Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						            Eftir Andrés Þorleifsson
andresth@mbl.is
?VIÐ höfum slegið þessu verkefni á frest þar
til hægt er að ná eðlilegum kjörum á fjármögn-
un verkefnisins,? segir Höskuldur Ásgeirsson,
forstjóri Nýsis hf., um framkvæmdir við við-
skiptamiðstöðina World Trade Center Reykja-
vík. Nýsir hf. ráðgerði að reisa hana í grennd
við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið, en nú er óvíst
hvenær framkvæmdir geta hafist. Höskuldur
segir þetta í takt við ástandið í þjóðfélaginu al-
mennt, flestir hafi slegið byggingarfram-
kvæmdum á frest. 
Hugmyndin var sú að Nýsir byggði hina 16
þúsund fermetra viðskiptamiðstöð og leigði
síðan út rými til fyrirtækja. Þar áttu að vera
skrifstofur, fundarsalir og verslanir. 
Lengi voru uppi hugmyndir um að hús
Listaháskólans risi á reit viðskiptamiðstöðv-
arinnar, en langt er síðan horfið var frá þeim. 
Eignarhaldsfélagið Portus hefur enn ekki
fundið samstarfsaðila vegna 400 herbergja
hótelbyggingar sem rísa á á reitnum. Helgi S.
Gunnarsson er framkvæmdastjóri Portus.
Hann segir fyrirtækið hafa átt í formlegum
viðræðum við tvo aðila, innlendan og erlendan,
um samstarf en ekkert hafi komið út úr þeim
viðræðum enn sem komið er. Helgi telur samt
sem áður að viðræðurnar séu enn opnar.
Viðskiptamiðstöð slegið á frest
L52159 Átti að rísa í nánd við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík L52159 Beðið eftir að ástand á fjármála-
mörkuðum batni L52159 Portus er ekki enn búið að finna samstarfsaðila vegna 400 herbergja hótels
?Þetta mál hefur verið í biðstöðu,? útskýrir
Helgi, sem segir Portus ekki hafa verið tilbúið
til að klára samninga. Hann bendir í því sam-
hengi m.a. á að umræðan um svokallaða
stokkalausn hafi verið umfangsmikil og tekið
langan tíma. Ekki hefði gengið að eiga í við-
ræðum við hótelrekanda á sama tíma þegar
ekki lægi ljóst fyrir hvenær hægt væri að klára
mannvirkið. Helgi finnur fyrir áhuga á verk-
efninu en viðurkennir að finna þurfi samstarfs-
aðila á næstu mánuðum ef ljúka eigi verkinu ?á
skynsamlegum tíma?, eins og hann orðar það.
Framkvæmdir við hótelið eru í raun hafnar.
Jarðvegsvinna er langt komin og verið er að
vinna að bílageymslu sem verður undir því.
ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008
STOFNAÐ 1913 
232. tölublað 
96. árgangur 
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
DAGLEGTLÍF
KYNNIR ÍSLENSKAR 
BÓKMENNTIR Í JAPAN
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
Lóa les allt nema
ofurhetjusögur
Má bjóða þér
léttan kaffisopa?
Leikhúsinílandinu
Allir
íleikhús
Gosi>>35
GRÍÐARLEGUR umferðarþungi var á Miklu-
brautinni á milli klukkan átta og níu í gærmorg-
un, þótt heldur dreifðist þunginn ójafnt milli
austurs og vesturs. Svo virtist sem allir væru á
leiðinni í bæinn, enda skólaárið að hefjast, sem
jafnan snareykur umferð. Þegar umferð náði há-
marki fóru yfir eitt þúsund bílar um Ártúns-
brekkuna á 10 mínútum en síðan minnkaði um-
ferðin upp úr klukkan níu.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Bíll við bíl á þrefaldri Miklubrautinni á háannatíma
Kl. 08.59
L52159 Miklar vonir eru bundnar við
fjölþáttameðferð (Multisystemic
Therapy) sem farið verður af
stað með hjá Barnaverndarstofu í
nóvember nk. Meðferðinni er ætl-
að að fylla ákveðið tómarúm sem
hefur myndast, en vantað hefur
heildræna meðferð fyrir ung-
menni með alvarlegan hegð-
unarvanda, s.s. vímuefnafíkn, á
heimilum þar sem fjölskyldan öll
er í fyrirrúmi.
Taka ber fram að MST er ekki
ætlað að koma í stað annarra
meðferða, s.s. á stofnunum, og
nýtist alls ekki öllum ungmennum
sem glíma við alvarlegan hegð-
unarvanda. Að einhverju leyti
mun þó sami hópur og sótt hefur
aðstoð á Stuðla og meðferð-
arheimili geta nýtt sér hana. 
Innleiðing MST hófst í Banda-
ríkjunum 1994 og hefur síðan þá
náð mikilli útbreiðslu. Eru níu ár
síðan Norðmenn ákváðu að inn-
leiða meðferðina. » 12-13
Af stað með MST
L52159 Uppselt er í
margar
sólarlandaferðir í
lok október, en á
þeim tíma fara
flestir grunn-
skólar landsins í
vetrarfrí. Sala á
borgarferðum á þessum tíma hefur
einnig gengið mjög vel og almennt
virðist sala ferða um jól, áramót og
páska vera mikil. ?Kreppan sem all-
ir eru að tala um er ekki komin hvað
þetta varðar, landinn er þá að spara
við sig í einhverju öðru,? segir tals-
maður ferðaskrifstofu. Ferðir sem
áður hafði verið áætlað að hætta við
eru komnar aftur á dagskrá. »8
Sólarþrá um vetur
L52159 Stormur og stórhríð brast á í
Hrafntinnuskeri aðfaranótt mánu-
dags og er þar allt orðið hvítt af
snjó. Hrafntinnusker er einn
áfanga á Laugaveginum, vinsæl-
ustu gönguleið landsins. Ferðafélag
Íslands er með skála í Hrafntinnu-
skeri og á heimasíðu FÍ er brýnt
fyrir göngufólki að vera vel búið á
gönguferðum og kanna vel veð-
urspá áður en haldið er til fjalla.
Ljóst má vera að fyrstu haustlægð-
irnar hafa dunið yfir af miklu afli.
Stórhríð á Laugaveginum
13 ÁRA drengur sýndi snarræði á
Ísafirði í gær þegar hann tilkynnti
eld í iðnaðar- og geymsluhúsnæði við
Suðurtanga 2. Í húsinu er íbúð á efri
hæð og var hann þar inni ásamt
tveimur öðrum börnum þegar eldur-
inn kviknaði á neðri hæðum. Svo
vildi til að drengurinn var á leið á
siglinganámskeið og átti því erindi
niður í bátageymslu Sæfara og sá þá
hvers kyns var. Hann kallaði á hin
börnin tvö og lét síðan lögreglu vita.
Allt tiltækt slökkvilið Ísafjarðar var
kallað út enda hafði eldurinn náð sér
á strik og olli miklum skemmdum á
húsinu áður en tókst að slökkva hann
Á sama tíma dags fyrir fimm dög-
um barst Neyðarlínunni tilkynning
um að reyk legði frá kyndikompu á
jarðhæð húsnæðisins. Reyk lagði frá
húsnæðinu en lögreglumenn sem
voru fyrstir á vettvang sýndu snar-
ræði þegar þeim tókst að kæfa eld-
inn í fæðingu. Slökkvilið kom þá á
vettvang og braut upp hurð til að
reykræsta. orsi@mbl.is 
13 ára drengur
sýndi snarræði

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44