Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 7
SKÁK OG BRIDGE þessi fréttapistill um skák og bridgelíf hjá UMSS var tekinn saman af Herði Ingimarssyni á sl. vori. Skáklíf hefur verið með mesta móti í Skagafirði á þessum síðast liðnum vetri. Pyrsta meiriháttar keppnin fór fram 27. vegi þeirra sem rvðja nýja braut, en þeir eru einn liðurinn í því að gera slíkt starf heillandi. Stjórnendur og starfsmenn vinnuskólans voru hjónin Sigurður Geir- dal og Ólafía Ragnarsdóttir. Að' loknu dagsverki var oft gott að hvíla sig * kinum sérkennilegu áhorfendapöllum við 'þróttavöllinn. des. i Héðinsminni milli austan- og vest- anvatna manna en hið kunna vatnsfall, Héraðsvötn, hefur frá fornu fari verið sú markalína sem dregin hefur verið er hér- aðsbúar hafa skipt sér i flokka til keppni og hafa hestamenn ekki hvað síst verið í fararbroddi hvað það snertir. Telft var á 17 borðum og sigruðu vestanvatnamenn með 11 v. gegn 6 v. Hin árlega sveitar- keppni UMSS fór fram í aprílmánuði. Keppt var um mjög veglegan farandgrip, Riddarastyttuna, sem Asveit Umf. Tinda- stóls hlaut með nokkrum yfirburðum annað árið i röð. í öðru sæti varð sveit frá UMF Glóðafeyki í Blönduhlið, B-sveit Tindastóls hlaut þriðja sæti. Að lokinni sveitakeppninni fór fram keppni um hraðskákmeistaratitil UMSS. Um alllaiig- an tíma hefur verið i umferð farandgrip- ur sem engum hefur ennþá tekist að vinna til eignar. Að þessu sinni sigraði Jóhann Pétursson, Glæsibæ, með 10 v. og hlaut farandgripinn í fyrsta sinn. í öðru til þriðja sæti urðu Gunnlaugur Sigur- björnsson og Hörður Ingimarsson báðir með 9 v. 1. maí mættu tvær 20 manna sveitir frá USVH og UMSS til leiks i Mið- garði við Varmahlið. Áratugur er nú síð- an að slík keppni hefur farið fram. Keppnin var mjög jöfn og spennandi en að lokum var ljóst orðið að Skagfirðingar höfðu jafnari sveit á að skipa og sigruðu þeir með 11,5 v., en Húnvetningar hlutu 8,5 v. Um páskana fór fram hraðkeppni í þridge á vegum UMSS. Slík keppni er ný af nálinni i Skagafirði. Alls tóku 11 sveit- ir þátt i keppninni sem fram fór i Mið- garði. Þótti keppni þessi takast hið bezta. Sveit Gunnars Þórðarsonar Sauðárkróki, sigraði, annað sæti hlaut sveit Baldurs Bjartmars Varmahlíð og þriðja sæti sveit Hjálmars Guðmundssonar Lýtingsstaða- hreppi. Keppnisstjóri var Albert Sigurðs- son Akureyri. *®« SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.