Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 1
„VIÐ vissum ekkert um erfiðleika fyrirtækisins fyrr en lögfræðihjörðin mætti inn á gólf til okkar,“ segir leigjandi á Flúðum, sem er í þeirri stöðu að Íbúðalánasjóður innleysti húsnæði það sem hann hefur á leigu. Þrjátíu dögum seinna barst honum bréf frá sjóðnum þar sem honum var kynnt staða mála og hann beðinn um að flytja út innan þrjátíu daga. Honum þykir bréfið hafa verið fullharkalegt, en segist þó hafa skilning á aðgerðum sjóðsins og þeirri stöðu sem hann er í. Hann er fyrst og fremst ósáttur við íbúðaleigufyrirtækið sem hafi ekki tilkynnt íbúum hvað væri í vændum. Hann á nú í viðræðum við sjóðinn um kaup á húsinu en hann veit til þess að Íbúðalánasjóður hafi leyst til sín þrjú parhús á Flúðum. Sumir íbúanna hafi ekki treyst sér til að kaupa húsin og þar sem leigumarkaður á svæðinu sé lítill hafi þeim verið nauðugur sá kostur að flytja burtu. „Lögfræðihjörðin inn á gólf“ TÓNLEIKAR Bjarkar Guðmundsdóttur voru afar heimilislegir og mikil nánd á milli hennar og áheyrenda í Langholtskirkju í gærkvöldi. Meðal áheyrenda var auðjöfurinn Roman Abromovich en hann fór af landi brott strax eftir tón- leikana eftir að hafa verið hér í sumarleyfi ásamt fjölskyldu sinni. Arnar Egg- ert lýsir í dómi að líðanin hafi verið eins og að labba inn í skírnarveislu í stof- unni heima hjá Björk, svo heimilislegt hafi andrúmsloftið verið. | 36 Heimilisleg stemning og nánd Morgunblaðið/G. Rúnar M I Ð V I K U D A G U R 2 7. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 233. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF ÞÆR FARA Í GÖNGU- FERÐIR MEÐ TILGANG REYKJAVÍKREYKJAVÍK Sjónræn veisla innipúkans í vetur Leikhúsin í landinu Komdu í leikhús Ástin er diskó, lífið er pönk >> 35 Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is TILVIKUM hefur fjölgað þar sem Íbúðalánasjóður þarf að leysa til sín íbúðir sem leiguíbúðafyrirtæki hafa keypt eða byggt með láni frá sjóðn- um og leigt til einstaklinga. Hefur sjóðurinn það sem af er ári leyst til sín fleiri eignir en allt árið í fyrra, eða 34 eignir nú en 32 allt árið 2007. „Fyrir 2007 þekktist þetta varla,“ segir Ásta H. Bragadóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Misjafnir kostir Í þessum tilvikum standa leigj- endur frammi fyrir því að þurfa að rýma íbúðina mánuði eftir að sjóð- urinn tilkynnir þeim bréflega hvern- ig mál standa, en oft býður sjóðurinn leigjendum íbúðirnar til kaups. Ef um er að ræða margar íbúðir, t.d. heila blokk, hefur sjóðurinn þrjár leiðir. Fyrst af öllu leitar hann stundum til viðkomandi sveitarfé- lags með það í huga að selja sveitar- félaginu íbúðirnar, þá er stundum reynt að selja eignina í heild til leigu- íbúðafélags og loks getur sjóðurinn auglýst sérhverja eign. „Íbúðalánasjóður er ekki leigu- íbúðafélag og leigir ekki út íbúðir,“ segir Ásta. „Í þeim tilvikum sem um er að ræða leigjendur í uppboðsíbúð- um hefur sjóðurinn reynt af fremsta megni að koma til móts við þarfir þeirra og vera sveigjanlegur við rýmingu íbúða. Í einhverjum tilvik- um hefur leigjendum boðist að kaupa umræddar íbúðir beint af sjóðnum.“ Ásta áréttar að alltaf sé tekið tillit til barnafjölskyldna þann- ig að skólaár barnanna sé ekki klofið. Sjóðurinn eignast fleiri íbúðir  Leysti til sín fleiri eignir en á heilu ári  Þessi mál þekktust varla fyrir 2007 Þröngir kostir Stundum er leigj- endum boðið að kaupa af sjóðnum.  Bílaumboðið Ræsir mun hætta starfsemi á næstu dögum eða vik- um, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Ræsir var stofnaður árið 1942 og var með umboð Mercedes-Benz á Íslandi um áratuga skeið til ársins 2005 þegar Askja tók við umboðinu. Askja og Kia á Íslandi flytja í hús- næði Ræsis á Krókhálsi 11. » 17 Ræsir Var lengi með Benz-umboðið. Ræsir hættir starfsemi og víkur fyrir Öskju  „Við óttumst stríð en við vilj- um ekki efna til átaka,“ sagði Bernard Kouch- ner, utanrík- isráðherra Frakklands, í sjónvarpsviðtali í gær um þá ákvörðun Rússa að viðurkenna sjálfstæði Georgíu- héraðanna Suður-Ossetíu og Ab- kasíu. „Ef það er heitt stríð viljum við það ekki.“ » 16 „Óttumst stríð en viljum ekki efna til átaka“ Bernard Kouchner  ,,Ekki aðeins felur ástandið í sér stanslaust álag á barnið að vera að senda það fram og til baka í pössun, heldur er þetta streituvaldandi fyr- ir alla á heimilinu,“ segir Katrín Georgsdóttir, móðir barns í Vest- urbæjarskóla sem er á biðlista eftir plássi á frístundaheimili. fjölmargir foreldrar og börn eru í sömu spor- um. » 4 Stanslaust álag á barnið og streita fyrir alla GERÐUR hefur verið samn- ingur um gerð kvikmyndar eft- ir bók Davids Squares um ís- hokkílið Fálkanna. Liðið varð ólympíumeistari árið 1920, þvert á allar líkur. Liðsmenn voru allir, utan einn, af annarri kynslóð Íslendinga í Winnipeg í Kanada. Saga Fálkanna er ótrúleg og þeir bjuggu við mikið mótlæti. Þeim var ekki hleypt inn í Winnipeg-deildina og stofnuðu þess vegna sína eigin og kom- ust alla leið á Ólympíuleikana. Um sigurinn var m.a. ritað að árangurinn ætti að fylla hjörtu allra Íslendinga gleði og stolti „vegna þess að það eru dreng- irnir þeirra, sem fræknastir hafa reynst og þannig svarið sig í kyn forfeðranna á söguöld- inni“. | 15 Kvikmynd um íslenskt ólympíugull Fjallar um „íslenska“ íshokkíliðið Fálkana Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is ÍSLENSKA ríkið kostar loftflutn- inga á vegum Atlantshafsbandalags- ins (NATO) árin 2007 og 2008 fyrir um 200 milljónir króna. Flytja ekki ólögleg vopn Ríkið hefur greitt fyrir slíka flutn- inga frá árinu 2003 og það telst hluti framlags Íslendinga til starfsemi bandalagsins. „Það er alls konar búnaður sem er fluttur á milli staða og mestallt er flutt til Afganistans,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Hún segir jafnframt að þess sé vand- lega gætt að ekki sé verið að flytja ólögleg vopn eða búnað sem ekki er í samræmi við alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. „Þá er ég meðal annars að tala um jarð- og klasa- sprengjur,“ segir Urður. | 8 200 milljónir í hergagnaflutninga Mestallt er flutt til Afganistans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.