Stéttabaráttan


Stéttabaráttan - 22.03.1977, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 22.03.1977, Blaðsíða 1
Athugið að viðbót er komin við gíró- númerið 27810-6. Arsáskrift...........3000 kr. Hálfsársáskrift......1800 kr. Arsfjórðungsáskrift.. lOOOkr. Baráttuáskrift (gildir fyrir heilt ár).......5000 kr 10. tölublað. Þriðjudagur 22. mars. 6.árgangur Verðkr. 60. Myndir úr kerskála MEÐAL EFNIS ER: Frá Iðjufundi SJA BAKSfÐU Um kenningu Maós um þrjá heima SJA SÍÐU 3. Veggblaðastríð í H.Í. SJÁ SÍÐU 3. A að leggia niður # landbúnað á islandi? SJA baksídu Herstöðva andstœðingar Erlendir auðhringir Samtök herstöðvaandstæð- inga gengust fyrir ráðstefnu um erlenda auðhringi og sjálf stæði íslands, laugardaginn 12. mars síðastliðinn. í aug- lýsingu frá miðnefnd kom fran að á henni yrðu flutt fjögur framsöguerindi og yrðu frjáls ar umræður um hvert erindi. Frummælendur voru þeir öl- afur Ragnar Grímsson, Kjart- an ólafsson, Jónas Jónsson og Jón Kjartansson. í ræðum þeirra komu fram ýmsar at- liyglisverðar upplýsingar t.d. um stóriðju hér á landi og um tilraunir erlendra auðhringa til að ná yfirráðum yfir stór- um hluta orkulinda okkar. Mun Stéttabaráttan væntanlega gera þeim þáttum betri skil í næstu blöðum. Skipulag ráðstefnunnar. Það var mjög einkennandi á þessari ráðstefnu, að frum- mælendurnir og þeir sem skipulögðu ráðstefnuna virt- ust ekki skilja mikilvægi þess að nægur tími yrði til umræð- na um efni hennar, bæði mikilvægi baráttunnar gegn á- sælni erlendra auðhringa og þá einnig hvernig herstöðva- andstæðingar geti lagt sitt af mörkum í þeirri baráttu eða ERAMIIAUD 'A SÍÐU 3. w£» )h; lí V A!4V-c Frummælendur tóku sér góðan tfma tii að líytja mál sitt á ráðstefnunni Skýrsla Heilbrigðiseftirlits rílcisins um vinnuaðstöðu o'g hættu á atvinnusjúkdómum í álverksmiðjunni í Straumsvík, er Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra, vitnaði í á-diig- unum hefur beint sjónum manna að heilsufari starfsmanna í verksmiðjunni og aðbúnaði öllum í sambandi við vinnu þar í meira mæli en nokkru sinni áður. Menn hafa vanist að líta á mengun og mengunarvarnir nær eingöngu í sambandi við umhverfi verksmiðjunnar, s. s. gróðurinn í hrauninu og dýra- lífið í sjónum. ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á nátt- urunni kringum verksmiðjuna og sýnt fram á, hvílík hætta henni stafar af mengunixmi frá verksmiðjunni. Menn geta því rétt ímyndað sér hver áhrif þessi mengun hefur og kann að hafa á starfsmenn verksmiðjunnar sem innilokaðir eru í þessu eiturlofti nær daglega. Hræðsla yfirvalda Það er athyglisvert, að skýrsla sú, sem Matthías byggir greinargerð sfna að mestu á, er send heilbrigðis- og t ryggingarmálaráðherra 11. ágúst 1972 . Ráðuneytið hefur sem sagt lumað á niður- stöðum þessara rannsókna f hátt íimmta ár. í þá tíð var það enginn annar en Magnús Kjartansson, sern gegndi störf- um heilbrigðisráðherra, sá þingmaður Alþýðubandalagsins, sem hvað háværast mótmælti innrás eklendra auðhringa í landið. Það sýnir okkur að.'i- eins hverra erinda þessi endurskoðunarsinnaflokkur gengur. Upplýsingar um vinnu- aðstöðu, er varða líf og heilsu verkamannanna sitja algjör- lega á hakanum, þegar um hagsmuni einokunarauðvaldsins er að ræða. Er það ekki af einskærri þjónlcun við Alu- Swiss auðhringinn, sem yfir- völd kæra sig ekki um að skýr- sla þessi verði opinber fyrr en nú, þegar kröfur um hreirsi tajki í verksmiðjunni verða æ háværari ? Mengun í kerskálum og seina- gangur við uppsetningu hreinsi- tækja Það má líta á skýrslu heil- brigðisyfirvalda sem óvæntan stuðning við baráttu okkar verkamanna í Straumsvík fyrir betri vinnuaðstöðu. Það er einkum þrjú atriði, sem skipta hvað mestu máli í því sambanli l)Krafa um fúllkomin hreinsi- tælti, 2)viðurkenning á að hætta sé á atvinnusjúkdómum á svæðinu, en hingað til hefur fyrirtækið tregðast við að játa að svo væri, 3) krafa um stytt- ri vinrtútíma. Verkamenn í kerskála eru þegar farnir að ræða kröfur fyrir komandi samninga og í því sambandi hafa þeir sett á oddinn kröfuna um styttingu vinnuvikunnar. (Sj á grein um þetta annars staðar í blaðinu). í sjónvarpsviðtali sváráði Ragnar Ilalldórsson, forstjóri ísal, skýrslu heilbrigðisyfir- valda sem áróðurskenndum greinarskrifum og órökstudd- um fullyrðingum. Og í svari íslenska Allelagsins til Heil- brigðiseítirlitsins, er birtist í Morgunblaðinu 5.inars er fullyrt, að loftið íkerskálum sé næslum skaðlaust og að l'. rirtækið hafi hraðað upp— sotningu lireinsitæicja oins og mögulcgl hcfur verið. Við sem lúirum st.arl'að íkerskálunum í nokicur ár vitum fullvel, að fullyrðingar forráðamamia fyrirtækisins eru út í hött. í greinargerð ísals segir m. a. að vinnuaðstaðan í Straumsvík sé mun betri "... en víðast hvar annars staðar í málm- bræðslum. Stafar þetta af því hversu góð loftræsting er þar, en endurnýjun lofts fer fram upp um gólf kerskálans og út um rjáfur. " Það er nú svo. Vissulega væri vinnustaðan al- gjörlega óbærileg, ef ekki væm fyrir hendi viftur á þökum skál- anna, sem soguðu burt mesta rykið. En það er ekki nóg. Kerin eru opin og upp úr þeim stígur gasmökkur og um hætt- una, sem af honum stafar þarf vart að deilá. Þannig hagar til um mörg störf í ker- skálunum, að starfsmenn þurfa beinlínls að standa yfir kerunum. Þeir sem óþægilega hafa orðið fyrir barðinu á slíkum gasmekki hafa vart náð andanum og jafnvel kast- að upp af þeim sökum. Fyrir fáeinum árum var talsvert rætt um kerbrot eða úrgang úr kerum, sem tekin höfðu verið úr sambandi, sem sturtað hafði verið í sjóinn með alvarlegum afleiðingum fyrir dýralífið þar. Nú er þessi úrgangur úr kerunum fínmalaður og því síðan hellt á kerin. Þegar svo kerin eru brotin gýs upp mengn óþefur af þessu og er það síst til að bæta loftið í skálanum. Einnig má benda á, að loftið í kerskálunum er misjafnlega slæmt. Það fer eftir veðri og vindum. Þegar hvassviðri er, slær menguninni aftur niður í skálana, þannig að loft verð- ur mjög slæmt. í svari íslenslca Alfélagsins við skýrslu heilbrigðisyfir- V.alda segir einnig að... "unn- ið hefur verið sleitulaust að hreinsitækjamálum fra' 1972.." Ef svo hefði verið, væri ánd- rúmsloftið í kerskálunum vafa laust mun betra en nú er. Hreinsitæki Jóns Þórðarsonar, sem tilraun var gerð með snemma árs '72, reyndust óbrúkanteg^ En síðan var ekkert gert í þessum málum fyrr en í ársbyrjun 1976, þegar farið var að gera til - raunir með að loka kerunum með þar til gerðum þekjum, sem að öllum líl<indum munu verða til að bæta andrúmsloft- ið lil muna. Þessum tilraun- um helur miðað ákaflega sein- lega, því aðtins tvö kcr cru þannig útþúin af 280. Allar ylii lýsingar um að sleitulaust I RAMHAUDA BAKSÍÐU a fyrirtækisins

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.