Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						HARALDUR  OLAFSSOIU, SKIPSTJORI:
Endurminning frd styrjaldarárunum
Marga viðburði mætti skrá og setja á prent
um eitt og annað, er fyrir augun bar á styrj-
aldarárunum 1939—1945, en því miður er margt
þeirrar tegundar, að helzt ætti það að gleymast.
Þó má segja, að sum þessi atvik geti verið
lærdómsrík fyrir komandi kynslóð.
Viðburður sá, sem hér verður frá sagt, skeði
árið 1941. Skip Eimskipafélags Islands sigldu
þá flestöll til Ameríku, þar á meðal e. s. Sel-
foss. Var ég 1. stýrimaður á honum, en skip-
stjóri Ásgeir Jónasson frá Hrauntúni. Var
skipið í nokkurn veginn reglubundnum ferðum
til Kanada, og var einkum siglt til tveggja
smábæja á vesturströnd Nova Scotia. Liggja
þessir bæir við fljót eða ár. Við mynni fljót-
anna standa sögunarmyllur. Skógarhögg er
mikið í Kanada og viðarframleiðsla stórfelld,
bæði til húsagerðar og pappírsiðnaðar. Höggva
Kanadamenn trén á veturna og láta í kesti til
þurrkunar. Margir Islendingar urðu loðnir um
lófana á stríðsárunum og byggðu fagrar villur.
Þurfti til þess mikið timbur, og kom það frá
þessum stöðum. Var það hlutverk Selfoss í hér
um bil hálft annað ár að flytja nær eingöngu
þetta timbur. Lítið höfðum við að flytja til
Ameríku í staðinn, urðum þess vegna að taka
kjölfestu (barlest), því ógerningur var að sigla
án þess. Fleiri skip þurftu kjölfestu á þessum
árum. Reis því upp ný atvinnugrein hér í
Reykjavík. Valdimar Þórðarson á Kirkjusandi
sá um útflutning þennan. Keypti hann stóra
spildu af Grafarholts-landareign, amerískar
skurðgröfur og önnur stórvirk verkfæri, rótaði
svo í skipin íslenzkri mold, sandi, möl og stór-
grýti af miklu kappi og dugnaði. Mun þetta
hafa verið okkar aðalútflutningur til Ameríku
á þessum árum, ásamt íslenzku kvenfólki.
Hinn 28. maí 1941 lögðum við af stað frá
Reykjavík í eina af þessum ferðum. Fórum við
einskipa, því Ameríkumenn voru þá ekki búnir
að fyrirskipa hópsiglingar (conwoy) íslenzkra
skipa. Það gerðist nokkrum mánuðum síðar.
Ferðin gekk vel yfir hafið, og komum við til
Louisburg, sem er lítill kolabær, er stendur á
eyjunni Cap Breton, austast á Nova Scotia.
Voru þar vanalega tekin brennslukol á útleið.
Hafði ferðin tekið rúmlega hálfan níunda sól-
arhring. Er þangað kom, barst skipstjóra sím-
skeyti frá umboðsmanni, að nú ættum við að
lesta á öðrum stað en áður, er héti Bass River,
inni í Fundyflóa, en svo heitir flói sá, sem
skilur Nova Scotia að mestu leyti frá megin-
landinu. Var þetta hvorki meira né minna en
450 sjómílna lengri sigling en verið hafði. Við
þessu var ekkert að segja. Lögðum við af stað
eftir 5 tíma dvöl í Louisburg áleiðis til Bass
River. Hugðum við gott til að kanna ókunna
stigu og kynnast nýju fólki. Veðrið var fag-
urt, stillilogn, og Selfoss litli seig áfram með
þeirri varkárni, sem hann hafði fengið í vöggu-
gjöf. Umboðsmaður okkar sagði skipstjóra
hvar lóðs væri að fá í Bay of Fundy, en sér-
kort af þessari siglingaleið höfðu reynzt ófáan-
leg í Louisburg, svo að við urðum að notast
við siglingakort, sem bæði eru í smáum mæli-
kvarða og ekki eins nákvæm. Er við komum
að Cap Sable, sem er vestasti oddinn á Nova
Scotia, beygðum við inn á Bay of Fundy. Veður
var fagurt og var nú byrjað að losa kjölfestu.
Unnu við það allir, sem missast máttu frá
venjulegum störfum til að halda skipinu gang-
andi, ásamt vélstjórum og stýrimönnum, sem
ekki voru á vakt. Þó var gerð undantekning að
því leyti, að skipstjóri tók að sér stýrimanns
„jobbið" og stýrimaður gerðist rórmaður og
lúgumaður á víxl. Var nú hafin herferð á gróð-
urmold Islands og henni varpað fyrir borð af
ekki minni áfergju og dugnaði en Valdimar
Þórðarson með sínum amerísku taðvélum hafði
um borð látið, ög sungnir viðeigandi útfarar-
sálmar. Við okkur blasti fegurð náttúrunnar í
ríkum mæli, Nova Scotia á hægri hönd, með
blómleg tré og fagra búgarða og vel máluð hús.
I f jarska, á vinstri hönd, St. Johns New Bruns-
vik og meginland Kanada, með svipað landslag
og álíka fegurð, þótt ekki sæist eins vel. Gam-
anyrðum og ögrunarorðum var kastað manna
á milli og vinnugleði mikil. Allir vildu hafa
VIKlN G U R
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34