Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 32
Rörmjaltakerfi sem ýmsir íslenzkir kúabœndur hafa tekið í notkun. Við fengum tvo bændur í Rangárvallasýslu til þess að gefa hana samhliða venjuleg- um fóðurblöndum. Ekki kom annað í ijós en kýrnar nýttu fóður þetta vel og héldu heilsu sinni og framleiðslu. 60 hundraðshlutar íslenzk framleiðsla! Kúafóðurblöndur þær sem SÍS blandar í Þorlákshöfn hafa inni að halda 15—20% inn- lend efni eins og er. Þarna er mikill munur. í öllum fuglafóðurblöndum er grasmjöl fastur liður og svínum má gefa allmikið gras- mjöl í blöndum. Hvernig getum við náff því marki? í umræddri blöndu höfum við 40% grasmjöl, 8% tólg, 12% fiski- og hvalmjöl, 37% maís og 3% steinefni. Grasmjöl getum við framleitt hvar sem er á landinu. Sláturhúsin gætu unnið feitina í stað þess að henda henni eða selja út úr landi fyr- ir lítið verð. Feitin er stórkostlega verð- mætt efni til fóðurs. Eitt kg. af dýrafeiti eða lýsi samsvar- ar í fóðurgildi þrem kg. af maís. í Danmörku eru kúafóður- blöndur sem innihalda 7% feiti taldar verðmætari heldur en þær sem ekki eru bættar þannig, vegna þess að feitin eykur mjólkurmagn og gæði. Sláturhúsin geta unnið feit- ina í stað þess að henda henni og grasmjölsstöðvarnar geta síðan þurrkað sláturúrganginn og fengið þannig verðmætt kjöt- og beinamjöl. Auk þess er grasmjöl sú fóðurtegund sem hvað bezt hentar til þess að soga í sig fljótandi efni svo sem feiti og melassa. Við sjávarsíðuna er ávallt til gnægð fiskimjöls af ýmsum tegundum en það ásamt hval- mjöli eru beztu proteingjaf- arnir fyrir jórturdýr og annan búpening sem völ er á. Síldarlýsi hefur sama gildi fyrir fóðrið og dýrafeiti og gef- ur auk þess A og D vítamín. Þangmjöl má nota allt að 2% í fóðurblöndur, það er kol- vetnafóður en hefur auk þess ýmis snefilefni og vítamín. Ef öruggur markaður fengist hjá fóðurblöndunarstöðvunum myndi þangvinnsla ef til vill borga sig. Mjólkurbúin vinna töluvert magn af undanrennudufti á hverju ári. Það er flutt út fyrir lágt verð. Síðan flytjum við það inn aftur ásamt feiti í til- búnu erlendu kálfamjólkur- dufti. Síðast en ekki sízt eru gerð- ir kögglar úr hraðþurrkuðu grasi og öðru grænfóðri svo sem höfrum. Ríkisfyrirtækið „Fóður og fræ“ í Gunnarsholti á Rangárvöllum hefur fram- leitt þessa vöru í nokkur ár og hefur eftirspurn farið hrað- vaxandi vegna þess hve vel bændum líkar að fóðra með þessari vöru og vegna þess hve flutningsgeta vörubifreiða nýt- ist vel, þegar flytja þarf milli landshluta. Grænfóðurkögglar henta sérlega vel fyrir sauðfé og þá einkum til fengitímaeldis og vorfóðrunar. Geta kögglarnir nær alveg komið í staðinn fyr- ir fóðurbæti við fóðrun sauð- fjár. Þegar miðla þarf heyfóðri milli landshluta er ekkert form heppilegra í alla staði heldur en kögglar. Hvert kg. er verðmætara en í heyi og fyrirferðin er svipuð og í korn- vöru. Nú er unnið mjög mark- visst að því erlendis að köggla hraðþurrkað gras svo gróft að hægt sé að gefa það jórtur- dýrum eingöngu. Geta menn þá vélvætt fóðrun nautgripa alveg. Hér á landi ætti ávallt að vera til gnægð köggla i öllum landshlutum. Við verðum að hugsa eins og hyggnir bænd- ur, eiga ávallt til fyrningar, sem hægt er að miðla af þeg- ar heyöflun bregzt í einhverj- um landshluta. Hvaff hefur veriff gert til þess að nýta þessa möguleika? Á tilraunastöð ríkisins á Sámsstöðum í Fljótshlíð barð- ist Klemenz Kr. Kristjánsson í 40 ár fyrir íslenzkri fóður- bætisræktun í formi korns og grasmjöls. Hafði hann korn- ræktartilraunir öll sín ár þar og bjó til grasmjöl nokkur hin síðari ár. í Fljóthlíð eru skil- yrði til kornræktar góð og svo er um fleiri staði svo sem und- ir Eyjafjöllum og allar götur austur í Hornafjörð og einnig á Suðurnesjum. En áhugi fyrir kornrækt sér er hverfandi lít- ill á meðan erlent korn er hér eins ódýrt og raun ber vitni. Árið 1961 fór Samband ís- lenzkra samvinnufélaga að framleiða grasmjöl á Stórólfs- vallarbúinu í Hvolhreppi og hefur haldið þvi áfram síðan. Tilgangur Sambandsins var fyrst og fremst sá að stuðla að fjölbreyttari landbúnaðar- framleiðslu, minnka innflutn- inginn á erlendri fóðurvöru og það vonaði að íslenzkir til- raunamenn myndu hefja fóð- urtilraunir og aðrar rannsókn- ir á þessari vöru til þess að finna hvernig helzt mætti nota grasmjöl við íslenzkar að- stæður. Mætti svo að lokum bera saman framleiðslukostn- að og notkunarmöguleika við innfluttar fóðurvörur. Svo fór, að áhugi reyndist lítill sem enginn, og hafa ekki verið gerð- ar aðrar rannsóknir á notagildi íslenzks grasmjöls en áður- nefnd tilraun í Laugardælum og eru niðurstöður hennar óbirtar. Það var fyrir áeggjan Búnaðarþings að Rannsóknar- ráð landbúnaðarins lét fara fram þessa tilraun. Stóð Gunn- ar Bjarnason á Hvanneyri að tillögunni, enda hefur hann um áraraðir verið hvatamaður að hraðþurrkun og notkun grasmjöls í fóðurblöndur. Opinber stuðningur hefur enginn verið til þessarar starf- semi hvorki í formi styrkja né lána og frekar hefur hin opin- bera ráðunautaþjónusta reynt að draga úr okkur kjarkinn heldur en að hvetja. Hafa ver- ið notuð rök danskra og norskra fóðurfræðinga, þeir telja margir að ástæðulaust sé að nota grasmjöl í kúafóður- blöndur og að það sé engin þörf á því þar. í heimalöndum þeirra er það of dýrt miðað við korn til þess að réttlæta notkun þess í kúa- fóðri. Þar beinist öll viðleitni fóðurfræðinga og tæknimanna að því að hraðþurrka grænfóð- ur í því skyni að vélvæða í stórum stíl öflun kúafóðurs og um leið að geta vélvætt gjaf- irnar. í þeirri viðleitni hafa þeir rekizt á þá staðreynd að gefi maður kú malað hraðþurrkað gras í stað nokkurs eða alls hluta grænfóðursins komi fram meltingartruflanir og lækkun á mjólkurfitu. Hér á landi er viðleitnin allt önnur. Við viljum að kýrnar umsetji eins mikið af heyfóðri og mögulegt er, vegna þess að heimaaflað hey er ódýrasta og jafnframt bezta fóður sem völ er á. Síðan þurfum við að hafa á boðstólum maís og fóður- blöndur með fóðurgildi 1 kg — 1 fóðureining og hæfilegt magn steinefna og próteina. Þegar grasmjöl er gefið sem hluti í fóðurblöndu til viðbótar við fullan heyskammt er það með öllu skaðlaust og nýtist vel. Á Stórólfsvallarbúinu gerði Sambandið einnig tilraun til kornræktar í allstórum stíl. Veðráttan hefur síðan heldur kólnað og kom í ljós að næt- urfrost í ágústmánuði urðu það tíð að kornræktin bar sig ekki og urðum við að hætta. Land Stórólfsvallarbúsins er mar- flatt og ekkert skýhr fyrir norðanáttinni. Eins og áður er nefnt, setti ríkið á stofn hraðþurrkun með kögglapressu í Gunnarsholti 1964 í því skyni að reyna þessa vinnsluaðferð hér á landi og fá reynslu af vörunni. Lofar þetta mjög góðu eins og áður gat. Um sama leyti var byrjað að starfrækja þurrkara til gras- mjöisvinnslu að Brautarholti á Kjalarnesi. Framleiðslan fer að mestu í fóðurblöndur Mjólk- urfélags Reykjavíkur og til fuglabænda í nærsveitum. Um notkun á feiti er það að segja að alveg vantar tilraunir um magn og samsetningu hennar í fóðurblöndur. Miklar upplýsingar má eflaust fá frá Danmörku. Aðalmálið er að 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.