Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUPR. 137 II. Hérar. Hérar voru fyrst fluttir hingað til landsins 17.84, eða skömmu á eftir hreindýrunum, en refir höfðu orðið þeim að bana. Árið 1861 voru nokkrir hérar fluttir til Viðeyjar: frá Færeyjum, en munu hafa þótt styggja æðarvarpið og voru drepnir. Á Færeyj- um eru hérar nú algengir, voru fluttir þangað um miðja 19. öld frá Noregi, en í Færeyjum eru margar tófur. (Þ. Th. Lýsing íslands II, 453—454). Mér hefir verið sagt, að kaupmaður einn í Vestmanna- eyjum (Bryde?) hafi flutt ein hérahjón til Vestmannaeyja og sleppt þeim þar; hafi annað dýrið drepist fljótlega, en að hitt dýrið hafi lifað nokkuð lengi og sézt öðru hvoru. Ekki hefi eg þó getað fengið áreiðan- legar sagnir af þessu. Ennfrem- ur hefi eg heyrt, að í tíð „milj- ónafélagsins“ hafi danskur starfsmaður við félagið flutt héra til Viðeyjar, en eg hefi ekki heldur fengið það staðfest. Hérar eru vlðast hvar um allan heim1), margar tegundir, og talsvert frábrugðnar hver annari, eftir því hvernig um- hverfið er, sem þeir lifa í. Þeir J hérBvéiðum (EimmBin l<)29). eru nagdýr, lifa af ýmiskonar blöðum og jurtum, helzt safamiklum. í hörkum nagar hérinn stund- um börk af trjám og getur því valdið nokkrum skemmdum á skógi. Einnig getur komið fyrir, að hann valdi skemmdum á ræktuðu landi, þar sem þéttbýlt er og hann hefir fengið næði til að tímg- ast of ört. En þar sem maðurinn hefir ekki raskað jafnvægi nátt- úrunnar, t. d. með því að útrýma rándýrum, þá er varla hætta á, ao aukningin verði um of, enda þótt viðkoman sé mikil. Alls- 1) Af stœrri löndum munu þnð aðeins vera- Ástralía og' Madagaskar, si m þeir hafa ekki átt heima í upprunalega; fyrir i'nnfhitning eru þeir orðn- ir almennir í þessum löndum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.