Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 48
síns tíma á þröngu sviði og fær þar með eigin framlagi einhverju áorkað, en er hinsvegar á öðrum sviðum, vegna af- skiptaleysis og vanþekkingar, fjarlægari samtímanum en almennt gerist í því samfélagi sem hann hrærist í, þá stuðlar hann annarsvegar að hraðari umhverfis- breytingum, er hinsvegar vegna þeirrar einangrunar frá öðrum sviðum, sem tengd er sérfræðingstilveru hans, óvenju kirfilega flæktur í gamlar hugmyndir. Hér hefur þegar verið drepið á nokkrar afleiðingar atferlis, sem ekki er í sam- ræmi við þann tíma sem það gerist á. Oft birtast þær sem streita: mönnum finnst sú breyting ógnvekjandi, sem að baki liggur. Samt stafar lítil töf af öflum þeim sem af þessu spretta, þegar í móti er hin stöðuga aðlögunarhvöt, sem leiðir af spennunni milli mannsins og umheims hans. Það sem íþyngir hverri nýrri kyn- slóð er ekki svo mjög umbreyting sam- tímans sem sú byrði norma og gildamats, sem á tímum svo til kyrrstæðra umhverf- isskilyrða runnu í hugum manna saman við almennt viðtekinn siðamælikvarða og þarmeð þjóðfélagslegt vald. Fráhvarf frá hefðbundnum siðareglum í lok nítjándu aldar og á hinni tuttugustu var nauðsyn- legt, af því að þessar reglur, þessi norm, hefðu útilokað sérhverja aðlögun að hin- um breyttu aðstæðum umhverfisins. Þær ógöngur, sem þessi norm lentu í, stuðluðu jafnframt að auknum hraða umhverfis- breytinganna, likt og hvati í efnaferli, því að með lausninni undan oki úreltra fortíðarhátta spruttu fram í stríðum straumi nýr hugsunarháttur, ný atferlis- snið og nýr viðbragðsmáti. Líkt og við líffræðilegt úrval úr fjölda stökkbreyt- inga, nær hér aðeins það fátt eitt af hin- um nýju hliðstæðu og andstæðu kenning- um og lífsháttum fram að ganga og fest- ast í sessi sem hæfir hinum fjölþætta samtíma og megnar því að breiðast út. Sé nánar rýnt í uppruna slíkra lífshátta, má í yfirfærðri merkingu kalla þá „líf- vænlega atferliskosti". Hjá því verður ekki komizt, að hin hugmyndafrjóa unga kynslóð reyni hinar mörgu ónothæfu að- ferðir, sem bjóðast, af sama ákafa og hinar fáu nothæfu og berjist fyrir þeim með sömu ástríðu, þar eð einungis hinn endanlegi árangur greinir þar á milli. Vandkvæði þess að lifa í samræmi við sinn tíma virðast svo almenns eðlis, að auðsætt er að telja þau einkenni félags- gerðar hins mannlega lífs yfirleitt; svo lengi a. m. k. sem það ekki staðnar, meðan það á sér nokkra framþróun. Hin stöðuga sambúð þess mannlegs atferlis, sem er í samræmi, og þess, sem ekki er í samræmi við sinn tíma, er kannski hinn eini stöðugi grundvöllur hinna margvís- legu og sundurleitu þátta mannlegs sam- félags. Til þess að tryggja tilveru þess í framtíðinni virðist enn frekari þróun vís- inda og tækni óumflýjanleg. Samt mun hún eiga sér skorður, sem er takmarkaður aðlögunarhraði mannsins að breytingum umheimsins, nema því aðeins að þjóð- félagið breytist í þjóðfélag sérfræðinga, sem myndi fjarlægjast lífshætti nútím- ans svo mjög, að með hans mælikvörðum verði ekki lengur mælt. 4 Rúnar Hafdal Halldórsson: Kínverskt ævintýri Kóngurinn í Kína kallar til sín alla jarlana sína. Fyrstur kom hinn ungi, annar kom sá gamli, en þriðji sá í miðjunni í smiðjunni var. Sat hann við smíðar og silfurhjarta skar. Dvaldist þessum þriðja og gleymdi hann konungsför því silfur bjó og sauð hann með sigurbros á vör. Leiðist Kínakóngi og kallar hann enn: Hvað er það, sem tefur mína undirmenn? En enginn kunni svarið og enginn hafði heyrt hrafninn yfir konungsgarði krunka út um nefið, að karlinn hefði kvefið. En kóngur átti konu og konan átti son, en sonur átti kærustu, sem kyssti lon og don. Og kærastan var send til að koma upp um karl, sem örugglega ekki var konungshollur jarl. Stúlkan tók til reiðtygin og kvaddi kóng og prest, settist upp á hest, sem hófa hafði stóra og ganglimi fjóra, reið svo yfir kínverskan Langasand og Kjöl. Hún hitti jarl í hlaði og hann bauð góðan dag. Hún tók í það, en sagði, að sig vantaði fjórða mann í slag. Jarlinn varð hálfklumsa, en sá, hvað undir bjó, og sagðist önnum kafinn: „Ég þarf að fara á sjó, því tómt er orðið búrið og heimafólk mitt stúrið". Af sjónum kemur karlinn með kolmunna og skel, slær upp heljarveizlu, svo engum varð um sel, lyftir fullum skálum og skenkir dýran mjöð. Varð nú stúlkan heldur glöð og drekkur lengi vel. Er nú skemmst að segja, að sættir tókust brátt með kærustu og karli, en það fer ekki hátt, því ef þú vissir brögðin, sem jarlinn beitti þá, þú mundir strax á morgun í aðra stelpu ná. Um kóng er það að segja, að ennþá bíður hann og vonast eftir kærustunni heim I konungsrann. En sonur drottningar hugsi situr nú og finnst, að konuástin sé fáu hjarta trú. Kærastan og kariinn þó unnust lengi vel. Út úr því varð drengur, sem lifði miklu lengur en Björn á Löngumýri. Úti er svo kötturinn og kínverskt ævintýri. Sigurður Pálsson: Harka morgunvindsins í þessari borg í þessari borg við syðri tjörnina geng ég um í iðandi bylgjuhreyfingu vitundar í þessu ormlausa umhverfi þar sem hvergi er vottur blossandi bylgjuforms hvergi nautnalega svarta netsokka að sjá í hörku morgunvindsins allt virðist híma stráin fólkið mölin vatnið jafnvel gott vatnið er dautt og gutlar falskt upp að samanbitnum ormlausum grasflötum í hörku morgunvindsins og fólk vopnað lyklakippum rasssíðar frænkur og undirokaðir frændur paufast um á köldum eyðisöndum lífs sins þar sem hús þess standa vörð um líf þess timbruð í byrjun vikunnar bolast áfram í söknuði eftir framtíðinni hlakkandi til fortíðarinnar flýta sér undan nútíðinni ég geng um flatlendið angistargöngu leyfi bylgjuhreyfingunni fara eldi um hug minn brostin augu stráanna ryðjast inn I vitund mína eins og hráviði og spanskgræn styttan af jónasi stingur í stúf við bunulæki og bakkafagrar ár hugans ó, mig sem minnti að þessi borg væri bros- andi kona sem austanvindurinn svæfi hjá niður eftir laugaveginum og austurstrætinu og lognaðist útaf á hallærisplaninu framan við moggann en ég geng með iðandi bylgjuloga í höfðinu og sé fólk í óðaönn að tína saman brot úr lygi raunveruleikans málmar og viðir og gler þvælast sifellt fyrir því guðsgræn náttúran flýr undan því draumheimar þess týndir í bylgjulausri vitund í hörku morgunvindsins held ég höfðinu milli handa mér ó, ef kæmi loksins regn og færi kitlandi samhengislausum höndum um höfuðið opnaði höfuð mitt svo heilinn yrði brúnn og sællegur opnaði höfuð mitt öllum heiminum eins og páskaegg fullt af málsháttum 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.