Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1974, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1974, Blaðsíða 17
kemur að því, að láta verður manninn sjálfan framleiða nauð- synlegan hita. Skilyrði fyrir því er, að hitatapinu til umhverfisins sé haldið í algjöru lágmarki. í meðferð þess ofkælda, verður að forðast sérhverja örvun blóðæð- anna í handleggjum og fótum. Hitatapið er stöðvað með því að fjarlægja blaut föt (skerist burt). Því næst er skipbrotsmað- urinn vafinn í ullarteppi, sem EKKI ERU UPPHITUÐ, gott er að hafa plastdúk innst. MIK- ILVÆGT ER, AÐ HITI VIRKI EKKI Á HÚÐINA. Meðferðin á að fara fram í svölu herbergi (10—15° C). Við vafningu inn í teppin ber að einangra hend- urnar frá bolnum, og gæta þess að teppið einangri höfuðið vel, því annars verður mikið hitatap frá hnakkanum. Hinn ofkældi hitnar nú hægt (ca. 1° C/klst). Þegar hann kemur til meðvitund- ar, má gefa heitan drykk. Of- kældur maður má hinsvegar aldrei fá áfengi, þar sem áfengið örvar blóðstreymi til húðarinn- ar, og eykur því hitatapið. Mlnnisntriðl: IIRÖÐ ENDURHITUN. Of- kældur maður fær bezta meðferð í heitu baði U0° C, unz skjálfti hættir, síðan rúmlegu. Iíii'S endurliitnn: Hitatapið er stöðvað, farið er með skipbrotsmanninn í svalt herbergi, vafinn inn í teppi, síð- an er eigin hiti líkamans nýttur. VBrn gegn kulda i gúmmíkjörg- iiuarliútum og Iiátuni: Öll einangrun er í reynd spurn- ing um hitaleiðni kyrrstæðs lofts. Komi vatn í föt í stað lofts, fell- ur einangrunarhæfnin mjög ört. Þess vegna er mikilvægast að komast þurr í björgunarbátinn. Einnig á strax að ausa bátinn. Farið er úr blautum fötum og þau undin. Við það er nokkuð af einangrunarhæfninni endur- heimt. Farið er úr skóm og stíg- vélum (í gúmmíbátnum). Þegar VÍKINGUR gúmmíbjörgunarbátnum hefur verið lokað og botn og þak pump- að upp, veitir hann góða vörn gegn kælingu. Þeim, sem er kald- ast, skal komið fyrir í miðju báts- ins, skipzt er á um þetta, til að ekki séu alltaf sömu mennirnir við kalda veggina. Ef teppi eru fyrir hendi, er reynt að minnka loftið við líkamann sem mest með því að breiða yfir sig, og leitast við að sitja ekki á berum botnin- um. Þrátt fyrir að loftrými er milli botns og hafs, er stöðug hreyfing á loftinu og það helzt því kalt. Þegar hitastig fótanna er fallið í ca. 10° C, verða þeir tilfinningalausir. Þetta er hættu- merki. Þá eiga menn að stinga fótunum inn undir föt hvers ann- ars, þangað til hiti færist í þá aftur. Mikilvægt er að hylja höf- uðið. Sé lofthiti 5° C er hitatap frá beru höfði helmingurinn af hitaframleiðslu manns í hvíld. Mikilvægt er að vita, að þó manni sé kalt, er húð líkamans heit. í gúmmíbjörgunarbát er það þessi hiti, sem skal nýttur. I íshöfum er jafnvel hægt að halda sæmilegum hita í gúmmí- b j örgunarbátum. í tilraun, sem gerð var af flot- anum við Grænland og tók marga daga, var hægt (5 menn í 10- manna bát) að halda hitastiginu ofan við frostmark, þó að loft- hitinn væri mínus 10° C og sjáv- arhiti mínus 1,5° C. Minnlsatriöl: í gúmmibát: Lesið leiðarvísir- inn. Vindið blaut föt. Nýtið lík- amshitann. Gerið lofthjúp inni í bátnum sem minnstan. Reynið að einangra botninn, þó hann sé uppblásinn. Bréf til Víkingsins Trinidad 3. apríl ’74 Ritstjóri góður! Komdu ævinlega sæll og bless- aður, og ég þakka þér aftur fyrir molasopann og bókina, sem ég þáði hjá þér í vetur. Þú ert höfð- ingi. Þetta á nú ekki að verða nein grein hjá mér, frekar svona al- mennt rabb, svo að þú skalt ekki vera að hafa fyrir neinni mynd af mér með, þó hefði ég ekkert á móti stúlkumyndinni, sem var með síðustu grein, eða annari álíka! Mér heyrðist það á ykkur í síð- ustu heimsókn, að sumir vildu hafa meira lifandi efni í blaðinu, og minna af minningargreinum. Ég álít að ,,sumir“ hafi nokkuð rétt fyrir sér, og þá sting ég upp á að þýtt sé meira af nýjungum úr erlendum tímaritum, sem fjalla um útgerð alla, einnig hvernig allir flutningar eru tengdir í lofti, láði og legi, o. fl. Ég veit að ungu sjómennirnir okkar á þilfari og í vél eru þyrst- ir í slíkt, en hafa ekki oft aðstöðu til að svala þeim þorsta. Þú hefur nú verið nokkuð duglegur að afla frétta af nýjungum í fiskveiðum og var það nokkuð tímabært, að skuttogararnir komu eftir að fengin var reynsla á þeim. Hins vegar finnst mér nokkuð hafi skort á að birtar væru fréttir af farmannavettvangi. Þótt þeir sem sigla komist ekki hjá því að sjá þetta fyrir sér þá veit al- menningur lítið hvað er að ske. Mörgum mun samt vera kunnugt að þróunin út um allan heim í flutningi á stykkjavöru (general 111

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.