Stéttabaráttan - 28.02.1974, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 28.02.1974, Blaðsíða 1
ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST STETTSVIKARARNIR ÞORDU EKKI AD MÆTA EFTIR FJÖGURRA MÁNAÐA SAMNINGAMAKK ASÍ OG VSÍ= KJARASKERDING! í Hinar "löngu og ströngu" vökunætur ASl-forystunnar hafa ekki fært verkalýðn- um neinar kjarabætur. Sflf staðreynd blasir nú við, að loknum þessum samn- ingum, að verkalýðurinn fær að axla enn þyngri byrðar þeirrar dýpkandi kreppu, sem íslenska auðvaldið á í. Gengisfellingar, vöruverðshækkanir og vísitölufalsanir eru meðal aðferðanna sem auðvaldið notar til þess að ná aft- ur þeim gervilaunahækkunum, sem ASÍ-forystan semur um. Auðvaldsþjóðfé- lagið hefur ekkert að bjóða verkalýðnum annað en launaþrældóm. KOMMÚNISTUNUM FRÁ FUNDI KSML í LINDARBÆ Laugardaginn 16. feb. s.l. héldu KSML opinn fund í Lindarbæ til að ræða vandamál íslensks verkalýðs og yfirstandandi samningamakk ASl og VSl. KSML höfðu skorað á ASÍ-forystuna I opnu bréfi að senda fulltrúa á fundinn til kappræðna við félaga úr KSML. ASÍ-forystan hafnaði áskoruninni með þeim orðum, að hún "vildi ekki láta stilla sér upp við vegg". Um hundrað manns sðttu fundinn, sem heppnaðist mjög vel I alla staði. Flutt voru tvö framsöguerindi, en að þeim loknum voru umræður og svarað ýmsum fyrir- spurnum. imningarnir eiu milli ASl-foryst- mar og auðvaldslns. Venjulegur verkamaður hefur ekkert að segja um framkvæmd og gerð samninganna. Hanlj fær aðéins að velja á milli þess hvort hann sam- þykkir kjaraskerðingársamninga forystunnar eða hafnar þei.m,,- Það eru stéttsvikararnir sem sitja við veisluborð atvinnurekendánna og sjá um samningagerðina. Verkamenn hafa ekkert að segja gágnvart launa- lækkunarbandalagi auðvaldsins og ASl-forystunnar, nema við tökum málin í eigin hendur. Við getum ekki treyst á endúrbótasinnuðu svik- arana í ASl, þeir hafa alltaf svikið okkur og með því að binda núverandi samninga tií tveggja ára eru þeir að tryggja auðvaldinu lagalega af- sökun fyrir hertu arðráni og skert- um launum. Þetta má augljóslega sjá á þeim tíma sem ASÍ-forystan hefur eytt í samningana, 4 mánuðir hafa liðið og tilboð atvinnurekenda FRH. Á BAKSÍÐU Þrístirni stéttasamvinnunnar á íslandi. Frá vinstri Torfi Hjartarsson sáttasemjari ríkisvalds borgarastéttarinnar, Snorri Jónsson fulltrúi; uppkeyptrar verkalýðsforystu og Jón H. Bergs formaður samtaka arðræningja. Frá Straumsvík KJARASAMNINGURINN FELUR í SÉR KAUPLÆKKUN! Eftir að verkamennirnir í Alverk- smiðjunni I Straumsvík samþykktu á fundi að boða til verkfalls 4. feb. s.l. þvert gegn vilja verkalýðs"forystunn- ar" og þrátt fyrir að hún berðist hat- rammlega gegn þessari samþykkt - var allt reynt til að koma I veg fyrir verkfallið. Verkalýðs"forystan" og forráðamenn ISALS sátu að samninga- makki nótt sem nýtan dag síðustu dag- ana fyrir 4. feb. Utkoman varð nýr kj arasamningur, sem I raun og veru þýðir ekkert annað en kjaraskerðingu fyrir verkalýðinn og aukið arðrán. 22% í tvö ár< Þessi nýi samningur ÍSAL-forystunn- ar og viðkomandi verkalýðsfélaga hljóðar upp á 22% kauphækkun f tvö ár (/): 13% frá 1. jan. 'l\, 4%"TT sept. fy4 og 4% frá 1. aprfl '75. I raun og veru er samningur þessi eklcert annað en kauplækkunaráform af hálfu kapítalistanna I álverinu - og í þeim tilgangi njóta þeir dyggrar að- stoðar hinnar svikulu verkalýðs"for- ystu" - því hinar stöðugu verðhsekkan- ir, sem eru óhjákvæmilegur þáttur auðvaldsskipulagsins, verða án efa búnar að éta upp þessar kauphækkan- ir löngu áður en samningstímabilið rennur út. Verkalýðs"forystan" ber hag kapital- istanna fyrir brjósti.1 1 fréttabréfi, útgefnu af samninga- nefnd verkalýðsfélaganna, segir svo um samningamakk "forystunnar" og ISAL ; ".. .það var mat samninganefndar verkalýðsfélaganna nú, að hver krafa hafi verið þrautreynd og að FRH. Á BAKSÍÐU OPIÐJ3RÉF TILjASÍ_FRA_KSML_. Eftir að forysta ASl hafði staðið f margra mánuða samningamakki við borgarana f VSl tóku KSML þá ákvörð- un að skora á fulltrúa ASl að mæta til opins fundar og leggja pólitík sína hreint fram frammi fyrir verkamönn- um og svara pólitík og spurningum félaga KSML. Þessi áskorun var send f opnu bréfi, sem jafnfram var dreift á fjölmarga vinnustaði og í fjöl- býlishús á Reykjavíkursvæðinu. I opna bréfinu var fjallað um þróun al- þjóðastjórnmála undanfarin ár og á- standið f dag og hvernig það einkenn- ist af framsókn byltingaraflanna um heim allan. Sýnt var fram á yfirburði sósfalismans yfir kapitalismanum og harðnandi stéttabaráttu í heimsvalda- löndunum og nýlendunum, þar sem ör- eigarnir og kúguð alþýða verða betur og betur meðvituð um nauðsyn bylting- arinnar og breyta um baráttuaðferðir frá varnar- og umbótabaráttu yfir f baráttu um pðlitísku völdin f þjóðfé- laginu. Einnig var tekið fyrir hlutverk sósíal- demókratanna í auðvaldsþjóðfélaginu, þessarar 5. herdeildar borgarastétt- arinnar innan verkalýðshreyfingarinn- ar, sem er fðlgið f þvf að sundra verkalýðnum og ofurselja hann öllum kúgunaraðferðum auðvaldsins, jafn- vel blóðugum hefndum eins og t.d. f Chile. Að lokum var fjallað um ástandi á Is- landi, stéttasamvinnu verkalýðsfor- ystunnar og umbótapólitíkina og hvaða leið öreigarnir verði að fara í stétta- baráttunni á íslandi f dag. ^VIÐ ERUM OPOLITÍSKflr’_(fo£S_eti ASl^ Sno rr i_Jó ns£on)_. ASl-forystunni var veittur ákveðinn frestur til að svara áskoruninni, en að hohum loknum hafði ekkert svar borist. Var þá haft samband við Snorra Jónsson, forseta ASl, sem svaraði á þá lund, að hann "vildi ekki láta stilla sér upp við vegg", "ASl væru ekki pólitfsk samtök", "þeir hefðu engan tfma" o. s.frv. I upphafi framsöguræðu sinnar tók fé- lagi Gústaf A. Skúlason þessi ummæli fyrir og sagði: "Þetta voru öll hljóðin, er verkalýðs- forystan gaf frá sér. Þeir sem hafa tíma til að gera svik sín við verka- lýðinn að aðalstarfi sínu, hafa ekki tíma til að koma og ræða um stöðu verkalýðshreyfingarinnar á íslandi f dag. Þeir sem hafa haft tíma til að makka "samningaleik" við Vinnu- veitendasamband Islands í yfir sex mánuði, hafa ekki tíma til að koma á tveggja tíma kappræðufund og ræða um yfirstandandi kjarasamninga. Þeir sem alla sína tíð hafa verið verkfæri auðvaldsins til að hindra alla sjálfstæða baráttu verkalýðsins og halda fram sömu kenningu og einokunarkapítalistarnir og ríkis- valdið, að þá og því aðeins sé rúm í þjóðfélaginu fyrir kjarabætur til verkalýðsins, að aukning fram- leiðslunnar hafi átt sér stað fyrst (sem þýðir ekkert aimað en aukið arðrán og versnandi lífskjör verka- lýðsins séu forsenda fyrir efnahags- legum bótum honum til handa), - þeir segjast núna vera ópólitískir og geta ekki talað fyrir munn krat- anna. Þeir sem banna stéttvísum verkamönnum að ræða pólitík á fundum verkalýðsfélaganna á þeirri forsendu að verkalýðsfélögin séu ð- pólitísk og þar eigi eingöngu að ræða fagfélagsleg mál verkalýðsins, en EÐVARÐ: ÉGMÆTI EKKI NEITT! Abúðarmiklar yfirlýsingar Eðvarðs Sigurðssonar um að hann væri reiðu- búinn að mæta félögum KSML á op- inberum fundi, reyndust vera innan- tóm orð. lýsa sig hins vegar reiðubúna til að ræða pólitík á opinberum pólitfskum málfundum, þeir þora ekki að láta sjá sig hér í dag. Og hver er ástæðan fyrir öllu þessu ? Svarið hefur verkalýðsforustan gef- ið sjálf: "Við viljum eklú láta stilla okkur upp við vegginn. " Við f KSML erum eldvert hissa á þessu, við vor- um reyndar sannfærðir um, að stétt- svikararnir f ASl þyrðu eldíi að tala við okkur hér, alveg eins og þeir reyna að sniðganga að mæta rökum okkar, hvort sem er f verkalýðsfé- lögunum eða á fundum á vinnustöð- unum. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þeir hafa ekliert að bjóða verkalýðnum upp á annað en gatslitna plötu auðvaldsskipulagsins. Sann- leikurinn er sá, að gegn kommún- ismanum hafa þessir herrar engin rök. Það er þess vegna, sem þeir hræðast kommúnistana, það er þess vegna sem þeir mæta ekki hér í dag. " FRA_MSÖGUIIÆÐUR A JTJNDINUM. Gunnar Andrésson rafvirki, formað- ur miðstjórnar, flutti fyrra framsögu- erindið. Hann ræddi um launalækk- unaraðferðir borgaranna og hvernig þeir nota ríkisvaldið f þvf markmiði, falsið með vísitöluna og niðurgreiðsl- ur og sjónarspilið með gengið, sem allt er gert f þeim tilgangi að pressa niður laun verkafólksins. Hann rakti nokkur dæmi þar að lútandi. Hann skýrði einnig út afstöðu marxista til kreppa og þróun þeirra, ræddi samn- ingamakk ASÍ/VSl, svilí AB-foryst- unnar við verkalýðinn og smáborgara- lega pólitík Fylkingarinnar og að lok- FRH. Á BLS. 7 ALYKTUN LINDARBÆJARFUNDARINS Almennur fundur haldinn í Lindarbæ 16. 2. '74 á vegum Kommúnistasam- takanna marxistanna-lenfnistanna ályktar eftirfarandi: Þróun undanfarinna ára hefur svo ekki verður um villst leitt í ljós, að auðvaldsheimurinn er á hraðri leið inn í offramleiðslukreppu. Hvarvetna hafa lífskjör verkalýðsins verið pressuð niður fyrir afkomumöguleikana og þetta hefur leitt til víðtaakrar og harðnandi varnarbaráttu af hálfu verkalýðsins. Erlendis hefur þetta leitt til verkfalla milljóna verka- manna og jafnvel vopnaðra átaka milli lögreglu og verkfallsmanna. Ilérlendis eru vinnulaun verkamanns í dag langt frá því að nægja til að sjá honum og fjölskyldu hans farborða - þvert á móti þurfa verkamenn að vinna yfirvinnu ámóta lengi og dagvinnu. Verkalýðsforystan hefur einbeitt allri baráttu verkalýðsins að umbótum og þannig haldið honum frá baráttu gegn sjálfu meininu - auðvaldsskipu- laginu. Verkalýðsforystan er I raun og veru uppkeypt framvarðarsveit borgarastéttarinnar I herbúðum vex-kalýðsins, þjónar auðvaldsins, sem hafa þvi hlutverki að gegna, að halda verkamönnum frá baráttu, sem stefnir út fyrir ramma Islenska auðvaldsþjóðfélagsins. lllutverk hennar er að halda baráttu verkalýðsins innan löglegra takmai-ka kapítalismans, að koma á friði milli arðræningjanna og arðrændra. Baráttan gegn ís- lenska auðvaldinu verður að vera svo víðtæk og svo gagngerð, að hún sé um leið barátta gegn þjónum þess innan verkalýðshreyfingarinnar - verkalýðsforystunni. Þvess vegna verðurn við að setja fram vígorðin: TREYSTUM EKKI A ENDURBOTASINNUÐU FORINGJANA, ÞEIR MUNU SVlKJA OKKUR' SJALFSTÆÐSKIPULAGNING A GRUNDVEl.l.I VERKALYÐSSTÉTTAR- INNAR/ NIÐUR MEÐ AUÐVALDSSKIPULAGIÐ - LIFI SOSlALISMINN' STETT GEGN STETT'

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.