Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 6. S E P T E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 243. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF SVEINBORG HEILLAST AF ÖLLU JAÐARSPORTI AF LISTUM Hvað gerir tónlist góða og vonda? Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari tekst í dag á við eitt stærsta og erfiðasta einleiksverk sem íslenskur píanóleikari hefur leikið á sínum fyrstu sólótónleikum. Lesbók Nóturnar skugga- lega margar Hvert er leyndarmálið á bak við Leyndarmálið? Bjarni Klemenz mátti vart sjá titilinn án þess að herpast saman af vanlíðan. Undar- legur atburður breytti því. Á bak við Leyndarmálið Skrummælirinn, sem blaðamaður- inn Roy Clark hefur kynnt, gæti komið að góðu gagni þegar fylgst verður með baráttu forsetaefn- anna, McCains og Obama. Skrummælinn á forsetaefnin Leikhúsin í landinu >> 37 Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „VIÐ finnum að það eru vaxandi erf- iðleikar á þessu ári hjá fólki með að láta enda ná saman. Fólk leitar til okkar, til Ráðgjafarstofu heimilanna og til bankanna sinna,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands. Stjórn félagsins hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum yfir bágri fjárhagsstöðu fjölda öryrkja og sjúklinga vegna sí- vaxandi verðbólgu og hækkandi verð- lags. Halldór segir það misjafnt hvað öryrkjar fái í lífeyri en algengt sé að fólk hafi á bilinu 110-130 þúsund eftir skatta. „Það þarf engan snilling til að átta sig á því að það er erfitt að ná endum saman með þessa peninga milli handanna,“ segir Halldór. Mikill munur frá áramótum „Ég finn mikinn mun frá áramót- um. Hækkanir á mat og öðrum nauð- synjavörum haldast ekkert í hendur við það sem öryrkjar fá útborgað,“ segir Stefán Þórðarson. Hann er ör- yrki og býr í 32 fermetra íbúð í Há- túni. „Maður hefur horft upp á 30- 60% hækkun á sumum vöruflokkum. Pulsupakki sem kostar 270 krónur er kominn upp í 310 krónur,“ bendir Stefán á. Hann segir þröngt í búi hjá mörgum öryrkjum og nú fari ástandið í þjóðfélaginu að skella á fólki með fullum þunga. „Fólk er kannski búið að vera að skuldsetja sig smám saman [á árinu], en það má ekkert við því. Róðurinn þyngist því smám saman.“ Erfið staða öryrkja  Endar ná ekki saman og æ fleiri leita aðstoðar bankanna og Ráðgjafarstofu Í HNOTSKURN »Stjórn Öryrkjabandalags-ins skorar á stjórnvöld að bregðast við vanda þeirra sem verst eru settir. »Segja að hækkanir á al-mennum vinnumarkaði undanfarin misseri hafi ekki skilað sér til öryrkja og sjúk- linga. »Þeir sem stunda félagslífog reka bíl eru fljótir að verða blankir.  Öryrkjar leita aðstoðar | 6 SIGFÚS Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta, heimsótti börnin í 1.-4. bekk Hlíðaskóla í gærmorgun. Sigfús hvatti þau til þess að borða hollan mat, læra heima fyrir skólann og æfa íþróttir. Þeir sem vildu gátu spurt hann út í Ólympíuleikana og handboltann almennt. Sumir höfðu líka sjálfir frá mörgu að segja af eigin íþróttaiðkun. Sigfús segir mjög aukinn áhuga á handbolta í yngri flokkum. Hann þjálfar nú 28 stráka í 7. flokki hjá Val en venjulegur fjöldi er rúmlega tíu. Fjölgun er hjá flestum handboltadeildum og algengt að krakkar sem æfðu, en hafa hætt, séu að byrja aftur. Hvetur börnin til að læra heima og hreyfa sig Morgunblaðið/G. Rúnar  Gengi krónunnar veiktist um ein 2% í gær og þá lækkaði Úrvals- vísitala Kauphallarinnar um 1,5%. Skýringanna er að leita í inn- lendum sem erlendum áhrifaþátt- um, en fréttir af 128 milljarða króna viðskiptahalla á öðrum árs- fjórðungi hafa líklega ráðið mestu um veikingu krónunnar í gær. Útgáfa hollensks banka á skulda- bréfum í íslenskri mynt mun þó hafa unnið gegn veikingu krónu. Þá voru miklar lækkanir á er- lendum hlutabréfavísitölum á fimmtudag og voru þær sérlega áberandi á Norðurlöndum. Ekki er óvarlegt að ætla að lækkanir hér á landi í gær hafi verið að einhverju leyti afleiðing þess. » 20 Miklar lækkanir í gær  „Ég er lagður af stað í það mikla ferðalag með mínu fólki að byggja Framsóknar- flokkinn upp sem stóra og sterka einingu. Ég hygg að við getum stækkað fyrr en við ætl- uðum.“ Þetta segir Guðni Ágústsson í samtali við Kolbrúnu Bergþórs- dóttur, aðspurður hvort hann ætli að halda áfram sem formaður flokksins. » 18 Lagður af stað í mikið ferðalag fyrir flokkinn  Björgunarsveitir Landsbjargar hófu í gærkvöldi leit að franskri konu sem saknað er að Fjallabaki. Konan fór í hádeginu úr Land- mannalaugum og hugðist ganga í Hrafntinnusker. Skálavörður lét vita þegar konan skilaði sér ekki. Síðast sást til konunnar á fimm- tánda tímanum við Stórahver eftir því sem næst verður komist. Hún er illa búin og ekki með tjald. Á svæð- inu var rigning og létt þoka. Á þriðja tug björgunarsveitarmanna var við leit. Konu leitað að Fjallabaki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.