Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						Umf. Glóðafeykir heldur vel utan um „fósturbarnið" sitt:
Tekið til hendinni
í Bólureit
„Við tókum þennan reit að okkur sem
fósturbarn, þegar UMFÍ fór af stað með
það átak. Hann hafði verið í niðurníðslu í
nokkur ár og okkur fannst alveg tilvalið að
taka hann að okkur. Reiturinn er á okkar
félagssvæði og er í eigu Skagafjarðarsýslu,
undir umsjón Héraðsnefndar Skagfirðinga.
Það var svo formaður hennar, Magnús Sig-
urjónsson, sem hafði samband við mig og
þannig kviknaði hugmyndin að þessu fóst-
urbarni."
Þetta segir Herdís Sigurðardóttir for-
maður Ungmennafélagsins Glóðafeykis í
Akrahreppi í Skagafirði. Umræddur reitur,
sem félagar í ungmennafélaginu tóku svo
myndarlega að sér heitir Bólureitur í landi
Bólu í Blönduhlíð. í Bólulundi stendur
minnisvarði um Bólu-Hjálmar, sem var af-
hjúpaður sumarið 1955. Þar er hann í skjóli
trjágróðurs, sem Sigurður Blöndal skóg-
ræktarstjóri gróðursetti 1957 fyrir Skóg-
ræktarfélag Skagfirðinga. Sýslunefnd, sem
fékk varðann afhentan til varðveislu á sín-
um tíma, fjármagnaði bæði gróðursetningu
og girðingarefni.
Sunnan við minningarlundinn rennur
Bóluá niður úr hrikalegu hamragili með
fagurmótuðu standbergi. Þjóðsagan segir
að Bóla, ambátt eða skessa, hafi haft aðset-
ur í helli í gili þessu og látir greipar sópa
um eignir bænda. Sauðamaður réð niður-
lögum hennar með því að kæfa hana í hyl í
ánni.
Þarna eru margir og fagir fossar sem
vert er að líta á.
Samvinna
„Við gerðum lítið annað en að grisja
reitinn og lagfæra girðingar fyrstu árin, því
svæðið er svo stórt," sagði Herdís. „I sum-
ar hófumst við svo handa fyrir alvöru,
grisjuðum, slógum og reistum nýja og fall-
ega girðingu. Við vorum að hugleiða að
gróðursetja nokkur tré í reitnum. Við feng-
um raunar fulltrúa frá Skógræktarfélagi
Skagfirðinga til að líta á þetta og leiðbeina
okkur um framhaldið. Þá var ákveðið að
Minnisnerki um Bólu-Hjálmar stendur í Bólureit.
ekkert yrði átt við gróðursetningu í bili, því
þarna eru tegundir sem sá sér sjálfar. Þá
fengum við Vegagerðina, Héraðsnefnd
Skagafjarðar og sveitastjórnina í lið með
okkur og létum vita af því sem við vorum
að gera. Það voru allir mjög áhugasamir
um þetta verkefni og við fengum meðal
annars styrk frá Héraðsnefndinni, þannig
að hún útvegaði okkur girðingarefnið.
Ungmennafélagið þurfti því ekki að leggja
út fyrir henni, en vann að sjálfsögðu verkið
allt í sjálfboðavinnu eins og tíðkast með
allt ungmennafélagsstarf, enda er þetta
áhugamál sem unnið er af hugsjón. Við
leggjum til hendurnar en aðrir sjá um fjár-
magnið og tækin."
Það er óhætt að segja að fólk hafi kunn-
að að meta þetta starf félaga í Umf.
Glóðafeyki. 1 sumar héldu afkomendur
Bólu-Hjálmars ættarmót á Bólu. Hafði þá
verið unnið mikið að hreinsun og fegrun
reitsins. Öllum félögunum í Umf.
Glóðafeyki var boðið á mótið og mættu
flestir þeirra. Þar afhentu afkomendurnir
félaginu fallegan viðurkenningarskjöld
sem þakklætisvott fyrir vinnuna við Bólu-
reit og þökkuðu ræktarsemi og hlýhug í
garð staðarins.
„Okkur þótti mjög vænt um þetta,"
sagði Herdís. „Við ætlum að halda áfram
að hugsa um reitinn og hlúa að gróðrinum
þar, þannig að það má segja að við séum
búin að koma okkur upp eins konar eilífð-
arverkefni. Það er virkilega þess virði fyrir
þá sem eiga leið þarna um að staldra við í
Bólureit. Þetta er sögufrægur staður og
þarna er mikil náttúrufegurð."
Framtíðaráform
Herdís sagði að félagar í Glóðafeyki
væru þegar farnir að huga að frekari vinnu
við reitinn næsta sumar.
„Það er gengið inn um gamalt, en mjög
fallegt hlið inn í reitinn. Það þarf að laga,
þannig að auðvelt sé að ganga um það. Þá
er spurning hvort við gerum göngustíga
um svæðið til þess að beina umferð fólks
eftir ákveðnum leiðum. I sumar tókum við
nokkur bílhlöss í grisjuninni, en við þurf-
um að grisja enn meir næsta sumar. Svo
höfum við hug á að merkja staðinn al-
mennilega, í samvinnu við Vegagerðina,
þannig að fólk viti nákvæmlega hvar það á
að aka til að komast í Bólureit."
Skinfaxi
15
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40