Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 50
★ Þangskegg (Polysiphonia lanosa) □ Skorpuþörungur (Hildenbrandia rubra) ▲ Steinskúfur (Cladophora rupestsris) O Klóþang (Ascophyllum nodosum) ★ „Marfusvunta" (Ulvaria obscura o.fl.) □ Bóluþang (Fucus vesiculosus) A Klapparþang (Fucus spiralis) O Dvergaþang (Pelvetia canaliculata) 1. mynd. Hlutfallsleg þekja nokkurra algengra þörungategunda í mismunandi hœð fjörunnar í Straumsvík. Punktar sýna meðalþekju sem byggð er á mœlingum á 6 stöðvum í hverri hæð. - Percentage cover of some common algae at dijferent height levels in the intertidal zone at Straumsvík. The points are averages based on the measurements at six stations at each height level. LÍFRÍKI Gróður Fjörusamfélög innan Straumsvíkur má heimfæra undir klóþangsfjörur í þeirri flokkun á þangfjörum sem ég hef notað (t.d. Agnar Ingólfsson 1977). í slíkum fjörum, sem helst er að finna þar sem skjól er gott (John Richard Hansen og Agnar Ingólfsson 1993), er klóþang (Ascophyllum nodosum) rfkjandi tegund og á mikinn þátt í heildarsvip fjörunnar. Það er stórvaxið, ljósbrúnna á lit en aðrar þangtegundir og með allt aðra áferð (2. mynd). í Straumsvík er klóþang ríkjandi um mestalla fjöruna (1. mynd) og hefur engin önnur lífvera viðlíka mikla lífþyngd þar. Klóþangið vantar þó nær alveg í efsta hluta fjörunnar; það er mest um miðbik hennar en minna af því neðst. Klóþangið hefur þarna vafalítið mikil áhrif á h'fsskilyrði annarra tegunda, eins og nánar verður vikið að hér að neðan. Rétt ofan klóþangsbeltisins eru dverga- þang (Pelvetia canaliculata) og klappar- þang (Fucus spiralis) ríkjandi þangtegundir (1. mynd), eins og jafnan er í klóþangsfjörum á Suðvesturlandi. Dvergaþang er smá- vaxnasta þangið, eins og nafnið bendir til, og vex að jafnaði aðeins ofar en klappar- þangið. Ofan við þessar þangtegundir eru klappir svartlitaðar á nokkru svæði og stafar Iiturinn af fléttunni Verrucaria maura, sem gengur undir nafninu fjörusverta. Bóluþang (Fucus vesiculosus) er nokkuð algengt um neðanverðar fjörurnar í Straumsvík og er einna mest af því neðst, þar sem klóþangið er farið að gisna (1. mynd). Bóluþang vex annars oft á svipuðu hæðarbili og klóþang í fjörum. Samkeppni unt pláss er mikil milli þessara tveggja þangtegunda, og vegnar klóþangi betur í skjóli en bóluþangi þar sem nokkurs brims gætir. Greinilegt er að í skjólinu í Straumsvík hefur klóþangið mikla yfirburði og bóluþangið hefur hörfað 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.