Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 1
 „Á SÍNUM tíma kom þetta mál svona í mínar hendur og þetta nafn. En ég vil taka það fram að við Guð- jón höfum alltaf verið vinir,“ segir Jenna Jensdóttir rithöfundur. Sættir náðust í gær með Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi og Matt- híasi Johannessen, fyrrverandi rit- stjóra Morgunblaðsins, vegna færslu í dagbók þess síðarnefnda. Í færslunni er vitnað til samtals sem Matthías átti við Jennu um Guðjón. » 6 Sættust vegna dagbókar M Á N U D A G U R 1. S E P T E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 237. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsin í landinu Komdu í leikhús Fló á skinni >> 29 DAGLEGTLÍF HESTURINN ER TIL MARGS NÝTUR REYKJAVÍKREYKJAVÍK Baggalútur opnar síðuna sína á ný Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is LÆKNAR á Landspítalanum hafa farið þess á leit við heilbrigðisráðuneytið að samningur um líffæraígræðslur við Ríkissjúkrahúsið í Kaup- mannahöfn verði endurskoðaður. Biðtími eftir lifrar- og nýrnaígræðslum hefur lengst mikið undanfarin misseri og dæmi eru um að Íslend- ingar hafi þurft að bíða í yfir tvö ár eftir lifur í stað sex mánaða áður og jafnvel enn lengur eftir nýra. „Biðtíminn í Danmörku er of langur,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítalanum. „Þörfin er að aukast hjá okkur og því höfum við áhyggjur af þessu.“ Sigurður Ólafsson, meltingar- og lifrarsérfræðingur á Landspítala, segir tímabært að skoða hvort leita eigi samninga við önnur sjúkrahús. Á hverju ári er lifur grædd í einn til þrjá Íslend- inga í Kaupmannahöfn og svipaður fjöldi nýrna. Biðtíminn er mun styttri á sjúkrahúsum bæði í Svíþjóð og Noregi, þar sem bið eftir lifur er t.d. aðeins sex vikur. Skýringin felst í því að eft- irspurn eftir ígræðslum hefur aukist í Danmörku vegna aukinnar tíðni lifrarsjúkdóma þar í landi, en á sama tíma er framboð á líffærum ekki nægj- anlegt, fjöldi líffæragjafa þar í landi er sá minnsti af Norðurlöndunum. Íslendingar hafa frá árinu 1993 gefið líffæri í sameiginlegan líffærabanka og hafa á þessum tíma gefið fleiri líffæri en þeir hafa þegið. Tíðni lifrarsjúkdóma er að aukast alls staðar í heiminum. Skýringin felst helst í aukinni of- drykkju, fíkniefnaneyslu og offitu. Skorpulifur er enn fátíðari hér á landi en víðast annars staðar. En nú eru blikur á lofti. Tíðni lifrarbólgu C og B jókst umtalsvert hér á landi á síðasta ári. „Þessir þættir samanlagðir munu að endingu valda aukn- ingu í lifrarsjúkdómum hér sem annars staðar,“ segir Sigurður. „Við erum ekkert öðruvísi en aðr- ar vestrænar þjóðir, aðeins fáeinum árum á eftir.“ Runólfur segir því nauðsynlegt að horfa stöð- ugt fram á veginn. „Við verðum að átta okkur á því hver þörfin verður – við megum ekki sofna á verðinum.“  Þörf breytinga | 8 Biðin eftir líffærum lengist stöðugt Í HNOTSKURN »Á síðasta ári greindust 95tilfelli af lifrarbólgu C hér á landi en árið á undan voru tilfellin 56. »Á sama tímabili fjölgaðitilfellum af lifrarbólgu B úr 16 í 48. »Áfengissýki er lang-algengasta orsök skorpu- lifrar (50-70) en lifrarbólga C kemur þar á eftir (8-12%). Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÍBÚAR New Orleans þurftu í annað sinn á aðeins þremur árum að yf- irgefa heimili sín að tilskipan yfir- valda vegna ógnar fellibyljar. Aðeins þrjú ár eru liðin frá því að fellibyl- urinn Katrína reið yfir New Orleans og varð rúmlega 1.800 manns að bana. Nú ógnar fellibylurinn Gústav borginni og nágrenni hennar. Hann færðist sífellt nær strönd Louisianaríkis í gærkvöldi og er áætlað að hann gangi á land fyrri- hluta dagsins í dag. Talið er að hann verði jafnvel enn öflugri en Katrína. Brottflutningur gekk vel í gær og er talið að allt að tvær milljónir hafi yfirgefið heimili sín við suðurströnd Louisiana. Ræðismaður Íslands í New Orleans, Greg Jamison Beu- erman, segir að skipulag sé með mun betra móti en fyrir þremur árum. Það líti því út fyrir að allir fái þá að- stoð sem þeir gætu þurft á að halda. Engir Íslendingar höfðu haft sam- band við Beuerman í gær en hann segist til reiðu ef símtal berist. Sérfræðingar segja að gert hafi verið við flóðvarnargarðana við strönd Louisiana eftir að Katrína fór yfir og þeir bættir. Varnargarðarnir séu þó ekki tilbúnir að mæta svo stórum fellibyl og því viðbúið að flóð verði í kjölfar Gústavs. Yfirvöld í borginni fyrirskipuðu í gær útgöngubann fyrir þá íbúa sem kusu að yfirgefa ekki borgina og mun það standa þar til storminn hef- ur lægt á ný. Íbúar sem ekki virða útgöngubannið verða handteknir og er það gert til að fyrirbyggja þjófnað úr yfirgefnum húsum. Íbúar flýja úr borginni Talið að hátt í tvær milljónir manna í New Orleans og nágrenni yfirgefi heimili sín                     Reuters Á förum Maður nokkur dregur föggur sínar niður Bourbon-stræti í franska hverfinu í New Orleans, og forðar sér þar með undan fellibylnum Gústav. Styrkur byljarins er sagður geta orðið meiri en Katrínu sem tröllreið New Orleans fyrir þremur árum. Hafist var handa við að rýma borgina í skyndi í gær.  Öllum íbúum | 14  Veldur Gústav | 18  DANSKA fríblaðið Nyhedsavisen hefur hætt starfsemi. Starfsmenn blaðsins fengu í gærkvöldi tilkynn- ingu þess efnis að blaðið kæmi ekki út í dag. Tilkynningin barst í tölvu- pósti frá Morten Nissen Nilsen framkvæmdastjóra og Simon Andersen ritstjóra. Í tölvupósti til starfsmanna Ny- hedsavisen kvaðst Morten Lund harma það mjög að nauðsynlegt hefði verið að hætta útgáfu blaðsins. Hann og aðrir stjórn- endur hefðu bar- ist til síðasta blóðdropa til að tryggja áfram- haldandi rekstur en sökum erfiðleika í efnahagslífi hefði það reynst ómögulegt. Stoðir Invest eiga 15% hlut í út- gáfu blaðsins en ekki náðist í Þór- dísi Sigurðardóttur forstjóra. Síðdegis á föstudag sendi Lund frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann hefði í hyggju að yfirtaka frí- blaðið Metroxpress, helsta keppi- naut Nyhedsavisen. Tilboð hefði verið lagt fram og sagði Lund að enginn grundvöllur væri fyrir því nú um stundir að gefa út tvö fríblöð í Danmörku. haa@mbl.is Útgáfu fríblaðsins Nyhedsavisen hætt  MIKIL spenna er á botni Lands- bankadeildarinnar í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins. HK burst- aði Þrótt, 4:0, og er komið með 15 stig, en Fylkir er með 16 stig. Skagamenn eru í neðsta sætinu með 11 stig, en halda í vonina eftir sigur á Val á Hlíðarenda. Í Visa- bikarnum tryggði Fjölnir sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Fylki. » Íþróttir Spenna á botninum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.