Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 14
ar hingað frá Ítalíu og Gallíu í þeim til- gangi að setjast hér að?“ spurðu her- mennirnir. „í mínu nafni megið þið segja þeim að þeim sé heimilt, jafnt körlum, konum og börnum, — öllum, sem þess óska — að sameinast liði okkar og fylgjast með okk- ur, unz við getum komið þeim á örugg- an stað.“ Þannig hljóðaði skipun Sve- tóníusar. Á þeim seytján árum, er Rómverjar höfðu stýrt Suður-Bretlandi, hafði Lundúnaborg orðið að merkri viðskipta- miðstöð. Sagt er, að þá hafi búið tuttugu þúsund manns í borginni. Mestur hluti þeirra bjó í bjálkakofum, en hér og þar gat að líta rómversk steinhús, og upp og niður eftir ánni sigldu mörg skip segl- um þöndum. í borginni ríkti grátur og gnístran tanna, eftir að kunnugt varð um ákvörð- un Svetóníusar. Borgarbúar gerðu sér ljóst, að samkvæmt henni urðu þeir að yfirgefa heimili sín og eignir, svo og þá, sem aldraðir voru, sjúkir eða of veik- burða til að geta gengið með rómverska hernum. Styrjaldir koma ævinlega harð- ast niður á þeim, sem ekki geta varið hendur sínar. Margir kvöddust nú með harm í liuga, en til voru þeir eiginmenn, er neituðu að yfirgefa vanheilar konur sínar, og skyldurækin börn, er ekki kusu að láta eftir aldraða foreldra sína, enda þótt þau ofurseldu sig þannig dauðan- um. Þeir, sem lieppnina höfðu með sér, komust undan á skipum niður ána, líkt og Katus. Er Svetóníus hafði dregið her sinn á brott ásamt meirihluta borgarbúa, voru engu að síður margir eftir, er biðu með skelfingu komu hers Bódíseu. Þeir þurftu ekki lengi að bíða. Hinn mikli her drottningar kom æð- andi yfir lyngmóana og sléttlendið, þar sem nú eru Bethnal Green, Shoreditch og Bishopsgate. Fremst fór vagnlið, er hin- ir liarðgerðu hestar ísena drógu, og var Bódísea sjálf í för með því og hvatti það áfram. Að baki þess komu svo fótgöngu- fylkingar Bretónanna, vopnaðar bogum og örvum, spjótum, sverðum og bitur- legum hnífum. Þeir réðust miskunnarlaust á húsa- þyrpingarnar og verzlanirnar, þar sem nú er Treadneedle Street og Cornhill. Fólkið flýði undan þeim með skelfing- arópum. „Þyrmið engum Rómverja, því þeir þyrmdu ekki okkurI“ fyrirskipaði Bódí- sea hörkulega. Er sverð og eldur höfðu lokið voða- verkum sínum, voru Lundúnir borg ösku og andaðra manna. Bódísea hatði fullkomnað hefnd sína. Svetóníus var hinsvegar ráðinn í að láta ekki við svo búið sitja. Óðar er hann hafði safnað saman liinum dreifðu legíónum sínum og aflað sér liðs frá vinveittum þjóðflokkum, stefndi hann aftur til Lundúna. Segir sagan, að hann hafi haslað óvinum sínum völl þar sem King’s Cross Station er á okkar dögum. Bódísea gerði áhlaup úr austri og hinn mikli herafli hennar flæddi yfir gras- lendið þar sem Islington er nú. Rómverjarnir biðu, ótrauðir og ótta- lausir. Jafnskjótt og Bretónar voru nógu nærri, skutu hermenn Svetóníusar að þeim spjótum sínum með banvænni markvísi. Hver hermannaröðin af ann- arri hljóp fram og kastaði spjótum sín- urn um leið. Hinum stuttu skotspjótum rigndi gegnum loftið eins og hagli. Fylkingar Bretónanna tóku að riðlast undan þessari stöðugu, einbeittu árás. Þá skorti hina ágætu þjálfun, er Róm- verjar höfðu notið, og höfðu þar af leið- I Athugasemd um útflutning sauðfjdr Útflutningur sauðfjár var veigamikill þátt- ur í viðskiptum þjóðarinnar, þegar bezt lét. Og þó þetta tilheyri nú löngu liðnum tíma, þykir mér rétt að leiðrétta missagnir um þetta mál, sem nýlega hafa komið fram í ritum nokkurra merkra manna. Má þar til nefna sögu íslendinga IX. 1, bls. 434 og ritgerð í Samvinnunni maí—júní 1959 svo nokkuð sé nefnt. í þessum tilvitnuðu ritum, — og víSar, er talið að tekið hafi fyrir útflutning lifandi sauðfjár um aldamót. En þetta er ekki alls kostar rétt, eins og nú mun sýnt fram á. Útflutningur lifandi sauðfjár hófst hér ekki fyrir alvöru fyrr en 1880. Reyndar hafði lítið eitt verið flutt út árlega frá 1873 eða um 1935 sáuðir að meðaltali til ársins 1880. — Lítið eitt hafði þó verið flutt út áður en aðeins árið 1866 svo teljandi væri, en það ár voru fluttir út 2185 sauðir. Á 10 árum, 1880—1890, voru fluttir út að með- altalí rúmlega 18.000 sauðir á ári. Á næstu 10 árum er útflutningurinn að meðaltali rúm- lega 32.000 sauðir á ári. Árið 1896 voru sett lög í Englandi, sem bönnuðu innflutning lifandi suðfjár, nema því væri slátrað strax við löndun („í sóttkví"). Áður var innflutta sauðféð fitað á kjarnmikl- um beitilöndum áður en því var slátrað, enda var þess full þörf, eftir hrakninga á íslandi og yfir hafið. Með þessu fyrirkomulagi var líka hægt að haga slátrun og sölu sauðanna eftir markaðsástæðum. Það var mikið reiðarslag fyrir íslendinga, þegar Bretar bönnuðu óhindraðan innflutn- ing og sölu lifandi sauðfjár. Að vísu tókst að fá frest á framkvæmd laganna í 4 ár. Var þetta mest þakkað atbeina L. Zollner's konsúls í Newcastle, en hann var þá aðalumboðsmað- ur íslenzku kaupfélaganna í Bretlandi, og um langt skeið aðalkaupandi lifandi sauðfjár (og hesta) hér á landi til útflutnings. Þegar innflutningsbannið kom til fram- kvæmda lækkaði sauðaverðið í Bretlandi og útflutn. minnkaði stórum, en þá hófst nokk- ur útflutnlngur til Beigíu fyrir allgott verð, og jafnframt var oftast eitthvað flutt til Englands. — L. Zollner annaðist að mestu þessa sauða verzlun, einnig til Belgíu, í félagi við belgiskan gripakaupmann Poels að nafni. Þessi sauðaútflutningur hélzt til 1914 og var sem hér segir: Árið 1900 — 23.504 sauðir — 1901 — 19.290 — — 1902 — 6.564 — — 1903 — 15.108 — — 1904 — 9.522 — — 1905 — 7.837 — — 1906 — 7.598 — — 1907 — 2.701 — — 1908 — 4.913 — — 1909 — 2.849 — — 1910 — 6.438 — — 1911 — 4.908 — — 1912 — 5.832 — — 1913 — 2.216 — Sauöaútflutningnum var að mestu lokið þeg- ar hér var komið sögu. Að vísu voru fluttir út 3 smáfarmar af lifandi sauðfé árin 1923 og 1924, einn til Belgíu og tveir til Englands. Eidi sauðfjár til að selja það lifandi úr landi var þá hætt. Eftir að óhindraður innflutningur sauðfjár var bannaður í Englandi um síðustu aldamót breyttust búskaparhættir hér á landi. Bændur hættu að færa frá og ala upp sauði til útflutnlngs að nokkru ráði. í stað þess tóku þeir að bæta meðferð á saltkjöti og flytja út saltað dilkakjöt. Kaupfélögin tóku að reisa sláturhús og stofnuð voru sérstök sláturfélög, t.d. Sláturfélag Suðurlands 1907. Aðalmarkað- urinn fyrir saltkjötið var í Noregi. Þar líkaði íslenzka saltkjötið ágætlega og þótti bera af öðru saltkjöti, sem þar var selt, bæði inn- fluttu og heimaframleiddu. Skömmú fyrlr síð- 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.