Verklýðsblaðið - 25.10.1930, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 25.10.1930, Blaðsíða 2
En það munu þeir ekki gera sig ánægða með nú fremur en áður. Aðkomumenn, sem telja mestan hluta af hinu keypta vinnuafli Eyjanna, hafa verið það markið, sem atvinnurekendur nú á seinni árxim hafa miðað á og hæft hingað til. Hafa þeir, aðkomumennimir, því orðið, öðr- um fremur að skotspæni hinna örgustu arðræn- ingja í Eyjum. Þetta eru margendurteknar staðreyndir og svo dýrkeyptir lærdómar, að þeir mega ekki ónotaðir látnir, sérstaklega í tilliti til þess, að aldrei eins og nú í haust mun reynt, af hálfu útvegsmanna í Eyjum að skella þunga markaðs- kreppunnar og árferðisins, á bök verkalýðsins. Undanfarin ár hafa. atvixmurekendur Eyj- anna, með stærstu arðsugumar í fararbroddi, reynt á allar lundir að rýra vinnulaun fiski- mannanna. Á meðan fiskverðið var hátt lék allt í lyndi og atvinnurekendui- rökuðu saman auðn- um af vinnunni, börðust þeir sem óðir menn á móti því að nokkur maður fengi hluta af afla, en vildu þá aðeins greiða fastakaup, en þegar skipulags- og stjórnleysi þeirra í atvinnurekstr- inum höfðu komið í ljós og markaðsörðugleikar höfðu gert vart við sig, sneru þeir við blaðinu og börðust á móti fastakaupi, en otuðu fram premíum eða hlut. Nú er það augljóst, að í haust verður það hluturinn, sem þeir rétta að fiskimönnunum. Fátt sýnir betur hvemig efnastéttin reynir ætíð að velta byrðum „erfiðu tímanna“ og sinna eig- in afglapa yfir á herðar verkalýðsins. „Góðu árin' ‘og hnossin, á meðan allt leikur í lyndi, eru einkaeign yfirstéttarinnar, en byrð- ar kreppanna, afleiðingar hins brjálaða auð- valdsskipulags, má verkalýðurinn eiga óskiptur. Þetta er hin marg endurtekna saga kúgara og kúgaðra í heimi stéttaskiptingarinnar. Gegn þessu á verkalýðurinn eitt einasta vopn.. Það er: hans eigin samtök, hans andlegu og líkamlegu kraftar sameinaðir til miskunnar- lausrar baráttu gegn arðráns-stéttinni. Lærdóma þessa verður hinn íslenzki verka- lýður að hagnýta sér út í æsar, því aldrei hefir þess verið eins mikil þörf og nú. Kaupdeila sjómannanna í Vestmannaeyjum á þessu hausti er fyrsti þáttur þeirrar baráttu, sem bíður nú íslenzkra verkalýðssamtaka, bar- áttu , sem krefst virkrar þátttöku alls verka- lýðs á sjó og landi. Sjómenn í Eyjum, verða nú þegar að birta kröfur sínar og gera þær öllum verkalýð kunn- ar. Sjómannasamtökin þar verða nú betur en nokkurn tíma áður að brýna raust sína til allra vekalýðsfélaga landsins, til hinna ófélags- 75 milljónir manna veslast upp og deyja Meira atvinnuueysi en dæmi eru til í auðvalds- heiminum. Launalækkun og lengdur vinnutími. Atvinnukreppan er farin að koma þungt niður á verkalýðnum um heim allan. Strax og kreppan skall yfir urðu stórir skarar atvinnu- lausir og bætist alltaf í hópinn. Verður þetta til að gera kjör verkalýðsins ennþá aumari en þau hafa verið og baráttuna erfiðari. Hversu stór er nú þessi her atvinnulausra manna? Þó hinar borgaralegu hagskýrslur reyni jafnan að draga úr tölunum svo sem hægt er, sýna þær hryllilegt ástand. Má fyrst telja Bendaríkin með 6,6 milljónir atvinnulausra manna. Þá kemur Þýzkaland með um 4 milljónir. England með yfir 2 milljónir atvinnulausra manna, Japan með 2 milljónir, Ítalía með 800,000, Póiland með 400,000, Austurríki með Tillögur kommúnistaílotks Þýzkalands í ríkisþinginu Berlín 2. okt. Brúning-stjómin þýzka leggur til að 5112 milljónir séu lagðar árlega á herðar alþýðunnar. Kommúnistaflokkurinn leggur til að 7150 mill- jónum marka, sem nú er kastað í gin peninga- mannanna, sé varið til styrktar hinum bág- stöddu. Tillögumar era þannig: Allar greiðslur vegna Young- samþykktarinnar skulu stöðvaðar ............... Öll útgjöld til ríkisvamarliðs- ins skulu hverfa......... Öll aukaútgjöld vegna borg- arastríðsins til lögreglunn- ar skulu hverfa.......... Aukaskattur á milljónamær- inga..................... Skattur á ágóðahluta .. . . A ukaskattur á hálaunaða eftirlitsmenn............ Aukaskattur á árstekjur yfir 50000 mörk............... Allur ríkisstyrkur til auð- valdsfyrirtækj a skal hverfa Lækkun á launum hálaunaðra embættismanna (yfir 8000 mörk).................... Öll útgjöld til kirkju, ritskoð- unar og sáttasemjara í kaupdeilum skulu hverfa . 2000 millj. á ári 750 millj. á ári 600 millj. á ári 1900 milj. á ári 320 millj. á ári 200 millj. á ári 380 millj. á ári 500 millj. á ári 200 millj. á ári 300 millj. á ári Samtals 7150 millj. á ári „Rauði fáninn“ (höfuðmálgagn kommúnista- flokksins) skrifar í dag: „Studdur af 4,6 milljón kjósendum ber kommúnistaflokkurinn fram kröfur hins vinnandi fjölda í borgum og sveitum, gegn ránsfyrirætlunum fjármálaauð- valdsins, sem Brúning er fulltrúi fyrir og fas- istarnir og sósíalfasistamir styðja. ... Kommún istaflokkurinn hvetur alla alþýðu til að skipa sér í eina sveit gegn auðvaldinu og fasisman- um“. Til kaupeada Verlclýðsblaðsins Þessir kaupendur eru beðnir að tilkynna af- greiðslu Verklýðsblaðsins í Lækjargötu 4 (sími 2184) núverandi heimilisfang sitt: Erlendur Erlendsson, Suðurgötu 10. Sigurður Sveinsson, Tjarnargötu 16. Haraldur Lárusson, Baldursgötu 20. Guðm. Guðmundsson, Bergstaðastæti 1. Jens Pálsson, Laugaveg 17. Jón Pálsson, Smiðjustíg 6. Brynjólfur Stefánsson, Bárugötu 2. Gísli Eybert, Gróðrastöðinni. Jón Þorleifsson, Bakka við Bakkastíg. Björgvin Stefánsson, Ljósvallagötu 14. Jón Kristjánsson, Njálsgötu 7. Jón Rögnvaldsson, Nýlendugötu 16. Kaupendur eru vinsamlega beðnir að gera af- greiðslunni strax aðvart, ef vanskil verða á blaðinu. bundnu til sjávar og sveita og hvetja þá til samstarfs. Fyrsta og höfuðkrafa þeirra verður að vera um afnám hlutaráðningunnar og kaup- greiðsla í peningum. Öllum verkalýðsfélögum landsins og málgögn- um verkalýðsins er skylt að hvetja allan verka- lýð til samúðar og baráttu með sjómönnunum í Vestmannaeyjum nú í haust. Engum verkamanni til lands eða sjávar má 400,000, Suðurameríka með IV2 milljón o. s. frv. Tölur eru engar til um atviimuleysi í Ind- landi, Kína og nýlendunum. En jafnvel þar er atvinnuleysi svo geysilegt, að aldrei hefir þekkst þvílíkt. Óhætt mun vera að gera ráð fyr- ir, að tala atvinnulausra manna muni vera kom- in yfir 20 milljónir. Frá ýmsum löndum koma fréttir um það að vinna sé lögð niður við ýmis- konar fyrirtæki og f jölda fólks vísað út á gadd- inn. Ef taldar eru með fjölskyldur þessara at- vinnulausu manna, sem enginn er til að sjá fyr- ir, má ætla fyrir víst, að yfir 75 milljónum manna vofi nú sultur og dauði. Aðeins örlítill hluti nýtur styrks, en þar sem um einhvern styrk er að ræða, svo sem í Eng- landi og Þýzkalandi, er hann mjög af skomum skamti. Hann er ekki nægur til viðhalds líf- inu, heldur treinir hann það þannig, að fólkið er lengur að veslast upp og deyja. En þessi ógurlegi sveltandi her atvinnulausra manna er ekki einn um að bera byrðar þær, sem á verkalýðnum hvíla. Milljónir verkamanna fá ekki að vinna fullan vinnutíma og lifa því við sult og seyru, þó ekki séu þeir taldir með hin- um atvinnulausu. Það er ekki eingöngu atvinnuleysið, sem auð- kennir ásigkomulag verkalýðsins í dag. Krepp- dyljast að líf og velferð hans er óaðskiljanleg baráttusamtökum . verkalýðsins, .að .einungis hann sjálfur í eflingu og uppbyggingu þeirra á grundvelli stéttabaráttunnar megnar að lmekkja hinum yfirvofandi árásum yfirstéttar- innar og frelsa stéttina sina undan oki auð- valdsins. Jón Rafnsson. an er ennfremur orsök til nýrra ofsókna gegn launum og kjöriun verkalýðsins yfirleitt. Kreppan og vinnustöðvunin í auðvaldsheim- inum hefir leitt til þess, að lífsskilyrði þau, sem verkalýður auðvaldsríkjanna hefir átt við að búa upp á síðkastið hefir ennþá versnað að mun. Nokkrar tölur úr hagskýrslunum sýna þetta ennþá greinilegar: Frá því í maí 1929 og þangað til í maí 1930 hafa lífskjör þýzka verka- lýðsins versnað um 13%. 1 Englandi hafa laun kolanámuverkamannanna lækkað á fjórum ár- um um 19%, á sama tíma hefir framleiðslan stígið um 23%. í baðmullariðnaðinum hefir álíka lækkun átt sér stað. I Frakklandi hafa launin lækkað um 4%. Fyrir tæpu ári lækkuðu laun á ítalíu um 20%. Slíkar tölur má tína til í það óendanlega. Þær sýna. greinilegast hver blekking það er, að segja að kjör verkalýðsins séu að „batna“ Lengri vinnutími er afleiðing af kreppunni og ofsókn auðvalds- ins. Jafnvel atvinnuskrifstofur — og á þeim sitja menn, sem falsa tölur — geta ekki komist hjá að geta um að vinnutími sé að lengjast. Eft- ir upplýsingum frá skrifstofum þessum vinna 29% af verkamönnum í Póllandi, 30% af verka- mönnum á Ítalíu og 29% af verkamönnum 16 annara landa, þar sem þetta hefir verið athugað, yfir 8 tíma á dag. Ástandið í Ameríku verður bezt séð á athugunum, sem

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.