Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008
STOFNAÐ 1913 
217. tölublað 
96. árgangur 
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
MENNING
FIMMRÉTTAÐ FÍNIRÍ
Á BERJADÖGUM
FRÉTTIR
Frægur göngu-
garpur á hálendinu
ÍÞRÓTTIR
FH sigraði KR fimmta árið í röð á
heimavelli Vesturbæjarliðsins í
Landsbankadeildinni í knatt-
spyrnu, 2:1, og náði með því fjög-
urra stiga forystu. Þróttur og Fram
skildu jöfn í gærkvöld, 1:1.
FH lagði KR að velli
og jók forskotið 
Arnar Sigurðsson varð í gær Ís-
landsmeistari karla í tennis tólfta
árið í röð og Sandra Dís Kristjáns-
dóttir sigraði í kvennaflokki. Arnar
tilkynnti eftir mótið að hann væri
hættur sem atvinnumaður.
Arnar hættur sem at-
vinnumaður í tennis
Golfklúbburinn Keilir úr Hafn-
arfirði varð í gær tvöfaldur sig-
urvegari í sveitakeppninni í golfi.
Karlasveit GK sigraði á Akranesi
og á meðan vann kvennasveit fé-
lagsins í Garðabæ.
Keilir sigraði tvöfalt
í sveitakeppninni
BETUR fór en á horfðist þegar
franskur ferðamaður á fimmtugs-
aldri ók bíl sínum niður í Jökulsá á
Dal um sjöleytið í gærkvöldi. Svo
virðist sem maðurinn hafi misst
stjórn á bifreið sinni í krappri
beygju skammt frá brúnni við bæ-
inn Brú á Jökuldal með þeim afleið-
ingum að hún féll um átta metra
niður að vatnsborðinu og sökk síðan
í sex til átta metra djúpan hyl. Öku-
maður braut sér leið út úr bílnum
og náði að synda að klettasyllu und-
ir brúnni. 
Hjón sem áttu leið um svæðið
tóku eftir að bakpokar voru á floti í
ánni. Þau stöðvuðu för sína og
heyrðu þá hjálparkall mannsins
undan brúnni. Fólkið færði hann á
nálægan bæ, en hann var orðinn
nokkuð kaldur eftir volkið. Að sögn
heilsast honum nú bærilega.
Ljósmynd/Margrét Aðalsteinsdóttir
Bakpokaveiðar Veiðimaður var einn þeirra sem hjálpuðu til og fiskaði hann upp farangur með stöng sinni. 
Synti að klettasyllu
Franskur ferðamaður ók bíl sínum út í Jökulsá á Dal
Ljósmynd/Margrét Aðalsteinsdóttir
Kröpp beygja Ökumaður missti stjórn á bílnum í beygjunni við brúna.L52159 Heyrðu hjálparkallið | 2
L52159 Hlaup hófst í
Skaftá í Skaft-
árdal í gær.
Hlaupið fór
hægt af stað en
því óx ásmegin
eftir því sem
leið á daginn.
Soffía Sigurð-
ardóttir, skála-
vörður í Nýja-
dal, segir að þýskur göngumaður
á Sprengisandi og tveir liðsmenn
Hjálparsveitar skáta í Vonar-
skarði hafi heyrt drunur í jökl-
inum á föstudagskvöld. 
?Þeir heyrðu í þrjú kortér
drunur í jöklinum. Við vissum
ekki hvað þetta gæti verið og
datt helst í hug að þetta hefði að-
eins verið tröllagangur í fjöll-
unum.? »6
Skaftárhlaupi óx ásmeg-
in er leið á gærdaginn
Hlaup í Skaftá.
L52159 Bæjarbragurinn í Hveragerði
líkist óðum því sem íbúar þekktu
áður en harðir jarðskjálftar gengu
yfir bæinn í lok maí. Um 80 hús
hafa verið skoðuð með tilliti til
skemmda. Eitt þarf að rífa en 10
eru þónokkuð skemmd. Þurfa
tvær fjölskyldur að búa fjarri
heimilum sínum vegna húsnæðis-
skemmda.
Þá hefur aðsókn að Heilsustofn-
un NLFÍ, sem er til húsa í Hvera-
gerði, minnkað um fimmtung sök-
um ótta sem greip um sig í kjölfar
skjálftanna. »8
Skjálftarnir líða bæjar-
búum seint úr minni
L52159 Forsetakosn-
ingarnar í
Bandaríkjunum í
nóvember munu
öðrum þræði
snúast um per-
sónu Baracks
Obama, að mati
Philips H. Gord-
on, fræðimanns
við Brook-
ings-stofnunina og ráðgjafa
Obama í Evrópuför hans.
?Almenningur er orðinn þreytt-
ur á óvinsældum Bandaríkjanna
utan landsins,? segir Gordon.
?Átta af hverjum tíu Bandaríkja-
mönnum telja að landið sé á
rangri braut, hlutfall sem er for-
dæmislaust síðan kannanir hóf-
ust.? »14
Segir forsetakosning-
arnar snúast um Obama
Barack Obama
HEIMSMARKAÐSVERÐ á hrávöru
er tekið að lækka og má búast við
því að þær lækkanir skili sér fljót-
lega inn í matvælaverð hérlendis.
Veigamikill þáttur í því að svo verði
er að krónan haldist stöðug en veik-
ist hún frekar gæti það gert verð-
lækkanirnar að engu.
Hrávöruverðslækkun mun ekki
eingöngu skila sér í ódýrari mat
sem mannskepnan leggur sér til
munns heldur einnig í ódýrara
kjarnfóðri fyrir nautgripi.
Haldist krónan stöðug má búast
við að lækkanir á matvælaverði
reynist öflugt vopn í baráttunni
gegn verðbólgupúkanum sem hefur
gildnað töluvert undanfarin misseri
m.a. vegna mikilla hækkana á mat-
vælaverði. | 2
Lækkar Spáð er lækkunum í haust.
Lækkanir á matvælaverði
fyrirsjáanlegar í haust
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
SENDIHERRA Bandaríkjanna hjá
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna,
Zalmay Khalilzad, sakaði í gær
Rússa um að vilja
hrekja stjórn
Mikhails Saakas-
hvilis forseta í
Georgíu frá völd-
um. Sagði Khalil-
zad að utanríkis-
ráðherra
Rússlands, Serg-
ei Lavrov, hefði
tjáð Condoleezzu
Rice, utanríkis-
ráðherra Banda-
ríkjanna, í gærmorgun að Saak-
ashvili yrði ?að víkja?.
Khalilzad sagði að ummæli af
þessu tagi væru algerlega óviðun-
andi. Saakashvili, sem er mjög
hlynntur vestrænum ríkjum og á
bandaríska eiginkonu, væri lýðræð-
islega kjörinn leiðtogi. ?Er það tak-
mark stjórnar ykkar að hrekja frá
lýðræðislega ríkisstjórn Georgíu??
spurði Khalilzad. Sendiherra Rúss-
lands, Vítalí Tsjúrkín, svaraði ekki
beint en sagði að ráðherrarnir tveir
hefðu átt símtal ?í trúnaði?.
Buðu aftur vopnahlé
Lavrov sagði síðar að Rice hefði
misskilið sig. Hann hefði minnst á
Saakashvili og sagt að Rússar teldu
ekki hægt að semja við mann sem
hefði ?gefið skipanir um stríðs-
glæpi?. Færi hann ekki frá væri því
útilokað að stöðva átökin í Suður-
Ossetíu.
Georgíumenn ítrekuðu í gær til-
boð sitt frá laugardeginum um skil-
yrðislaust vopnahlé og sögðust hafa
dregið her sinn frá Suður-Ossetíu.
Það virtist þó ekki duga því að Rúss-
ar voru sagðir hafa sent landher-
menn inn í Georgíu frá Suður-Oss-
etíu í átt að borginni Gori sem er um
miðbik landsins. Fram til þessa hafa
þeir eingöngu beitt flughernum gegn
skotmörkum í Georgíu. Her
Georgíumanna bjóst til varnar í Gori
er síðast fréttist. | 13
Forset-
inn víki 
Kröfum Rússa
mótmælt hjá SÞ
Mikhail 
Saakashvili

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36