Stéttabaráttan - 20.12.1973, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 20.12.1973, Blaðsíða 1
ÖRE/GAR ALLRA LANDA SAMEIN/ZT FYRIR VERKALYMNN Þegar litið er á samningamakk ASÍ og VÍ er nauðsynlegt að hafa hina hraðvaxandi offramleiðslukreppu, sem er í heiminum í dag, til hliðsjón- ar. Undanfarna mánuði hafa öll helstu eikkenni offramleiðslukreppu sýnt sig í hverju auðvaldslandinu á fætur öðru. Vegna hinnar óskipulögðu framleiðslu auðvaldskerfisins, samkeppni eins kapítalistans við annan um gróðann, hafa hinar ýmsu vörutegundir hlaðist upp - framleiðslan hefur farið fram úr eftirspurn. En því er alls ekki þannig varið, að það sé framleitt "of mikið" af brauði, físki eða fatnaði, heldur er um að ræða ofgnótt vara eingöngu í samanburði við raunveru- legar þarfir fjöldans. Þarfír fjöld- ans minnka ekki við kreppu, heldur verður um stórfelldan niðurskurð á greiðslugetu hins vinnandi fj ölda að ræða. Eins og drepið var á hér að ofan hafa öll einkenni offramleiðslukreppu kom- ið fram á sjónarsviðið í flestum kap- ítalískum löndum heims. Vörurnar hlaðast upp í skemmunum meðan verkamennirnir hafa minna í sig og á. Kapítalistarnir minnka framleiðsluna og að lokum loka þeir hluta verksmiðj- anna. Þannig er tala atvinnulausra í Hollandi nú þegar 100. 000 verkamenn og borg- aralegir hagfræðingar spá 75% aukn- ingu í Hollandi á næsta ári. Sænski auðhringurinn Volvo hefur nú þegar minnkað framleiðslu sína um 4% og hefur f bígerð að minnka vinnutíma verkamanna í verksmiðjum Volvo úr 40 stundum jí 32 stundir á viku. Þetta eru aðeins tvö dasmi af ótal mörgum, sem hafa komið fram í öllum auðvalds- löndunum. Það er nauðsynlegt að taka fram, að þær tölur, sem borgaralegu stofnanirnar gefa upp um atvinnuleysið eru hreinar falsanir. Þær tölur, sem hér hafa verið nefndar ná aðeins til þeirra verkamanna, sem sagt hefur verið upp af kapítalistunum, ekki til fólks, sem er að koma úr skólum (iðnnemar, gagnfræðingar o. fl.), verkamanna, sem sagt hafa upp, ætlað að fá sér aðra vinnu, orðið veikir o. s. frv. I öðru lagi er atvinnuleysið dulið með því að loka verksmiðjunum hluta vikunnar og stytta vinnutíma verkafólksins úr 40 klst. niður í 24 til 16 klst. á viku. Þannig eru þúsundir verkamanna hálfatvinnulausir. Ahrif heimskreppunnar á Island. Það er enginn vafi á því, að áhrifa heimskreppunnar er farið að gæta I æ ríkari mæli á Islandi. Island, eins og öll kapítalísk lönd á tímum heims- valdastefnunnar, kemst ekki hjá kreppunni. Island er sjálfstætt auð- valdsríki og íslenskir auðhringar hafa flutt fjármagn úr landinu til að byggja upp verksmiðjur, verslunarkeðjur o. fl., eiga í bönkum og flugfélögum í Bandarikjunum, Bretlandi, Luxem- burg og fleiri löndum. Það er auðséð að kreppur I þessum löndum hafa geypileg áhrif á gróða íslensku auð- hringanna. Ahrif, sem að lokum eru afgerandi fyrir framleiðsluna. Það má segja, að skuttogarakaup íslenska auðvaldsins hafi verið fyrstu merki heimskreppunnar á Islandi. Orsök kaupanna á hinu mikla magni skuttogara er sem hér segir: Lögmál lækkandi gróðahlutfalls (þ. e. auðmaðurinn er farinn að festa meira fé I föstu auðmagni, vélum, hráefni og öðru slíku) er farið að gæta. Mikið auðmagn hefur farið 11. d. verksmiðjur I Bretlandi og USA. Uyrsta örvæntingarfulla tilraun auð- valdsins til að losna undan þessu miskunnarlausa lögmáli auðvaldsþjóð- FRAMHALD Á BAKSÍÐU Hér sjást nokkrir af hinum sjálfkölluðu baráttumönnum verkalýðsstéttar- innar. Þessir svikarar standa nú öllum stundum I samningamakki við kap- ítalistanna og vinna með þeim að hrottalegri árás á lífskjör verkafólks í landinu. Og forseti ASl, Snorri Jðnsson, lýsir nýlega yfir hrifningu sinni með kauplækkunarsamninga BSRB við rikisvaldið og lýsir yfir "stuðningi við láglaunastefnuna. " Sífellt afhjúpa þessir verkalýðsóvinir betur þjónustu sína við auðvaldið og að þeir eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta með þeim, sem standa I ósættanlegri mótsögn við hagsmuni þorra verkalýðs- stéttarinnar. Baráttan gegn auðvaldinu verður ðhjákvæmilega að standa gegn þessum fulltrúum þeirra inna verkalýðshreyfingarinnar einnig. Niður með hina svikulu verkalýðsforystu' Lifi sjálfstæð skipulagning verkalýðs- ins á grundvelli stéttabaráttunnar.* 1 STÉTT GEGN STÉTT! Kjaraskerðingaráform ÍSAL Um þessar mundir stendur yfir samningamakk forráðamanna ISALS og fulltrúa þeirra verkalýðsfélaga, sem aðild eiga að kjarasamningi við ISAL. "Kröfur" verkalýðsfélaganna á hendur ISAL eru mjög óverulegar, en þar er hvergi gert ráð fyrir beinni kauphækkun, heldur er aðeins um að ræða smávægilega hækkun á vaktaálagi, starfsaldurshækkanir, hækkun tryggingarupphæða, fækkun vinnustunda, fjölgun frídaga o. s. frv. o.s.frv. "Kröfurnar" þýða gífurlega kjara- skerðingu. I raun og veru þýða þessar "kröfur" gffurlega kjaraskerðingu, því á kom- andi mánuðum má gera ráð fyrir stórauknum hækkunum á vöruverði vegna sívaxandi kreppu auðvaldsins, sem nú þegar er farin að segja veru- lega til sín f Evrópu og Norðurlönd- unum. Þessu er að sjálfsögðu ekki gert ráð fyrir í "kröfum" verkalýðs- félaganna, enda er "verkalýðsforyst- an" ekkert annað en handbendi borg- arastéttarinnar innan verkalýðshreyf- ingarinnar, mútuþægir embættis- menn, sem sífellt reyna að halda verkalýðnum niðri með þvf að beina allri baráttu hans inn á brautir bar- áttu fyrir krónu meir eða minna, en hylma algjörlega yfir pólitískt mark- mið verkalýðsstéttarinnar - afnám auðvaldsskipulagsins og uppbyggingu sósíalismans. Auk sameiginlegra krafa verkalýðs- félaganna eru svo nokkrar fáránlegar sérkröfur, sem allar miða að smá- vægilegum endurbótum, s.s. aukin fatnað, bættri vinnuaðstöðu o_þ. h. I þessum sérkröfum verkalýðsfélag- anna er hvergi farið fram á að komið verði í veg fyrir atvinnusjúkdóma, sem gert hafa vart við sig í Straums- vík, né síendurtekin vinnuslys og jafnvel dauða. Að sjálfsögðu þegir auðvaldið, ásamt'Verkalýðsforyst- unni", yfir raunverulegum orsökum þessara atvinnusjúkdóma og vinnu- slysa, er eiga rætur að rekja til framleiðsluháttanna. Eina sjónarmið kapítalistanna er að komast yfir há- marksgróða, að arðræna og kúga verkalýðinn miskunnarlaust. Það skiptir þá engu máli hvort einn eða fleiri verkamenn bíði varanlegt tjón eða deyji við framleiðsltma, því grððinn er það eina, sem skiptir þá máli. Kauplækkunartillögur ISALS. I heiminum f dag er um að ræða of- framleiðslu á áli; vörurnar hlaðast upp í skemmunum, þar sem enginn markaður fínnst fyrir þær. Þetta hef- ur í för með sér lækkandi gróðahlut- fall einokunarkapftalistanna. Þegar kapítalistinn sér gróða sinn minnka hlýtur hann óhjákvæmilega að herða tökin á verkalýðnum með því að lækka kaup hans og auka vinnuálagið. Það er í ljósi þessara staðreynda, sem við verðum að skoða gagntillögur ISALS, sem allar miða að stórfelldum kaup- lækkunum og auknu vinnuálagi. Sem dæmi má nefna "5% kauplækkun hjá iðnaðarmönnum með 3. ára sveins- bréf', laskkun vaktaálaga, stytting matar- og kaffitíma og síðast en ekki síst þessi óheyrilega krafa: "3 fyrstu veikindadagar verði ekki greiddir, nema veikindi standi í tvær vikur. " Astæðan fyrir því, að ISAL líðst að koma fram með svo heiftarleg kaup- lækkunaráform er sú, að verkamenn hafa glatað því eina vopni, sem þeir hafa gagnvart verksmiðjueigendunum - verkfallsréttinum. Verkalýðsfor- ystan hefur í samráði við ríkisvaldið stolið þessu eina vopni úr höndum verkalýðsins. Hann stendur því uppi Framh.bls.3 HEmSKREPPA AUÐVOLDSINS „OLÍUSKORTURINN” I byrjun síðasta áratugs og fram á miðjan þann áratug náði tæknibylting auðvaldsins hámarki sínu. Hinar gffurlegu framfarir og framleiðslu- aukning, sem áttu sér stað, jók ægi- vald einokunarhringjanna, -samsteyp- anna og bankahringjanna meira en dæmi er um áður. Heimsmarkaður auðvaldsins, sem eftir seinna upp- skiptastríðið sýndi upplausnartil- hneigingar f auknum mæli, náði sér tímabilsbundið á strik aftur, eftir að sósíalisminn beið ósigur í USSR og hinn víðlendi markaður A-Evrópu blakkarinnar opnaðist fyrir fjárfest- ingum auðvaldshringjanna að nýju. En þetta var aðeins hrossalaakning, meðal sem dró úr upplausnartilhneig- ingunum smá tíma, aðeins til að slá þeim á frest og endurvekja þær sfðan í enn víðtækari og djúpstæðari mæli. Attundi áratugurinn ber vott um að staðfestu- og blómatímabili auðvalds- heimsins sé lokið íbili, allar innri mótsetningar auðvaldskerfisins hafa skerpst til muna og leitt af sér að ný uppskipting heimsins er framundan. I gervöllum auðvaldsheiminum er of- framleiðsla þegar fyrir hendi. Hún kemur ekki enn fram íkreppu, held- ur sem dulin kreppa, sem þá og þeg- ar getur brotist út. Hún hefur þegar brotist út í einstökum greinum auð- valdsframleiðslunnar og innan ein- stakra hluta heimsauðvaldsins, en hún er enn ekki orðin að alyfirtækri heimskreppu sem leiðir af sér lang- varandi stöðnun í iðnaði og fram- leiðslu í líkingu við heimskreppuna í byrjun 4. áratugsins. Orsakirnar eru margar. I örvæntingarfullum tilraunum til að koma í veg fyrir frh. á baksidu KSML sella stofnuð á Akureyri Arangur af námsstarfi stuðningsmanna KSML á Akureyri hefur nú hlotið stað- festingu í stofnun sellu á staðnum. Sellan hefur hafið undirbúning að stofn- un Akureyradeildar KSML af fullum krafti. Á vegum sellunnar starfar nú stuðningshópur og á næstunni fer af stað námshópur - sala á blöðum og bæklingum KSML hefur gengið mjög vel. Myndin sýnir félaga og stuðnings- mann KSML við sölu á Stéttabaráttunni hh MEIMIMTASKOLANEMAB IMOTAÐIR TIL V ERKFALLSBROTA Eins og Stéttabaráttan hefur áður skýrt frá, hafa orðið mörg verkföll í höfninni á Akureyri. Alls hafa verkamennirnir gripið 6 sinnum til vinnustöðvana, seinast 26. nóv. I því vejkfalli (og reyndar einnig í 7. nóv. verkfallinu) fengu atvinnurek- endur menntaskólanema til að vinna við uppskipun - og þannig aðstoða við að brjóta baráttu verkamannanna á bak aftur. Það sýnir hversu aft- urhaldssamir þessir mennskælingar eru, að þeir skuli beint hjálpa borg- urunum gegn verkalýðnum. En borgararnir eiga fleiri hjálparhell- ur. Samkvæmt yfirlýsingu verk- fallsbrjótanna var aðgerð þeirra í samráði við forystulið verkalýðs- félagsins Einingar. Verkfalls- brjótarnir hafa lýst því yfir, að þeir séu I "fullum rétti" þar sem aðgerð- ir verkamannanna séu "ólöglegar". Leið ólöglegu verkfallanna er eina leiðin fyrir verkalýðinn I dag til að ná fram kjarabótum. Þeir sem beint eða óbeint vinna gegn baráttu verkalýðsins eru því handbendi borgarastéttarinnar - hvort sem þeir sitja á skólabekk eða á skrif- stofu Einingar. Akureyrarsella KSML gaf út dreifi- rit I tilefni þessa, þar sem flett var ofan af þjónustu verkfallsbrjótanna við borgaranna. Við birtum hér lista með nöfnum verkfallsbrjótanna I þeim tilgangi að brennimerkja þá sem handbendi auðvaldsins: Asbjörn Dagbjartsson Asgeir Böðvarsson Bjartmar Pétursson Geirfinnur Jónsson Gunnar Stefánsson Magnús Vestmann Pálmi Vilhjálmsson Sigfús Haraldsson Stefán Jóhannsson Þorvaldur Þórðarson Steinþór Þráinsson Við skorum á alla skólanema að berjast gegn öllum tilraunur borg- aranna til að fá verkfallsbrjóta úr röðum skólafólks (svo sem tilraunir flugfélaganna til að eyðileggja verk- fall flugfreyja með hjálp stúdenta). hh

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.