Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1971, Blaðsíða 5
t HELGI VALTÝSSON STOFNANDI SKINFAXA Helgi Valtýsson kennari og rithöfund- ur lézt á Akranesi 6. marz 1971 níutíu og þriggja ára að aldri. Hann var fæddur í Nesi í Loðmundarfirði 5. okt. 1877. Foreldrar hans voru Helga Rustikusdóttir og Valtýr Valtýsson, er þá voru ábúendur í Nesi. Tvítugur að aldri fór Helgi til Noregs og hóf nám við kennaraskóla i Volda á Sunnmæri 1897. Tók hann kennarapróf þaðan árið 1900. Fór hann svo heim til íslands aftur og hélt unglingaskóla á Seyðisfirði í tvo vetur, fór svo aðra Nor- egsför 1903 og var á leikfimis- og skilm- ingaskóla í Osló einn vetur. Var hann íafnframt við stundakennslu þar í horg- inni. Að því námi loknu fór hann á ný til Seyðisfjarðar og var skólastjóri Barna- skólans þar 1904—1906. Haustið 1906 réð- ist hann kennari við Barnaskólann í Reykjavík. Það ár var Ungmennafélag Reykjavikur stofnað og var Helgi einn af stofnendum þess. Hann hafði kynnst ungmennafélagshreyfingunni í Noregi og oröið snortinn af þeim hugsjónum, sem vakið höfðu æsku Noregs til framsóknar á sviði menningarmála þjóðarinnar. Árið áður höfðu Norðanmenn, Jóhannes Jó- sepsson, Þórhallur Bjarnason og fleiri flutt heim með sér frá Norðurlöndum eldmóð ungmennafélaganna og stofnað Ungmennafélag Akureyrar. 1907 gerist Helgi kennari við Gagnfræðaskólann í Flensborg. Þá um sumarið var Samband ungmennafélaga fslands stofnað á Þing- völlum. Var Helgi einn af stofnendum þess og gætti áhrifa hans mjög fyrstu árin. Hann var sambandsstjóri U.M.F.f. 1908—1911, stofnaði Skinfaxa 1909 og var ritstjóri hans til 1911. Þegar Helgi hættir kennslu við Flensborgarskóla, liggur leið hans enn til Noregs. Var hann blaðamað- ur og fyrirlesari í Noregi 1913—1920. Var það einkum á vegum Ungmennasam- bands Noregs. Jafnframt var hann á þessum árum við kennslu í Lýðháskólan- um i Leirum og menntaskólanum á Voss. Árið 1920 stofnar Helgi íslandsdeild líf- tryggingafél. „Andvaka", flytur þá heim til Reykjavíkur, gerist forstjóri líftrygg- ingafélagsins og hefur það starf á hendi til 1930. Þá keypti Samband íslenzkra samvinnumanna íslandsdeild tryggingar- félagsins. Á þessum árum var Helgi, sem áður, ötull liðsmaður U.M.F.Í. og stóð meðal annars fyrir námskeiði í vikivökum, sem það efndi til í Reykjavík. Var fjölmenni á þessu námskeiði og komu þátttakendur víða að af landinu. Bók hans, íslenzkir vikivakar og söngleikir, kom út 1927 og var notuð við vikivakakennslu næstu ár- in, þar sem framhald varð á kennslu vikivaka og söngleikja. Eftir að S.Í.S. hafði tekið við Andvöku, fluttist Helgi frá Reykjavík og kenndi í nokkur ár við lýðskóla, fyrst við Reykja- skóla i Hrútafirði og svo við Núpsskóla í SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.