslands
sem kom út á vegum forsætisráðu-
neytisins í vor fjallar um hvernig
hægt sé (og einfaldlega þurfi) að
skapa Íslandi ímynd; ?hreina? og
aðlagandi. Í skýrslunni segir m.a.
að ímyndir landa geti byggst á
staðreyndum, getgátum og jafnvel
ranghugmyndum, en fyrst og
fremst þurfi að skapa ímyndina og
til þess er svo stungið upp á væg-
ast sagt ógeðfelldum aðferðum.
Þennan sama leik spila álfyr-
irtækin og hagsmunaaðilar þeirra.
Falleg álversbygging í stíl við um-
hverfi sitt er fyrst og fremst
ímynd, sköpuð til þess að leiða
hugann frá raunveruleikanum. 
Ef það er eitthvað til sem heitir
upplýstir umhverfissinnar, hljóta
það að vera þeir sem setja hlutina
í hnattrænt samhengi. Upplýstir
umhverfissinnar myndu þá setja
upp (eins og Árni) lista yfir þrjú
atriði sem þarf að hafa í huga við
framleiðslu áls. Hvaðan kemur
hráefnið, hver eru heildaráhrif
framleiðslunnar og hvað á að fram-
leiða? Án þessara þátta er ekki
hægt að fjalla um álframleiðslu.
?Íslenskt ál? er ekki til og í
rauninni er eiginlega ekkert til
sem er alveg íslenskt. Að tala um
álframleiðslu eins og hún sé einka-
hagsmunamál Íslendinga, jafnvel
bara Húsvíkinga eða Keflvíkinga,
er skammsýnt. Álver á Bakka mun
krefjast báxíts frá þriðja heim-
inum, flutnings súrsáls til Íslands,
orku frá Þeystareykjum og Kröflu,
jafnvel Skjálfandafljóts og Jökuls-
ár á Fjöllum, og flutnings álsins
héðan. Álið endar svo út um allan
heim í hverri þeirri vöru sem
framleidd er úr því. 
Græni málmurinn er ekkert
grænn. Vel má vera að ímynd ál-
framleiðslu hér á landi sé hrein og
?græn? en sú ímynd er bara þáttur
í ímyndarherferð íslenskra vald-
hafa, sem álfyrirtækin taka virkan
þátt í. Ímyndin er blekking sem
verður að uppræta.
Ímyndarleikur 
áliðnaðarins
Snorri Páll Jónsson
Úlfhildarson skrif-
ar um stóriðju og
ímynd Íslands
Snorri Páll Jónsson 
Úlfhildarson
»
Allt tal um ál
sem ?græna
málminn? er
þáttur í ímynd-
arherferð vald-
hafa og áliðn-
aðarins. Hvað
skiptir raun-
verulegu máli í
umræðunni um
álframleiðslu?
Höfundur er listamaður.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52