Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 22
G'iftusamEeg björgun Föstudaginn 21. janúar s.l. strandaði vélskipið Gunn- vör frá Siglufirði á Kögrinum vestra. Var það um kl. 18 að kvöldi. Heyrði loftskeytastöðin á ísafirði, svo og ýmsir togarar á Halamiðum og þar í grennd, neyð- arkall skipsins. Brátt náðist samband við b.v. Egil Skallagrímsson, sem var staddur út af Isafjarðardjúpi, og hélt hann þegar áleiðis til sti’andstaðarins. Ennfremur náðist sam- band við brezka togarann Gregory, sem mun hafa verið staddur 7—10 sjómílur frá staðnum, og lagði hann einnig af stað til hjálpar hinu nauðstadda skipi. B.v. Hvalfell fór enn fremur á staðinn og fleiri skip voru á leiðinni þangað, þar á meðal m.b. Finnbjörn, sem staddur var á Dýrafirði, þegar fréttist um strand- ið, og m.b. Hafdísi frá ísafirði bar þar einnig að. Dimmt var í veðri og þungur sjór og aðstaða öll til björgunar af sjó talin mjög erfið. B.v. Agli Skalla- grímssyni tókst að finna m.s. Gunnvöru með miðunar- tækjum sínum og reyndist hún hafa strandað á 66° 22’ n. 1. og 22° 57’ v. br. Á tímabili var talið að ekki mundi þýða fyrir önnur skip en þau, sem hefðu ratsjá, að fara nálægt hinu strandaða skipi, en eitthvað mun hafa rofað til, og komu brezki togarinn og b.v. Egill Skallagrímsson fyrstir á strandstaðinn. Mun það hafa verið um kl. 20. Taldi þá skipstjórinn á Gunnvöru, að fært mundi að koma björgunarbáti upp að Gunnvöru, og kvað sig hafa misst lífbát skipsins strax eftir strandið. Varð það úr, að lífbátur var sendur frá b.v. Agli Skallagrímssyni, undir stjórn stýrimanns, útbúinn með línubyssu o. fl. tækjum. Báturinn lagði frá Agii laust fyrir kl. 21 og eftir tæpan hálftíma tilkynnti skipstjórinn á Gunnvöru, að báturinn væri kominn að hlið hennar, skipsmenn væru að fara í hann, og hann væri að yfirgefa talstöðina. Um kl. 22 var svo björg- uninni að fullu iokið og áhöfn Gunnvarar, 7 menn, komnir um borð í Egil heilu og höldnu. Á leið bátsins miili skipanna, aðstoðuðu b.v. Hvalfell og m.b. Hafdís með því að lýsa upp leiðina með ljóskösturum sínum. M.b. Hafdís var um kyrrt á staðnum fram undir morg- un næsta dags, og segja skipverjar á henni, að skömmu eftir að björgunin hafði tekizt, hafi aðstaða öll versnað svo, að björgun af sjó hefði verið óhugsandi. Þykir skipshöfn b.v. Egils Skallagrímssonar hafa unnið þarna mikið afrek. Skipstjóri Egils er Kolbeinn Sigurðsson, til nótagerðamanns Robert Larsens og sent honum pantanir, og einn af stærstu útgerðarmönnum á Jót- landi hefur þegar ákveðið að reka veiðar með þessari síldarnót við strendur Noregs og íslands. Uppfinningamaðurinn hefur tryggt sér einkaleyfi til tilbúnings nótarinnar í Danmörku og erlendis, og ein meðal hinna stærstu netagerðarverksmiðja í Svíþjóð, Juul Albrechtsen & Co., í Gautaborg, hefur sótt um einkaumboð fyrir Svíþjóð og standa nú samningar yfir um það milli uppfinningamannsins og Albrechtsens. en skipstjóri m.s. Gunnvarar í þessari fer’ð var Ólafur Stefánsson. Vegna þess, hversu björgun af sjó var talin tvísýn um tíma, hafði karladeild Slysavarnafélagsins á Isa- firði viðbúnað til að reyna björgun úr landi. Var m.b. Gunnbjörn fenginn til þess að fara þaðan með sveit sjálfboðaliða og björgunartæki. Átti sveit þessi að ganga á land í Fljótavík og freista að komast með björgunartækin á strandstaðinn. Strandstaðurinn var fyrst talinn vera austan til við Kögur, en reyndist vera vestan til við hann, eða inni á sjálfri Fljótavík. M.s. Gunnvör hafði ætlað að stunda vetrarsíldveiðar syðra, en var nú á leið til 'Siglufjarðar. Hún hafði inn- anborðs 2 nýjar vetrarsíldarnætur, að verðmæti um 130 þús. kr., og krossvið fyrir um 10 þús. kr. Þessum verðmætum var reynt að bjarga úr skipinu, en tókst ekki vegna óhagstæðrar veðráttu. Skipið er ónýtt. f Markús Finnbogi Bjarnason, útsölumaður Víkingsins á Bíldudal, andaðist hinn 24. janúar síðastliðinn. Markús heitinn var fæddur 2. júlí árið 1900. Hann var vinsæll af öllum, er til þekktu, enda hinn mætasti maður og bezti drengur. lítsölumannsstarfinu fyrir Víking gegndi hann með mikilli prýði, svo sem öðrum störfum, er hann tók að sér. Um leið og Víkingurinn þakkar hinum látna vini sínum fyrir vel unnin störf, vottar hann aldraðri móður Markúsar heitins og öðrum vandamönnum innilegustu samúð sína. 70 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.