Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 11
Af spjöldum sögunnar: BÚDÍSEA RÆÐST A LUNDÚNABORG Sögu Lundúna má rekja langt aftur í aldir. Á þeim tímum, er íbúar Bretlands notuðu tinnuhnífa og axir og hamra úr steini, hafði fiskimannaþorp sennilega þegar risið frá grunni á bökkum Tems- ár, eða réttara sagt þyrping óvandaðra kofa, er gerðir voru úr leðju. Þorp þetta tók smámsaman framförum öld eftir öld, unz fiskibátarnir hættu að vera einir um að liggja við festar við árbakkana. Kaup- skip frá meginlandi Evrópu og jafnvel alla leið frá Afríku tóku að venja kom- ur sínar upp eftir Tems. Þegar Kládíus Rómarkeisari hóf að leggja Bretland undir sig árið 43 eftir Krists burð, varð á vegi hermanna hans þarna smáborg ein, er þeir kölluðu Lon- dinium. íbúar borgar þessarar lifðu á verzlun og fiskveiðum. Rómverjar gerðu sér þegar ljóst mikilvægi staðarins sem hafnar fyrir skip sín, komu sér þar upp herbúðum, grófu víggröf umhverfis þær og víggirtu þær með háum skíðgarði. Smám saman jókst vegur Lundúna undir stjórn Rómverja. Þar bjó róm- verski skattlandsstjórinn, Desíanus Kat- us, sem heimti skatt af hinum keltnesku Bretónum, sem þá byggðu mestan hluta landsins. Yfirmaður rómversku hersveit- anna í landinu, Svetóníus Pálinus, dvaldist einnig í borginni milli þess er hann barði á Bretónum þeim, er enn höfðu ekki játast undir vald Rómverja. Norður af Lundúnum, í héruðunum Norfolk og Suffolk, bjó þá herskár bret- ónskur þjóðflokkur, er kallaður var ís- enar. Framan af voru þeir Rómverjum vinveittir, og þegar þáverandi konungur þeirra andaðist, gaf hann hálft ríki sitt dætrum sínum tveimur, en hálft Neró keisara, er þá hafði tekið við ríki af Klá- díusi látnum. En einmitt um þessar mundir barst Katusi skattlandsstjóra bréf frá Neró. Hann reif bréfið upp og las það, yggld- ur á brún. „Keisarinn mælir svo fyrir, að við heimtum inn allt það fé, er Kládíus stjúpfaðir hans lánaði bretónskum höfð- ingjum,“ sagði Katus við æðsta hundr- aðshöfðingja sinn. „Geti þeir ekki greitt allar skuldir sínar þegar í stað, verðum við að skattleggja þá af hörku. Hver ein- staklingur verður að greiða skatt, jafnvel fyrir það eitt að fá að lifa.“ „En hvað um ísenana? Þeir eru auð- ug þjóð og konungur þeirra nýdauður. Hann arfleiddi Neró að helming ríkis síns.“ „Helming! Það nægir ekkil“ hrópaði Katus með fyrirlitningu. „Við verðum að hirða ríkið allt, ef við eigum að gera keisarann ánægðan. Farðu nú til lands ísena og heimtu greiðslu af drottningu og dætrum konungs.“ „Mér hefur verið sagt, að Bódísea drottning sé kona drambsöm og grimm- lynd. Setjum nú svo, að hún vilji ekki láta af höndum auðæfi eiginmanns síns og lönd hans?“ mælti hundraðshöfðing- inn. „Hún verður að láta þau af hendi. Veiti hún andspyrnu, skaltu leika hana eins harðlega og þér líkar. Mér geðjast ekki að því, að drambsamar konur bjóði Róm byrginn. Það er kominn tími til þess, að þessir hrokafullu Isenar læri sín- ar lexíur," sagði Katus reiðilega. „Hafðu sveit einvalaliðs með þér.“ Hið rómverska herlið fór nú með rán- um, drápum og brennum um byggðir ísena, unz það náði höfuðstað drottn- ingar, þorpi, er samanstóð af stráþökt- um kofum. Fréttir af framferði þess höfðu þegar borizt til eyrna Bódíseu, og þegar Rómverjar komu á fund hennar, ólgaði hún af hatri og reiði. „Hvert er erindi ykkar hingað?" spurði hún. „Við komum í nafni Nerós keisara að heimta af yður peninga þá, korn og kvik- fé, er eiginmaður yðar heitinn, konung- urinn, skuldar okkur," var svarið. SAMVINNAN 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.