Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Blaðsíða 56
MIKILVÆGAR MARKAÐSFRETTIR UR PACIFIC FISHING 56 VÍKINGUR LAX. Áriö 1986 var áætlaö að veiða 138 milljónir laxa i Alaska. Það tókst ekki og reynd- ist veiöin 127.800.000 laxar, sem er fjóröa besta aflaár i sögu laxveiða i Alaska. Áætlað er að hlutur úterðar af verðmæti aflans sé 413,9 milljónir dollarar (16,6 miljarða isl.kr.). Við Bristolflóa var metlaxveiðiár, en þar komu á land 17.600.000 laxar að verðmæti 5,8 millj- arðar, sem er met. Bráðabirgðakönnun sýnir að búast má við 15 miljón fiskum á þessu ári í Bristolflóa sem hefur i för meö sér að leyfilegt yrði að veiða 7 miljón fiska. Þetta heldur jaþ- önskum laxkaupendum i mikilli óvissu, þar sem þeir vita ekki hvort þeir eiga að geyma þann lax sem þeir eiga nú ( en það er tegundin reds) eða selja hann strax. Mikil kaup Japana á laxi hafa styrkt Evrópumarkað á laxi veiddum á línu, einnig hefur lækkun dollarans stuölað aö þvi sama. Þetta þýðir að lax frá Bandarikj- unum keppir i raun við norskan eldislax á markaöi fyrir lax til reykingar. Smásölum i Evrópu er einnig fært að selja lax á lægra verði en á árinu 1986 og það hefur falliö neytendum vel. Fáir, ef nokkur lax veiddur á linu er eftir i birgðageymslum í Bandaríkjunum nú. Það sem til er af reds fer á meðalverði, 282 kr./kg. Einu neikvæðu áhrifin af hinum sterka Evrópu- markaði eru að sumir söluaðilar í Bandaríkjun- um eru ófúsir að eyða peningum i kynningu, og gleyma þá því að eitt gott ár vegna þess að dollarinn er veikur þýðir ekki aö orustan við norskan eldislax sé unnin. Markaður fyrir laxtegundina chum er eini veiki punkturinn á laxamarkaðinum af því aö nokkuð af þessum laxi gekk mjög seint og kaupendur örvæntu og borguöu því hátt verð fyrir það sem fékkst. Verð upp úr skipi i British Coloumbia var 48—70kr./kg. Birgðir af frystum laxi voru 26.700 tonn í september á síðasta ári en voru í ágúst sama ár 23.000 tonn og í september 1985 29.900 tonn. Heldur minna af laxi var lagt í dósirá árinu 1986 en 1985. 17. október 1986 voru birgðir af niöursoðnum laxi 2,6 miljónir kassa (48 stórar dósir í kassa) sam- anboriö viö 3,0 miljónir kassa á sama tima 1985, i Brithis Columbia 18. október s.l. þær mestu á siðustu fimm árum eða 1,9 miljónir kassa. Heildsöluverð á pinks er aðeins hærra en á árinu 1985, 24 stórar dósir i kassa seld- ust árið 1986 á 1200 — 1240 kr. Skortur hefur verið á reds og verð á honum hækkað í 3960—4000 kr. (24 stórar dósir) eða 1600 kr. hærra en á árinu 1985. SÍLDARHROGN. Bráöabirgðatölur sýna að sildarhrognaframleiðsla í Alaska 1986 varð 55.954 tonn að verðmæti 1,5 miljaröar króna upp úr sjó. Verðmætið er um 16 miljónum króna meira en á árinu 1985, þótt magnið sé 5.800 tonnum minna. Verð til sjómanna varö frá 40.000 kr./tonn í Kah Shakes, Sitka Sound og Seymour Sound niður i 20.0900 kr./tonn í Nunivak Island og Nelson Island. Veiðarnar stunduöu i Alaska alls 1.886 skip á árinu 1986 og meöal aflaverðmæti á skip var 800.000 kr. á skip. RÆKJA. I lok vertiðar 31. október s.l. hafði aflinn slegið öll met. Um miðjan október höfðu komið á land i Oregan 15.000 tonn sem var tvöfalt meira en allur aflinn árið 1985. Svipað var upp á teningnum i Washington ríki, þar voru um miðjan október komin á land 7.500 tonn, tvöfalt meir en árið 1985. í Kaliforniu var aflinn oröinn 2.700 tonn, 1.500 tonnum meira en árið 1985. Verð upp úr skipi var 62 — 66 kr./kg. Afli á skip í veiðiferð siöari hluta ver- tiðar var nokkuð minni en árið 1986 eða 5 tonn saman borið við 6,6 tonn 1985. Fiskimenn urðu varir við mikið af fyrsta árs og eins árs rækju sem ætti að þýöa góðan afla siðar. SURIMI. Heildarframleiðsla Japana á surimi hefur aukist úr 960.876 tonnum árið 1982 í 983.765 tonn árið 1985. Á sama timabili hefur framleiðsla á Analog Seafood tvöfaldast, var 36.555 tonn árið 1982 en 73.356 tonn árið 1985. Mikiö af þessari aukningu fór til Banda- rikjanna og heldur áfram að fara þangað þrátt fyrir hátt verö á jeni, vaxandi innlenda fram- leiðslu og aukana samkeppni frá Suður Kóreu. Innflutningur á Analog Seafood til Bandaríkj- anna var i ágústlok 1986 orðin 27.548 tonn á móti 30.235 á sama tima árið 1985. Birgðir i Bandarikjunum af surimi voru í ágúst 1986 1.680 tonn en voru i júlí 1.271 tonn. Birgðir af Analog Seafodd hafa minnkaö, voru 2.134 tonn í ágústlok en 2.315 tonn i júlilok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.