Stéttabaráttan - 25.09.1979, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 25.09.1979, Blaðsíða 1
Ert þu áskrifandi að viku - blaði verkafólks? C } 29. tölublað Þriðjudagur 25.9.1979 8. argangur Kr. 200. - Mótmæli við Sundahöf n Sem kunnugt er efndu herstöðvaandstæðingar til mótmæla- fundar við Sundahöfn vegna komu átta NATO-herskipa til landsins. Daginn áður höfðu herstöðvanndstæðingar reist skipunum níðstöng að hætti Egils Skallagrímssonar. Vegna mótmæla hestaeigenda hafði lögreglan fjarlægt níðstöngina. Fundurinn hófst klukkan hálf sex og var efni úr herstöðvabar áttunni flutt, einkum Ijóð og söngur. Að lokinni dagskrá fóru sumir að huga að því hvort hægt væri að komast nær skipunum en lögregluþjónar höfðu lokað bryggjunni. Fór svo að flestir fundarmenn komust inn fyrir lögregluvörð- inn enda virtust lögregluþjón- arnir ekki reyna mikið til að stöðva fólkið og hefðu raunar ekki getað það. Þegar nær skipunum kom fjölgaði hins vegar lögregluþjór- unum og var skipað að taka upp kylfur og beita þeim til að hreinsa bryggjuna. Gengu lögregLumenn vasklega fram í þessari fólskulegu árás og beittu kylfunum óspart með þeim afleiðingum að nokkrir herstöðvaandstæðingar þurftu að fara á slysadeildina. Það hefur vakið undrun manna hve viðbúnaður lögreglunnar var mikill. Hálft hundrað laga- varða var á staðnum. Átökin framhald á síðu 2 Bresk "séntilmennska" lætur ekki að sér hæða. Hingað kom í kurteisisheimsókn freigátan Baccante sem af mikilli kurteisi sigldi á íslensk varðskip í þorskastríðinu. Þessir lögregluþjónar gengu rösklega fram í barsmíðunum. Nokkrir hlutu meiðsli af völdum kylfubarsmíða og þurftu að leita læknis á eftir. Sem sjá má voru fáir lögreglumenn við girðinguna. Slagsmálaliðið beið a bak við skemmurnar og réðist þaðan á fólkið. Fjölmennum í aðgerdir herstöðvaandstæðinga ASÍ lætur undan VSÍ Samtök herstöðvaandstæðingt eru nú að hefja vetrarstarf sitt Virðist það ætla að fara af stað með miklum krafti og hefur þegar verið haldinn mótmæla- fundur við Sundahöfn vegna kem NA TO-herskipa. Á fimmtudagskvöld er boðað til aðgerða á Keflavíkurflugvelli og á laugardag til kröfugöngu frá Hafnarfirði. Þegar Stéttabaráttan fór í prentun hafði lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli bannað fyrir. hugaðan fund herstöðvaandstæð- inga fyrir framan flugstöðina á veilinum. Miðnefndin lýsti því þegar I stað yfir að hún hyggðist halda aðgerðirnar sant enda væru engin rök færð fyrir banninu. Það eru stjórnarskrár- bundin réttindi að mega láta skoðanir sínar í Ijós með funda- höldum og öðrum friðsamlegum hætti. Þetta ákvæði verður þó lftils virði I augum yfirvalda ef þær skoðanir sem láta skal í ljós eru þ'eim elcki að skapi. Friðsamar aðgerðir Herstöðvaandstæðingar hyggj- ast láta skoðanir sínar I ljós með friðsamlegum hætti. Þeir ætla aðeins að safnast saman, halda ræður, hrópa vígorð og á annan friðsamlegan máta færa fram mótmæli sín. Ef lögreglan re.ynir að fjarlægja fólkið munu herstöðvaandstæðingar ekki beita valdi til að hindra það, enda ekki í stakk búnir til að mæta ruddaskap lögreglunnar. Smjörþefinn af þeim fantaskap fengu menn við Sundahöfn er lögreglan réðst á fólk sem hafði það eitt til saka unnið að ganga fram bryggjusporð með nokkur kústsköft og þorskhausa og nálg- ast þannig brynvarin herskip er lágu utan seilingar. Er Miðnesheiðin elcki íslensk? Með því að boða til fundar inni á vallarsvæðinu ætla herstöðva- andstæðingar m. a. að láta á það framhald á síðu 3 Menn rekur eflaust minni til þess þegar farmenn áttu í verkfallsbaráttu s. 1. sumar, að grafíska sveinafélagið boð- aði til samúðarverkfalls eitt allra félaga. Þá réðust atvinnu- rekendur og ríkisstjórnin af alefli gegn farmönnum og ASl þagði þunnu hljóði. Hið sama er uppi á teningnum nú, er graf- fska sveinafélagið gerir verkfall. VSÍ hamast gegn fclaginu og skellir á það verkbanni og boðar til samúðarverkbanns sem átti að ná til nær allra þeirra er störfuðu innan prentiðnaðarins, en ASÍ hefst ekki að. Hver er orsökin fyrir þessu athæfi ASÍ? Orsökin er einfaldlega sú, að Alþýðubandalagið situr í rfkis- stjórn og þá er verkalýðshreyf- ingunni gert að sitja með hunds- haus hvað sem á genjjur. Verk- fall grafíska sveinafelagsins hefur fært heim sannin um það hver raunveruleg kjaramála- stefna Alþýðubandalagsins er. Hagsmunum hins vinnandi fólks er hiklaust fórnað, til þess að tryggja stjórnarsetu flokksins. Harðlxna VSÍ . Ef stjórn launþegasamtakanna væri í þágu hins vinnandi fólks myndi ASÍ án alls efa'hafa tek- ið til annara ráða en þegja, þegar hótanir um harðindi frá VSÍ eru annars vegar. En harð lína VSÍ virðist vera í fullu framhald á síðu 3

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.