Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 24
mmncfarot' á Jónas Baldursson frá Lundabrekku „Shjótt hefir sól brugðið sumri.“ Það vai’ liaustkvöld, þegar fundum okkar Jónasar Baldurssonoar bar fyrst saman. Eg liafði lesið nokkuð, bæði eftir og um manninn, og ein- liver deili vissi hann á mér. En það var einhvern veginn eins og við hefð- um alltaf þekkzt, og sem gamlir vin- ir töluðum við saman tveir einir lengi fyrstu nætur. Þótt skoðanir okkar væru ntjög skiptar um sumt, féllu þær þó alveg santan um margt, og þ. á m. sérstakt áhugamál okkar beggja, sam- vinnuhreyfinguna. Það leyndi sér ekki, að hugðarefni Jónasar voru mörg og félagsáhugi hans mikill, en þó var ég þess fullviss, að hugsjón sam- vinnusamtakanna bar þar liæst. Elann var heill og sannur samvinnumaður. Lífsviðhorf lians, nám og störf báru því glöggt vitni. ★ Jónas Baldursson var fæddur á Lundarbrekku í Bárðardal 28. sept. 1916 — og þar andaðist hann 21. jan. s. 1. Þar sem vagga lians var, hlaut liann gröf. Foreldrar Jónasar voru þau hjónin Guðrún Jónasdóttir og Baldur Jónsson á Lundarbrekku, og alsystkini María og Jón Lundi, en hálfbróðir Sigurður, og voru þeir Jónas samfeðra. Veturinn 1934—’35 stundaði Jónas nám í Laugarvatnsskóla og lauk burt- fararprófi þaðan um vorið. Þrem ár- um síðar, er faðir ltans var þrotinn að heilsu, tók hann raunverulega við búsforráðum heima, þótt til 1945 drægist, að Jónas tæki algjörlega við búinu. Síðar veitti hann einnig for- sjá heimili Sigurðar, þegar hann missti heilsuna. Haustið eftir seldi hann það á leigu um tveggja ára skeið og sigldi í austurveg til kynningar og náms við lýðháskóla og Samvirke- skolen í Noregi og Jakobsbergs lýð- háskóla í Svíþjóð. Úr þessari ferð kom Jónas heim á öndverðu sumri 1947 og hóf þá störf með því að gerast sjómaður á síldveiðum, en stundaði barnakennslu í Laugardal veturinn el'tir. Snemma vors 1948 fór hann utan á ný, og þá aðallega til Englands. Var liann með Jakobsbergsnemend- um í námsferð til Stanford Hall í boði brezkra samvinnumanna, og urn tíma í Oxford, þar sem hann kynnti sér einkum samvinnu- og félagsmál. Sýna ltáðar utanfarir Jónasar, hvað honum var efst í lmga. Heimleiðis hélt liann svo um haustið og settist nú að á búi sínu. A ofanverðum vetri 1949 ferðaðist Jónas um telagssvæði Kaupfélags Þingeyinga og flutti fræðsluerindi um samvinnumál. Um vorið tókst hann ferð á hendur til Suð-Vestur- lands með það fyrir augum að kynna tillögur Austfirðinga og Norðlend- Jónas lialdursson með honu sinni, lngigerði Nyberg. inga í stjórnarskrármálinu, en um það var Jónas mikill áhugamaður. Snennna var Jónas formaður ung- mennafélagsins í sveit sinni, og frá 1945 var hann óslitið deildarstjóri Bárðdæladeildar Kaupfélags Þingey- inga, að undanskildum þeim tíma, er hann dvaldi erlendis. í sambandi við það trúnaðarstarf má sérstaklega nefna forystu hans um það, að mjólk- urflutningar yrðu hafnir úr Bárðar- dal til samlags kaupfélagsins á Húsa- vík. Fulltrúi K. Þ. var hann á síðasta aðalfundi S.Í.S. og vakti þá athygli fyrir málflutning. A heimleiðinni mætti Jónas fyrir hönd Sambandsins á nterkisafmæli kaupfélagsins á Hofs- ósi og mundu þeir Austur-Skagfirð- ingar vel komu hans þangað. Hann tók virkan þátt í starfsemi Framsókn- armanna; liafði lengi verið formaður Eramsóknarfélags Bárðdæla, átt sæti í stjórn flokksfélags sýslunnar og var kjörinn í miðstjórn flokksins á síðasta þingi hans. Þá var Jónas einn af frumkvöðlum að stofnun Bændafélaos o Þingeyinga og átti sæti í stjórn þess frá upphafii, en það félag hefur stund- um vakið á sér athygli út um land vegna sérstæðra og djarfra ályktana um landsmál. Ahugamaður um sauð- fjárrækt var Jónas mikill. Beitti hann sér m. a. fyrir stofnun Sauðfjárrækt- arfélags Austur-Bárðdæla, átti sæti í stjórn þess og var, ásamt frænda sínum Jóni Jónssyni á Bjarnagili, kosinn til þess að velja kynbótafé. Árið 1942 var Jónas skipaður formaður skólanefnd- ar Bárðdælahrepps og vann þar hið bezta verk, svo sem alls staðar annars staðar, þar sem hann kom nærri. Þetta stutta yfirlit um náms- og starlsferil tæplega hálffertugs manns segir ekki lítið. Einkum má gera sér í hugarlund hver maður hér var á ferð, þegar j>ess er gætt, að hann lifði og starfaði í sveit og liéraði, Jiiar sem mikið mannval er til livers konar op- inbers trúnaðar og starfa. En hér er Jj() að sjálfsögðu ekki um neina tæm- andi mannlýsingu að ræða. Jónas Baldursson var harla óvenjulegur og góður rnaður fyrir margra hluta sak- ir. Hann var að upplagi örgeðja og tilfinningaríkur, en kunni jró vel að stjórna skapi sínu. Ræddi hann álmga- mál, var grunnt á því, að honum svlli móður. Sótti hann Jrá mál sitt fast og 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.